Gaflari - 09.05.2014, Síða 12

Gaflari - 09.05.2014, Síða 12
12 - gafl ari.is Brynjar Dagur Albertsson Dansari Brynjar Dagur Albertsson er nemandi í 10. bekk í Hvaleyrarskóla. Á dögun- um gerði hann sér lítið fyrir og sigraði hæfi leikakeppnina Ísland got talent með popping dansatriði. Brynjar Dag- ur komst í úrslit keppninnar ásamt sex öðrum atriðum. Atriði Brynjars Dags heillaði áhorfendur enda frábær dansari hér á ferðinni. Glæsilegur ár- angur sem hann getur verið stoltur af. „Brynjar Dagur er ótrúlega hæfi leika- ríkur popping dansari og hefur náð miklum framförum á skömmum tíma. Hann stundar dansinn af ástríðu og er stöð- ugt að æfa sig. Hann er jarðbundinn og það er ekki til hroki og yfi rlæti í honum. Hann vill öllum vel og vill allt fyrir aðra gera. Hann er með mikið jafnaðargeð og skiptir sjaldan skapi. Hann er bara ofsalega góður strákur sem er opinn, jákvæður og góð fyrirmynd.“ Albert og Guðrún, foreldrar Brynjars Dags „Það býr gríðarlega mikið í Brynjari Degi. Þegar hann setur sér markmið þá gefur hann allt í það og hætt ir ekki fyrr en því er náð. Hann er virkilega góð- ur strákur, hógvær og rólegur og kemur vel fram við alla. Sannarlega góð fyrir- mynd yngri barna sem líta upp til hans. Ég veit að Brynjar Dagur getur allt sem hann ætlar sér. Hann er svo sannarlega vel að þessum sigri kominn og ég hlakka til að sjá meira til hans í framtíðinni.“ Ásdís Steingrímsdótt ir, kennari Brynjars Dags – í miðbæ Hafnarfjarðar Vertu litrík í sumar Sjón er sögu ríkari STÆRÐ: 36-41. LÍKA TIL Í BRÚNU. 5.599 kr. 6.995 kr. STÆRÐ: 36-41. LÍKA TIL Í SVÖRTU. 5.599 kr. 6.995 kr. SUMARSANDALAR Á VORDÖGUM Í FIRÐI Á 20% AFSLÆTTI ÚTSKRIFTARGJÖFINA FÆRÐU HJÁ OKKUR Fjörður verslunarmiðstöð - Fjarðargötu 13-15, 220 Hafnarfirði Verð: 680 kr. Verð áður: 1.050 kr. Birgir Örn Einarsson, hönnuður „Þegar klukkan er 17.30 á föstudaginn stend ég frammi fyrir fullpakkaðri helgi með fjölskyldu og vinum. Ég byrja samt á góðum bolla á Súffanum og fer svo heim í undir- búning fyrir pítsuveislu með vinum. Á laugardaginn verður garðurinn tekinn í gegn og svo á ég von á að fíflast með dætrum mínum áður en júróvisjón- grillið hefst. Á sunnudaginn geri ég ráð fyrir rólegheitum enda verð ég örugglega í sjokki eftir sigur okkar manna kvöldið áður. Annars er ráp í kaffi og kökur nokkuð beisik á sunnu- dögum.“ Ásta Ástmundsdóttir, lífeindafræðingur „Þá er kominn föstu- dagur og nú er bara að vona að helgin verði þurr svo hægt sé að klára vorverkin í garðinum. Þegar garðurinn er stór er nóg eftir, þó fullt sé búið. Þá þarf að viðra hund- inn og gott er að ganga út í Lóna- kot og virða fyrir sér fuglalífið og náttúruna. Það verður ábyggilega grillað eitthvað gott á laugardags- kvöldið og e.t.v. opnuð ein rauðvín. Svo er alltaf komið sunnudagskvöld áður en ég veit af og ég ekki búin að gera helminginn af því sem ég ætl- aði.“ STENDUR UPP ÚR HELGIN MÍN

x

Gaflari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gaflari
https://timarit.is/publication/1097

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.