Gaflari - 27.11.2014, Page 12
12 - gafl ari.is
Þórey Anna
Ásgeirsdóttir
Þórey Anna er 17 ára gömul hand-
boltastelpa úr Hafnarfirði sem æfir
og stundar nám við bestu íþrótta-
akademíu Norðmanna í Kongsvinger.
Þ Í síðustu viku var Þórey Anna valin
í A- landslið kvenna sem undirbýr sig
fyrir leiki í forkeppni HM 2015.
Þórey Anna er frábær
stelpa og yndisleg
vinkona. Hún er
sjálfstæð, metnað-
arfull og allt sem hún tekur sér fyrir
hendur gerir hún vel. Það er löngu
vitað að hún ætlaði sér að ná langt
í handboltanum og komast í lands-
liðið. Hún er mikil keppnismanneskja
og ef maður er að spila við hagræðir
hún frekar úrslitunum en að tapa.
Hún stendur virkilega fyrir sínu.
Þórey er algjör snillingur og á svo
sannarlega framtíðina fyrir sér.
Vigdís Ólöf Theodórsdóttir, vin-
kona Þóreyjar Önnu
Þórey Anna er
samviskusöm og
gerir miklar kröfur
til sjálfrar sín. Ég
þarf stundum að segja henni
að taka því rólega og slappa af.
Stundum grínumst við með það
að hún sé eins og mamma mín og
segi mér til. Hún er mikill húmoristi
og stutt í stríðnina hjá henni. Hún
hefur reyndar alltaf verið óþolandi
stressuð með tíma, hún veit ekkert
verra en að mæta of seint eða vera
í tímaþröng. Ég hef aldrei þurft að
hafa stórar áhyggjur af henni enda er
hún heilsteypt og dugleg stelpa sem
er með markmiðin sín á hreinu.
Gunnur Sveinsdóttir, mamma
Þóeyjar Önnu.
STENDUR UPP ÚR
Elías Þór Rafnsson,
sjúkraþjálfari og
kennari í íþróttafræð-
um við HR:
Fyrstu helgina í aðventu höfum við
fjölskyldan skapað okkur þá hefð að
fara sumarbústaðarferð og halda
þar Litlu jólin. Að þessu sinni verður
förinni heitið, líkt og síðastliðin tvö
ár, í bústað í nágrenni Flúða. Við
höfum það fyrir vana að spila, baka
piparkökur, njóta lífsins í göngu-
ferðum úti í náttúrunni og ekki síst
að elda góðan mat. Að þessu sinni
verðum við með hreindýr sem ég
veiddi í sumar í „austfirsku ölpunum.“
Svo er upplagt að enda daginn
með kósýheitum í heita pottinum.
Sunnudagskvöldið fer svo í að fara
yfir próf.
Brimrún Björgólfsdóttir,
blakþjálfari Hafnar-
fjarðar: Helgarnar byrja
alltaf á morgunkaffi
á föstudögum í vinnunni sem lúkkar
meira eins og fermingarveisla frekar en
morgunkaffi. Eftir vinnu er kósýkvöld
með strákunum mínum fyrir framan TV-
ið. Laugardagurinn verður síðan tekinn
með trompi, fer með Haukaskvísum að
keppa á sínu fyrsta blakmóti, loksins
er komin blakdeild í Hafnarfirði og
vonandi gengur vel. Við byrjum svo að
skreyta, eldri strákurinn minn er búinn
að bíða spenntur enda á hann afmæli
í desember. Á sunnudaginn förum við
í fjölskyldubadminton hjá BH, sem við
elskum. Um kvöldið náum við vonandi
að fara í laufabrauðsgerð, það er hefð
frá elskulegri ömmu minni sem er ný-
fallin frá og náði 93 ára aldri. Svo er það
bara að njóta aðventunarkransins .
HELGIN MÍN
Við minnum á nýjan möguleika
í mat og gistingu sem vert
er að kynna sér.
Hlið á Álftanesi
Jólahlaðborð Fjörukráarinnar
Hefst 21. nóvember og stendur til 21. desember
Bjóðum einnig uppá Jólapakka fyrir
einstaklinga sem og hópa,
Sælkerapakka, Þorrapakka og Árshátíðarpakka.
farðu inn á www.fjorukrain.is
og skoðaðu hvað við getum gert fyrir þig.
w w w . f j o r u k r a i n . i s P ö n t u n a r s . 5 6 5 1 2 1 3
Sem endranær verðum við með það sem við erum þekktust fyrir, að hafa þetta þjóðlegt með stórkostlegum
söngvurum sem eru eitt af því sem hafa gert okkur svo sérstök. Öll hafa þau skemmt hér í áraraðir og því
heimavön og nú labba þau á milli borða og syngja lög sem tengjast jólunum.
Eftir borðhald tekur svo Hörður G. Ólafsson við og spilar frameftir kvöldi
Minnum á skötuveisluna á Þorláksmessu
frá kl. 11:30 og frameftir kvöldi.
Söngsveitina okkar skipa þau Kjartan
Ólafsson, Elín Ósk, Svava Kristín
Ingólfsdóttir og Ólafur Árni Bjarnason.
Þau munu ásamt öðrum sem skipa
Víkingasveitina okkar sjá um að halda uppi
jólaskapinu meðan á borðhaldi stendur.
Verð á jólahlaðborði er
7.900 krónur á mann
Gerum einnig tilboð fyrir hópa í gistingu og mat.