Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.07.2014, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 10.07.2014, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 10. júlí 2014 Tælenskur veitingastaður Hádegistilboð virka daga kl. 11.30-14 Þrír réttir úr borði fyrir einn kr. 1.390,- Súpa og ka fylgir. Kvöldtilboð alla daga kl. 17.15-20 Þrír réttir úr borði fyrir einn kr. 1.490,- Fjölbreyttur matseðill alla daga grænmetisréttir og matseðill fyrir börn Taktu með heim eða borðaðu á staðnum Ban Kúnn Thai Restaurant © H ön nu na rh ús ið e hf . 1 40 6 Tjarnarvöllum 15 sími 565 5665 Opið: Mánudag- föstudags kl. 11-21. Sunnudaga kl. 16-21. Laugardaga kl. 11-03 (eldhús lokar kl. 21) karaoke og bar stemmning til kl. 03. Gömul friðuð hús skoðuð í göngu um miðbæinn Í kvöld kl. 20 leiðir Sigríður Björk Jónsdóttir byggingar list­ fræðingur og fv. bæjarfulltrúi göngu um miðbæ Hafnarfjarðar þar sem friðuð hús verða skoðuð. Í Hafnarfirði eru fjölmörg gömul og friðuð hús sem mynda nokkuð heildstæðan byggða­ kjarna þar sem sagan er hluti mannlífsins. Gefinn verður sérstakur gaum­ ur að því hvernig byggingarstílar frá ólíkum tímum birtast í bygg­ ingunum, skreyti þeirra, efnis­ notkun og hlutföllum. Gengið verður um miðbæinn með áherslu á hús og mannvirki við Strandgötu og Austurgötu. Gangan hefst í Hafnarborg. Sigríður Björk Jónsdóttir er sagnfræðingur með meistara­ gráðu í hönnunar­ og byggingar­ listasögu. Hún hefur rannsakað og skrifað um byggingarlist og kenndi auk þess um skeið bygg­ ingarlistasögu. Sigríður er fyrr­ verandi bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og formaður skipulags­ og bygg­ ingarráðs, og hefur verið varafulltrúi í Húsafriðunarnefnd frá 2013. Sigríður starfar sem framkvæmdastjóri Vistbyggðar­ ráðs. Í sumar er boðið upp á kvöld­ göngur með leiðsögn um svæðið umhverfis miðbæ Hafnarfjarðar alla fimmtudaga kl. 20. Hver ganga tekur um klukkustund, þátttaka er ókeypis og allir vel­ komnir. Göngurnar eru sam­ starfs verkefni skrifstofu menn­ ingarmála í Hafnarfirði, Byggða­ safnsins og Hafnarborgar og njóta stuðnings frá Hafnar fjarð­ ar höfn. Hátt í 200 hús eru friðuð í Hafnarfirði, langflest vegna aldurs húsanna. Örfá hús eru hins vegar friðlýst, Fríkirkjan, Hafnar­ fjarðar kirkja, tvö hús Fjörukráarinnar og nú í ár Bæjarbíó. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Viðbótarhæð ekki leyfð Umsækjandi vísaði í fordæmi Byggingarfyrirtækið Ástak ehf. sem byggir fjögurra hæða fjölbýlishús að Klukkuvöllum eitt hefur óskað eftir því að fá að byggja eina hæð ofan á húsið og fjölga íbúðum úr 12 í 15. Skipulags­ og byggingarráð tók neikvætt í fyrirspurnina þar sem hún samræmist ekki deili­ skipulagi né uppbyggingu svæð­ is ins. Í bréfi umsækjandi er vísað til skorts á smærri íbúðum, einkum í Vallarhverfinu en óskað er einnig eftir lóðarstækkun vegna fjölgunar bílastæða. Vísar um ­ sækjandi til þess að á síðustu árum hafi víða verið leyfð fjölg­ un íbúða, m.a. með fjölgun hæða, s.s. við Kirkjuvelli og víða. Margir hafa gagnrýnt eftir­ látssemi bæjaryfirvalda sem í fjölmörgum tilfellum hafa leyft breytingar á samþykktu deili­ skipulagi og fjölgun íbúða í nýbyggingarhverfum. Slíkar breytingar hafa áhrif á hverfin, bílaumferð eykst, bílastæði taka meiri pláss og áhrifin geta haft áhrif á áform um skólabyggingar og fl. Þrátt fyrir að víða hafi verið leyfð viðbótarhæð á fjölbýlishúsum á Völlum tók skipu lags­ og byggingarráð nei­ kvætt í þessa ósk. Fjölbýlishús í byggingu við Klukkuvelli. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Miðbærinn lifnar við í sólinni Tilraunaverkefni sýnir þörf á betra almenningsrými Nýtt almenningsrými sem Menningar­ og listafélag Hafnarfjarðarbæjar hefur gert með Vinnuskóla Hafnarfjarðar við Strandgötu. Það viðraði ekki vel fyrir „Lifandi laugardag“ í miðbænum á laugardag þegar ný sk. almenn­ ingsrými voru vígð. Á mánu­ daginn hins vegar var rjómablíða og fjölmennt var í miðbænum og enginn asi á fólki. „Blómastofan“ við gamla verslunarhús Einars Þorgilssonar á horni Strandgötu og Lækjargötu var greinilega vinsæl á meðal gesta í miðbæn­ um. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.