Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.07.2014, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 10.07.2014, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 10. júlí 2014 Næsta blað kemur út fimmtudaginn 14. ágúst vettvangur fyrir skoðanaskipti bæjarbúa Hagkvæmni í málefnum þeirra elstu Ég verð að játa að mér varð ekki um sel þegar ég las Fjarðar­ póstsinn þ.19 júní sl. um tillögur nýs meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Tillög­ urnar reyndust vera í formi yfirsagna og segja því ekki allt um innihald en hljóta eftir sem áður að slá tóninn eða gefa fyrirheit um hvað er undirliggjandi. Þar stóð efst á blaði: „Hjúkrunarheimili í Hafnarfirði­ hag­ kvæmni úttekt“. Þrátt fyrir vilja til að fanga hug myndir oddvita Bjartrar fram tíðar, fyrir ný afstaðnar kosn ingar, um viðleitni til að af létta áratuga vanrækslu við mála flokk íslendinga sem komnir eru á efri ár þá tókst mér það ekki. Það hefur hinsvegar ekki farið framhjá mér hver vilji Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði er í þeim efnum og hljómar í mínum eyrum líkt og þær raddir sem komu úr svipaðri átt og hæst létu gegn mannréttindabaráttu fatlaðs fólks fyrir hartnær hálfri öld. Þær raddir lutu sem betur fer í lægra haldi fyrir öflugri baráttu hagsmunasamtaka fatlaðs fólks og annara er stóðu því næst. Þeim kjarna í Sjálfstæðis­ flokknum sem ennþá trúir því að það séu aðeins tvær áttir í Hafn­ arfirði og hjarta bæjarbúa slái helst á gömlu sjúkra­, elli og fæðingarheimili við miðbik bæjarins myndi ég ráðleggja að endurskoða heims mynd sína. Við þann kjarna vildi ég líka segja þetta: Það er út breidd skoðun meðal upplýsts fagfólks að það sé næsta ómögulegt að uppræta gamlar staðlaðar stofn­ ana aðferðir í þjón ustu við fólk án þess að færa þjónustuna í nýtt umhverfi. Um hverfi sem tekur mið af nýrri nálgun og starfsaðferðum, þetta er ekki einu sinni nýr sannleikur. Ég vil samt ekki ætla ykkur að vilja koma í veg fyrir bygg ingu nýs hjúkrunar heimilis við Skarðshlíð sem frá fyrstu hug mynd, arki­ tektúr og nýrri mann­ úðlegri hugmyndafræði í þjón ustu varðar leið inn í betri framtíð fyrir fólk á efri árum. Ég veit hinsvegar ekki ennþá hvað ég á að ætla kjarnanum í Bjartri framtíð. Ummál fjölskyldu á það til eðli málsins samkvæmt að stækka með tímanum. Litla upp­ haflega fjölskyldan okkar sér til þess að ástvinum okkar fjölgar og færir okkur ítrekað nær þeim skilningi í hverju hin dýrmætustu lífsgæði eru fólgin. Þau lífsgæði krefjast rými, jafnvel fremur en annað sem við flokkum undir það hugtak. Þegar húmar að í lífi okkar og heilsa bregst er ekkert mikilvægara en að búa við aðstæður og rými sem tryggir samveru ástvina. Þið tvær konur sem leiðið stjórn málin í Hafnarfirði í dag veljið sjónarhorn hagkvæmni þeg ar þið lítið til þeirrar kynslóðar sem ól ykkur. Ef þið eruð að gæla við þá dramatík að feta í spor hinnar margumtöluðu hag­ sýnu húsmóður þá blessaðar látið nægja að sýna þá tilburði heima hjá ykkur. Við konur af minni kynslóð sem gætum verið mæður ykkar höfum þegar lagt okkar að mörkum í þeim efnum og kominn tími til að njóta afrakstursins. Höfundur er þroskaþjálfi. Helga Birna Gunnarsdóttir Um ópólitíska bæjarstjóra Í framhaldi af grein minni í Fjarðarpóstinum 3. júlí sl. um ópólitíska bæjarstjóra skal tekið fram, að auk þeirra tveggja ópólitísku bæjarstjóra, sem nefndir eru í þeirri grein var Eiríkur Pálsson ópólitískur bæjarstjóri Hafnfirðinga 1945­1948 í stjórnartíð Al ­ þýðu flokksins, sem þá og frá 1926 var með hreinan meiri­ hluta í bæjarstjórn Hafn ar­ fjarðar. Eiríkur Pálsson var dugmikill og farsæll bæjarstjóri. Meðal góðra verka hans í starfi bæjar­ stjóra var að taka þátt í undir­ búningi að byggingu Sólvangs, en Eiríkur var forstjóri Sólvangs 1967 til ársloka 1981. Árni Gunnlaugsson fv. bæjarfulltrúi Gerir hreint fyrir sínum dyrum Nýtur góðrar þjónustu Furu við að taka til á iðnaðarlóð Víða í iðnaðarhverfum bæjar­ ins er skelfilegt rusl. Stundum er ljóst hver eigandi þess er en það er ekki alltaf. Iðnaðarhúsnæði, jafnvel með marga leigjendur, deila oft lóð með öðrum eignum og þá er oft erfitt að vita hver á draslið á lóðinni. Eigendur bera ábyrgð á lóðum sínum og þeim bíður oft erfitt verk að halda þeim hreinum. Einar Pálsson er einn eigenda á húsnæði við Óseyrarbraut þar sem leigjendur hafa skilið eftir ógrynni af drasli, bílflökum og fl. Hann hefur í góðu samstarfi við Furu losað fleiri vörubíls­ farma af drasli og ekki er allt búið enn. Hann segist ekki vilja þurfa að bíða eftir hreinsunarátaki Hafn ar fjarðarbæjar og hvetur aðra til að taka til hendinni líka. Hafnar fjörður á að geta státað sig af því að vera snyrtilegur bær! Einar Pálsson við ruslahaug sem var á leið í Furu. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Þetta ryðgaða drasl var ekki sett þarna í gær! Utan girðingar við gamla Suðurgarðinn. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Í útilegu í Hafnarfirði Útilífsskóli Skátafélagsins Árbúa í Reykjavík í útilegu á Víðistaðatúni Fyrri hluta síðustu aldar hefði það þótt eðlilegt að halda í skáta­ útlegu úr Reykjavík til Hafnarf­ jarðar. A.m.k. var ekki óalgengt að skátar úr Reykjavík færu í útilegu í Kaldársel. Krökkum í útilífsskóla Skáta­ félagsins Árbúa fannst það spennandi ferð að fara í tjald­ útilegu í Hafnarfjörð. Undu þau sér vel í blíðviðrinu í Hafnarfirði, fóru m.a. í leiki, grilluðu pylsur og skelltu sér í Suðurbæjarlaug­ ina. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n „Ef þið eruð að gæla við þá dramatík að feta í spor hinnar margumtöluðu hag sýnu húsmóður þá blessaðar látið nægja að sýna þá tilburði heima hjá ykkur. Við konur af minni kynslóð sem gætum verið mæður ykkar höfum þegar lagt okkar að mörkum í þeim efnum og kominn tími til að njóta afrakstursins.“

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.