Gaflari - 09.05.2014, Qupperneq 2
2 - gafl ari.is
FRÉTTIR Líf og fjör var í miðbæ Hafnarfjarðar síðustu
helgi. Langur laugardagur var hjá helstu verslunum bæj-
arins og framboðin sex sem bjóða fram í Hafnarfirði í vor
tóku á móti gestum og gangandi á kosningaskrifstofum
sínum. Boðið var upp á heimabakað bakkelsi, grillað-
ar pylsur og vöfflur með sultu og rjóma og kættust því
margir yfir kræsilegum veitingum og góðu spjalli um
menn og málefni.
FRÉTTIR Eins og gaflari.is greindi
frá á dögunum þá drukknaði lít-
ill hvolpur þegar hann var að leik
ásamt eiganda sínum, Önnu Her-
mannsdóttur, á Höskuldarvöllum
á Vatnsleysuströnd. Hvolpurinn
Jackie hvarf ofan í ómerkta holu,
sem nú hefur komið í ljós að er lík-
lega gömul niðurdælingarhola frá
því að Hitaveita Suðurnesja var
með tilraunaboranir á svæðinu.
Ásgeir Eiríksson, bæjarstóri Voga,
sagði í samtali við mbl.is að verið
væri að rannsaka málið og sagði
það litið alvarlegum augum. Tveir
sveitabæir eiga þetta land, Hösk-
uldarvelli, Stóra og litla Vatnsleysa
og eru þeir báðir innan Vogahrepps.
Anna segist ekki hafa heyrt neitt í
landeigendum en vonast þó til þess
að heyra frá þeim og hægt sé að
fara yfir málið. Svæðið sé flokkað
sem fólksvangur og þingfest sem
slíkur og því nauðsynlegt að gera
ráðstafanir.
FRÉTTIR “Ég er mikill útivistar- og
náttúruunnandi og hef tekið býsn
mynda á ferðum mínum í fallegu um-
hverfi bæjarins og nágrenni hans,”
segir Ásta Steingerður Geirsdóttir
sem flutti til Hafnarfjarðar fyrir
tæpum tveimur árum. Hún heldur nú
sýningu á verkum sínum á Súfistan-
um.
Ásta Steingerður er frá Borgar-
firði eystra. Hún segist lengi hafa haft
áhuga á ljósmyndun. „Ég fór snemma
að taka myndir, eða um 12 ára aldur.
Fyrsta vélin sem ég komst í kynni
við var kassavél með tréspólum sem
móðir mín átti,“ segir Ásta Steingerð-
ur sem er öllu tæknivæddari í dag.
„Þær myndir sem ég sýni núna eru
teknar á Sony 5N.“
Ásta Steingerður er ekki í vafa um
að náttúrufegurðin fyrir austan hafi
mótað sig. „Hún hefur haft áhrif á
næmni mína fyrir fegurðinni sem alls-
staðar leynist.“
Jackie datt ofan í gamla borholu HS veitu
Hafnarfjörður með augum
aðkomumannsins
Kosningabaráttan hafin
FRÉTTIR Alls var 320 kaupsamn-
ingum vegna fasteignaviðskipta
þinglýst í Hafnarfirði á fyrstu fjór-
um mánuðum ársins. Á sama tíma í
fyrra voru samningarnir 260. Veltan
hefur sömuleiðis aukist, fyrstu fjóra
mánuði ársins námu viðskiptin sam-
tals 4,1 milljörðum króna en á sama
tímabili í fyrra var veltan í Hafnarf-
irði samtals 3,6 milljarðar.
Páll B. Guðmundsson hjá Remax
Firði í Hafnarfirði segir markaðinn
vera nokkuð líflegan. „Þær eign-
ir sem seljast hraðast í dag eru
tveggja og þriggja herbergja íbúðir.
Sumarið lofar góðu, fyrirspurnirn-
ar sem berast okkur þessa dagana
benda eindregið til þess og kaup-
endur eru á öllum aldri.“
Góðar eignir seljast hratt
Páll segir að tölurnar sýni að mark-
aðurinn sé að taka við sér. „Það er
hreyfing á öllum gerðum af eignum
og góðar eignir seljast alltaf hratt.
Þó svo að mesta salan sé í minni
eignum þá er góð hreyfing á öllum
eignum ef þær eru á því verði sem
markaðurinn vill greiða fyrir þær.
Fólk hefur greinilega trú á að efna-
hagsástandið sé að lagast.“
Vantar eignir á skrá
„Það eru tæplega 400 eignir á skrá
í Hafnarfirði af íbúðarhúsnæði
þannig að miðað við hvað selst af
eignum í Hafnarfirði á ári er vöntun
af eignum, sérstaklega minni íbúð-
um. Það er ekki verið að byggja mik-
ið í dag þannig að ég tel að það geti
orðið verulegur skortur á eignum
næstu árum ef ekki verður farið í að
byggja íbúðarhúsnæði í Hafnarfirði
af einhverjum krafti fljótlega,“ segir
Páll B. Guðmundson löggiltur fast-
eignasali.
Bæjarstjóri með svuntuna - frá kosn-
ingaskrifstofu VG
Stuð og stemning á kosningaskrifstofu
Bjartrar framtíðar
Skýr skilaboð frá kosningastjóranum
- frá kosningaskrifstofu Sjálfstæðis-
flokksins
Fasteignamarkaðurinn
í Hafnarfirði
Kaupsamning-
um hefur fjölg-
að verulega