Akureyri


Akureyri - 02.10.2014, Blaðsíða 2

Akureyri - 02.10.2014, Blaðsíða 2
2 36. tölublað 4. árgangur 2. október 2014 Vertu viðbúinn vetrinum Mest seldu snjókeðjur á Íslandi Léttar • Sterkar • Traustar Ísnet Húsavík • s. 5 200 555 Ísnet Akureyri • s. 5 200 550 Ísnet Sauðárkrókur • s. 5 200 560 Kristbjörg Ólafsfjörður • s. 5 200 565 Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is www.isfell.is Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Skil ekki þessi hörðu viðbrögð „Bæjarstjórn Akureyrar ber að gæta hagsmuna síns samfélags umfram allt og eðlilegt að brugðist sé við þegar störf og þá ekki síst mikilvæg opinber störf eru flutt úr sveitarfé- laginu. Sveitarstjórnarmenn annarra sveitarfélaga hefðu og hafa gert hið sama. Ég skil ekki þessi hörðu við- brögð og tel þau hafa verið sett fram í fljótfærni,“ segir Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, spurður út í viðbrögð vegna harð- orðra yfirlýsinga Húsvíkinga í kjöl- far þess að Akureyrarbær lýsti þeirri skoðun sinni í bréfi til Innanríkis- ráðuneytisins að embætti sameinaðs sýslumanns á Norðurlandi ætti að vera á Akureyri en ekki á Húsavík. Bæjarstjórinn á Húsavík hef- ur sagt að afstaða Akureyringa sé ótaktísk og að meginmálið sé að Norðlendingar sameinist um að verja opinber störf í héraðinu. For- seti bæjarstjórnar Norðurþings hef- ur talað um afstöðu Akureyringa sem „svartan blett“ á norðlensku sveitarstjórnarstarfi og að afstaða Akureyringa sé „galin“. Blaðið spurði Eirík Björn hvort Akureyrarbær hefði hugsað um of um eigin hag á kostnað nærliggj- andi byggðakjarna og nálægra sveitarfélaga. „Ég vil vekja athygli á því að Bæj- arstjórn Akureyrar stóð formlega með Húsvíkingum og Þingeying- um þegar harkalega var gengið í niðurskurði á heilbrigðisþjónustu í Þingeyjarsýslum árið 2010. Það sama höfum við gert varðandi sam- göngumál og jarðgöng á Austur- landi. Okkur er mjög umhugað um samfélögin í kringum okkur. Það virðist stundum gleymast.“ -BÞ Formaður verkalýðsfélags segir Slippmálið vera fordæmalaust „Það er vont að lenda í því að starfs- menn hætti fyrirvaralaust yfir há- sumarið þegar erfiðast er að manna. Við buðum þessum starfsmanni að vinna hjá okkur í 3-4 vikur eftir að hann sagðist vilja hætta og þar með hefði málinu lokið af okkar hálfu. Svo þegar hann þáði það ekki var ákveðið að fara fram á bætur vegna tapaðrar framlegðar,“ segir Anton Benjamínsson, forstjóri Slippsins á Akureyri. Eins og frá er greint á forsíðu blaðsins í dag var suðumanni sem hætti störfum hjá Slippnum vegna tækifæris að fara túr á sjó gert með bréfi að greiða tæpar tvær millj- ónir króna í skaðabætur, þar sem hann vann ekki uppsagnarfrest. Deilendum ber samkvæmt heim- ildum blaðsins ekki saman um að hve miklu leyti maðurinn sagðist tilbúinn að koma á móts við Slipp- inn, en ósk hans var að sumarfríi yrði flýtt. Spurður um réttmæti upphaflegrar fjárkröfu Slippsins segir Anton Benjamínsson: „Það var aldrei meiningin að rukka þetta allt saman en við gerðum honum ljóst að svona væri ekki hægt að koma fram. Þetta snýst um bæði skyldur og réttindi. Niðurstaðan varð svo að starfsmaðurinn greiddi um sjötta hluta af því sem var stillt upp í upphafi.