Gaflari - 09.05.2014, Side 11
gafl ari.is - 11
ÍÞRÓTTIR Auglýsing
93x25 mm
Frétta- og
mannlífsvefurinn
FH landaði silfri
HANDBOLTI Íslandsmeistara-
mótinu í 5. flokki karla, yngra ár, lauk
um helgina. Síðasta mót vetrarins
fór fram á Ísafirði en þangað voru
öll helstu lið landsins mætt. FH og
Haukar mættu með tvö lið hvort félag.
FH1 uppskar silfur á Íslandsmótinu en
þeir töpuðu í úrslitaleik mótsins gegn
Selfossi með tveimur mörkum, 19:21.
FH2, Haukar1 og Haukar2 gerðu góða
ferð vestur. Liðin þrjú lönduðu mörg-
um yfirburðarsigrum í 2. deildinni um
helgina.
Ljóst er að þarna eru á ferðinni
efnilegir drengir og þeir nutu sín svo
sannarlega í góða veðrinu um síðustu
helgi. Vel var að mótinu staðið og
stjanað við drengina í mat og leik og
fóru allir heim vel merktir íþróttafé-
laginu Herði á Ísafirði og með ljúfar
minningar að vestan í farteskinu.
HANDBOLTI Haukar og Eyjamenn
mætt ust í Schenkerhöllinni á
mánudaginn þar sem fyrsti leikur
í úrslitarimmunni fór fram. Þessi
lið enduðu í fyrsta og öðru sæti
í deildinni og því má ætla að tvö
bestu lið landsins keppi nú um
Íslandsmeistaratitilinn.
Fyrsti leikur liðanna fór vel af stað
og mátt i sjá á látbragði leikmanna
sem og áhorfenda að hér væri að
hefj ast veisla. Í veislunni var jafn-
ræði þó svo að Haukar væru örlítið
sterkari og leiddu nánast allan
fyrri hálfl eikinn. Haukar náðu svo
þriggja marka forskoti þegar um
fi mm mínútur voru eft ir en Eyja-
menn gefast sjaldan upp og náðu
að jafna leikinn þegar 10 sekúndur
voru eft ir af fyrri hálfl eik, 15-15.
Seinni hálfl eikur var jafn spennandi
og skemmtilegur og fyrri hálfl eikur.
Liðin skiptust á að skora og
hvorugt liðið náði algjörri yfi rhönd.
Þegar um tvær mínútur voru
eft ir þá var staðan 27-28 fyrir ÍBV
en sem fyrr voru það Giedrius
Morkunas í markinu hjá Haukum
og Sigurbergur Sveinsson sem
átt u eft ir að klára leikinn fyrir
Hauka. Morkunas varði tvívegis á
þessum tveggja mínútna kafl a og
svo kláraði Sigurbergur Sveinsson
leikinn með marki þegar ein mínúta
og átt a sekúndur voru til leiksloka.
Vestmanneyingar reyndu hvað
þeir gátu til að jafna en lokaskot
þeirra fór framhjá og Haukar stóðu
upp sem sigurvegarar í þessum
háspennu leik.
Þegar þett a er skrifað er öðrum
leik liðanna ekki lokið, en þriðji leik-
urinn fer fram á Ásvöllum á morgun
kl. – óhætt er að lofa dramatík og
fl ott um handbolta.
Háspennuleikir
Pepsí-deildin hófst með miklum
látum um síðustu helgi og er ljóst
að framundan er hörku knappspyrn-
usumar. Spekúlantar hafa ýmist
spáð FH-ingum stóra titlinum eða
silfurpeningnum og Haukar eru með
leikreynt lið í 1. deildinni. Gaflarinn
bað Loga Ólafsson, þjálfarakempu
til margra ára, að spá í hið hafnfirska
fótboltasumar 2014.
Hvernig heldur þú að FH vegni í sum-
ar? Það bendir allt til þess að þeim eigi
eftir að vegna vel. Ég hef séð þá núna,
bæði í Lengjubikarnum og í fyrsta leik
Íslandsmótsins gegn Blikum og þar sá
maður góð tilþrif og gamla takta. Ég
trúi því og veit að þeir muni berjast á
toppnum og enda sem meistarar. FH
er með mjög samhæft lið í vörn og
sókn og hafa á að skipa liði sem er búið
að vera meira og minna saman í mörg
mörg ár með góðum breytingum. Veik-
leikarnir hjá FH eru sem betur ekki
margir. Ákveðnar breytingar sem hafa
átt sér stað skapa þó e.t.v. einhverja
óvissu. Sam Tillen fótbrotnaði alveg
undir lok undirbúningstímabilsins og
ekki hefur gefist tími til að finna annan
mann í staðinn. Það reynir því mikið á
Guðjón og gítarleikarann Jón Ragnar.
Þarna hafa svona mestu breytingarnar
verið, í raun eru þarna þrír sem detta
út úr fjögurra manna vörn liðsins. En
Pétur Viðars er kominn aftur, Kassim
frá Malí lofar góðu þannig að þetta á
allt að ganga upp. Í sókninni er Hólmar
Örn búinn að vera gríðarlega sterkur
og þegar Kristján Gauti finnur net-
möskvana og opnar markareikning
sinn þá opnast flóðgáttir.
Og þá að Haukum – hvernig held-
ur þú að gengi þeirra verði? Ég hef
aðeins verið að fylgjast með Haukun-
um og þar gæti vel dregið til tíðinda
í sumar. Þeir búa yfir mikilli reynslu,
stór hluti leikmannahópsins er með
reynslu í efstu deild og ef þeir halda
vel á spilunum þá gætu þeir alveg
náð að komast upp úr 1. deildinni í lok
sumars.
Einhver orð um ÍH? Ég þekki það lið
afar lítið, en ég ber mikið traust til
þjálfarans, Fannars Freys Guðmunds-
sonar. Ef eitthvað stórkostlegt gerist
hjá ÍH í sumar þá er það alfarið þjálf-
aranum að þakka.
Eiga einhverjir hafnfirskir
knattspyrnumenn eftir að koma á
óvart eða einhverjir sem við ætt-
um að fylgjast sérstaklega vel með
í sumar? Já, menn eiga að fylgjast
vel með Kristjáni Gauta Emilssyni.
Ef hann heldur líkama sínum heilum
og heldur áfram að ógna markinu
þá verður þetta stórkostlegt sumar
hjá þessum unga knattspyrnumanni.
Mér líst líka vel á Böðvar Böðvars-
son, hann er efnilegur og vel spilandi
leikmaður, sem FH getur bundið
miklar vonir við. Hinum 43 ára gamla
varamarkmanni, Kristjáni Finnboga-
syni, þarf líka að fylgjast vel með. Ég
bið FH-inga vinsamlegast að fara að
undirbúa 50 ára afmælið sem er inn-
an skamms.
Munum við sjá Loga Ólafsson stýra
liði í Hafnarfirðinum aftur? Nei. Ég
verð á Stöð tvö í sumar að lýsa leikj-
um og í sveitinni á hestbaki. Það á vel
við mig.
Spáir titlinum í Fjörðinn ÚRSLITAKEPPNIN Í HANDBOLTA
Ljósmynd: Brynja Traustadóttir
Ljósmynd: Eyjólfur Garðarsson