Gaflari - 27.11.2014, Blaðsíða 10

Gaflari - 27.11.2014, Blaðsíða 10
10 - gafl ari.is TILVERAN Auglýsingasími Gaflara 544 2100 auglysingar@gaflari.is Fjölskylduhagir? Maðurinn minn heitir Guðmundur Óli Gunnarsson og samtals eigum við fimm börn, þrjá tengdasyni og þrjú barnabörn. Hvaða bók er á náttborðinu? Náðarkraftur eftir Hönnu Kent. Eftirlætismaturinn? Úff það fer bara eftir hvaða dagur er! Best með morgunkaffinu? Rúllur og hárblásari. Leiðinlegasta heimilisverkið? Hreinsa niðurfallið í sturtunni, enda er ég með mann í því! Helstu áhugamál? Lífið og tilveran held ég. Það sem gefur lífinu gildi? Fólkið KÍKT Í KAFFI Gaflarinn kíkti í kaffi til Margrétar Blöndal, fjölmiðlakonu. Margrét hefur starfað sem dagskrár- gerðamaður á Rás 2 síðustu ár en einnig komið að viðburðastjórnun og bókaskrifum. Um jólin 2012 kom út bók hennar um söngkonuna Ellý Vilhjálms. Margrét er nýráðinn verkefnastjóri hins eina sanna Jólaþorps sem opnar með pomp og prakt nú um helgina. Jólaþorpið rís nú í 12. sinn, en það hefur markað sér fastan sess í hugum bæjarbúa frá árinu 2003. Í ár verður bryddað upp á nokkrum nýjungum. Hafnfirska jólatréð verður t.d. sett niður við Strandgötuna heimamenn geta komið og hengt á það heimatilbúið jólskraut og sett um leið mynd af skrautinu inn á Facebooksíðu Jólaþorpsins. Ævintýraferð verður farin í Hellisgerði og er hún ætluð þeim sem vita að jólasveinar eru til. Margrét segir þó að fyrst og fremst langi hana að búa til stemningu sem gleður augu, eyru og nef þeirra sem heimsækja jólaþorpið. Rúllur og hárblásari með morgunkaffinu mitt er sannarlega í fyrsta sæti. Hversu mikið jólabarn ertu í þér (á skalanum 1-10)? Ég er mikið jólabarn, svona upp á níu! En sem betur fer hefur íhaldssemin minnkað með árunum. Ég er búin að sannreyna að jólin koma og eru alveg dásamleg þó þau séu ekki alveg eins jólin mín voru þegar ég var lítil. Uppáhaldsjólasveinninn? Stúfur kom í mörg ár í heimsókn til okkar á aðfangadag (Þorgeir Ástvaldsson) og var ómissandi í jólahaldi okkar mæðgna. Heillar Hafnarfjörður? Já svo sannarlega. Ég kolféll fyrir Hafnarf- irði árið 1995 og sú ást hefur ekkert minnkað. Ég féll fyrst fyrir fólkinu. Mér fannst ég svo velkomin þegar ég flutti hingað, bæjarbragurinn heill- andi, sagan og stemningin og svo er bærinn yndislega fallegur. Mesta áskorun vetrarins? Tja, ætli það sé ekki Jólaþorpið. Eftir ára- mótin bíður svo nýtt ævintýri sem er aðeins of snemmt að segja frá. En það verður heilmikil áskorun líka. Síðasta sms-ið og frá hverjum? „Frábært viðtal- knús og kossar úr Víðihlíð“ Hildur Blöndal frænka mín að hlusta á Bergsson og Blöndal á laugardagsmorguninn. Á laugardagskvöldið var ég? Að taka upp úr kössum, enda nýflutt. Ég mæli með? Jólaþorpinu.

x

Gaflari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gaflari
https://timarit.is/publication/1097

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.