Gaflari - 09.05.2014, Síða 10

Gaflari - 09.05.2014, Síða 10
10 - gafl ari.is Bæjarbíó: Samið við Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar Lasagna með nautahakki Lolý UNDIR GAFLINUM MATUR Þetta er uppskrift sem er alveg ekta, einföld ítölsk uppskrift. Uppskrift sem maður getur aðlag- að eftir sínum smekk svo að allir í fjölskyldunni verði glaðir. Stundum set ég eitthvað auka út í eftir því hvað er til í ísskápnum hverju sinni t.d. sveppi, gulrætur eða pepperoni. Þetta er kjötsósa eða bolognese eins og ég lærði að gera hjá mömmu og pabba. 500 gr nautahakk 1 laukur 2 hvítlauksrif 1 msk tómatpúrra 1 dós niðursoðnir tómatar 2 msk chillitómatsósa eða önnur tómatsósa 1 poki rifinn ostur 1 stór dós kotasæla 2 msk Dijon sinnep salt og pipar 2 tsk garam masala hvítlaukskrydd 1/2 dós af hvítlauksrjómaosti / piparrjómaostur Lúka af ferskri basiliku Saxið laukinn og hvítlaukinn og steikið í olíu á pönnu, kryddið með garam ma- sala og smá hvítlaukskryddi. Þegar laukurinn er orðinn mjúkur bætið þá nautahakkinu út í og steikið vel og kryddið með salti og pipar. Bætið síðan út í tómatpúrru,chillitómatsós- unni og niðursoðnu tómötunum og kryddið eftir smekk. Svo blanda ég yfirleitt svona eins og hálfri dós af hvítlauksrjómaosti út í. Það er voða- lega gott að setja basilikuna út í, í lok- inn og kannski smá yfir ostinn áður en það er sett í ofninn. Takið kotasæluna og setjið í skál og blandið út í hana Dijon sinnepinu. Þá er bara að raða í eldfast mót, byrja á því að setja smá nautahakk í botn- inn, síðan lagsana plötur og kota- sælublönduna. Endurtaka síðan og enda með því að setja fullt af rifnum osti ofan á . Setjið í 200°C heitan ofn í 30 mínútur. Mér finnst alltaf gott að bera fram hvítlauksbrauð og salat með þessu. Verði ykkur að góðu, Lólý – loly.is Skemmtilegir pennar leggja Gafl ara lið. Þeir fj alla um ólík málefni og áhugamál, s.s. heilsu, dýramál, tísku og lífstíl, mat, sögu og Hafnfi rðinga í útlöndum skrifa heim. Á gafl ari.is birtist svo í hverri viku nýr og skemmtilegur pistill eft ir hvern þeirra. MENNING Menningar- og ferða- málanefnd Hafnarfjarðar samþykkti í vikunni að ganga til samninga við Menningar- og listafélag Hafnar- fjarðar um rekstur á Bæjarbíói. Eins og fram hefur komið í útboðsgögnum og fréttum er um eins árs tilrauna- verkefni að ræða, með möguleika á framlengingu til þriggja ára, gangi allt að óskum. Hafnarfjarðarbær styrkir rekstur Bæjarbíós með því að gefa eftir húsaleigu og hita- og raf- magnskostnað. Nefndin mun áfram vinna að gerð samnings við mennta- og menningarmálaráðuneytið sem tryggja mun sýningaþátt Kvikmynda- safns Íslands í bíóinu og mun sá þáttur skýrast á næstunni. Fjögur tilboð bárust um rekstur Bæjarbíós og voru þau frá: Pétri Ó Stephensen og Páli Eyjólfssyni, Menningar- og listafélagi Hafnar- fjarðar, Barnamenningu og Gafl- araleikhúsinu. Í fundargerð þakkar nefndin öllum umsækjendum sýndan áhuga og vísar niðurstöðu nefndar til staðfestingar í bæjarráði. Vonir standa til að með nýjum rekstrarðilum lifni yfir húsinu á ný og þar verði boðið upp á fjölda viðburða sem kæta muni bæjarbúa sem og aðra landsmenn. Menningar- og listafélag Hafnar- fjarðar var stofnað fyrr í vetur og stóð félagið meðal annars fyrir litlu tónlistarhátíðinni Heima sem haldin var síðasta vetrardag. Stjórn félagsins skipa þau: Erla S. Ragnars- dóttir sögukennari í Flensborg, einn eigenda gaflari.is og Dúkkulísa, Ingvar Björn Þorsteinsson mynd- listamaður, Kristinn Sæmundsson athafnaskáld, fyrrum kaupmaður í Hljómalind og tónleikahaldari, Ólaf- ur Páll Gunnarsson útvarpsmaður og tónlistarstjóri á Rás 2 og Tómas Axel Ragnarsson rafvirki og tónlist- armaður.

x

Gaflari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gaflari
https://timarit.is/publication/1097

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.