Gaflari - 09.05.2014, Qupperneq 7

Gaflari - 09.05.2014, Qupperneq 7
gafl ari.is - 7 GAFLARAR VIKUNNAR „Og það að vera duglegur skilar manni alltaf bestu uppskerunni þegar upp er staðið, enda held ég að ef ég ætt i að velja myndi ég frekar vilja vera dugleg og vitlaus heldur en gáfuð og löt .“ ósammála“ segir Gunna, en lítur um leið á Sjöfn og spyr „er það ekki rétt hjá mér, höfum við einhvern tímann rifist?“ og Sjöfn er sammála, „nei ég man ekki eftir að við höfum rifist, og almennt séð þá rífumst við ekki við fólk. En ég held ég geti sagt að við erum eiginlega betri helmingur hvor annarrar.“ „Svo eru það vinkonurnar, við eigum mjög stóran og sterkan vin- kvennahóp og það hefur myndast góð stemning hjá okkur sem vinnum í verslununum í Firðinum, við bröll- um oft eitthvað saman utan vinnu og mórallinn er góður þrátt fyrir að út á við séum við samkeppnisaðilar“ segir Gunna. Vinnan göfgar manninn – dugnað- ur númer 1, 2 og 3 En hvað þarf til að rekstur gangi í dag? „Fyrst og fremst þarftu að vera dugleg og ósérhlífin. Þetta byggist líka á að eiga það sem kúnnann vantar og hafa ríka þjónustulund, svo er lyk- ilatriði að eiga fyrir því sem þú ert að gera“segir Sjöfn og Gunna bætir við „það er allt of algengt í íslensku við- skiptalífi að fólk hafi ekki efni á því sem það er að gera. Það er t.d. mikill munur á viðskiptaháttum hér og í Sví- þjóð. Í Svíþjóð getur ekki hver sem er stofnað fyrirtæki, þú þarft að sýna fram á ákveðna hæfni og getu, hér hins vegar virðast allir geta stofnað fyrirtæki, án þess að eiga krónu, sem fara svo kannski bara á hausinn og hver borgar það? Jú við neytendur.“ „En auðvitað snýst verslunar- reksturinn fyrst og fremst um að veita persónulega og góða þjónustu. Og það að vera duglegur skilar manni alltaf bestu uppskerunni þegar upp er staðið, enda held ég að ef ég ætti að velja myndi ég frekar vilja vera dugleg og vitlaus heldur en gáfuð og löt,“ seg- ir Gunna að lokum. Og þar með kveð ég þessar kraftmiklu systur og velti um leið þessum lokaorðum fyrir mér – já og greinilegt að vinnan göfgar manninn.

x

Gaflari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gaflari
https://timarit.is/publication/1097

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.