“ Heimildum ber ekki saman um að skaðabótafjárhæðin sem maður- inn greiddi Slippnum hafi verið 1/6 af upprunalegri kröfu. Er haldið fram að heildartjón starfsmannsins vegna sáttar sem gerð, en einn sam- starfsmaður mannsins telur þving- aða sátt, hafi kostað starfsmanninn 600.000-700.000 krónur þegar allt er talið. „Það má deila um hvað er sann- gjarnt,“ segir Anton Benjamínsson. Í öðru tilviki þar sem starfs- maður Slippsins hætti án þess að vinna uppsagnarfrest, segir Ant- on að ljúka mætti því máli með að starfsmaðurinn inni af hendi 10.000 króna sektargreiðslu, tákn- rænni málamyndagreiðslu . Hann ber við að sá starfsmaður hafi haft úr minni fjármunum að spila en hinn. Það sé ein helsta ástæða þess að brugðist sé mismunandi við málunum. Akureyri Vikublað hefur heimildir um að í upphafi hafi þeim starfsmanni sem virðist nú laus við eftirmála þar sem hann sinnti lítt kröfum Slippsins verið gerð mun hærri krafa í upphafi. „Þetta er hundleiðinlegt en starfsmenn verða að virða skyldur sínar. Ef við vinnuveitendur ætluð- um að hegða okkur eins og þessir starfsmenn, yrðum við tjargaðir og fiðraðir upp fyrir haus af verka- lýðshreyfingunni. Þetta eru kaup kaups,“ segir forstjóri Slippsins. ERFITT MÁL Jóhann Sigurðsson, formaður Fé- lags málmiðnaðarmanna á Akur- eyri, þekkir málið vel. „Þetta var erfitt mál, því það er nú einu sinni þannig að við erum að berjast fyrir kaupum og kjörum félagsmanna og viljum ekki að brotið sé á þeim. En við getum ekki heldur stutt að brot- ið sé á fyrirtækjum,“ segir Jóhann. Spurður um lyktirnar, að mað- urinn hafi fyrst verið krafinn um milljóna bætur og hafi í öllu falli tapað nokkrum hundruðum þús- unda segist Jóhann telja að málið hafi verið leyst eins vel og hægt var miðað við þær aðstæður sem höfðu skapast í upphafi. „Í upphafi deilunnar var klárt að sanngirni var ekki gætt, en ég tel útkomuna hafa orðið eins góða og hægt var.“ „Ég þekki engin fordæmi síðan ég tók við þessu starfi“ segir Jó- hann og vísar til beitingu hjúalag- anna. Hann tekur fram að málinu hafi lokið með afskiptum lögmanna deilenda en ekki farið fyrir dóm- stóla. Upphafleg krafa Slippsins hafi ekki gert ráð fyrir að skaði deildist jafnt milli aðila. Í 5. grein hjúalaga frá 1928 segir m.a.: „Ef hjú, án þess að sjúkleiki eða önnur lögleg forföll tálmi, eða fyrir hendi séu ástæður, er heimili því að rifta vistarráðunum, kemur ekki í vistina á ákveðnum tíma, svo að því er synjað viðtöku eða kem- ur alls ekki, skal það greiða hús- bónda bætur, sem svarar til helm- ings áskilins kaups fyrir umsaminn vistartíma.“ Blaðið hefur heimildir um að starfsmaðurinn hafi orðið fyrir áfalli vegna málsins og sé ósáttur við málalok en hann vill ekki tjá sig um málið af ótta við frekari fjár- skaða. -BÞ Sektin í engu sam- ræmi við brotið „Ég er ósáttur við afgreiðslu málsins. Í fyrsta lagi nota þeir svokölluð hjúalög um brottföll hjúa úr vinnu, þetta eru lög sem að stofni til eru frá 18. öld en meginbreytingin á þeim var gerð árið 1928. Þó að lögin séu í gildi hef ég nán- ast ekki fundið nein dómafordæmi um beitingu þeirra, þau hafa harla lítið ver- ið notuð í seinni tíð,“ segir Þórarinn Hjart- arson, trúnaðar- maður starfsmanns- ins sem gert var að greiða háar bætur til vinnuveitanda síns, Slippsins. „Í öðru lagi varðar þessi laga- bókstafur brotthlaup úr vinnu. Ég tel ekki að þetta geti kallast brotthlaup úr vinnu vegna þess að starfsmaðurinn bauðst til að vinna uppsagnafrestinn eft- ir þennan túr á sjónum. Ég veit ekki betur en það hafi alltaf leg- ið fyrir. Brotið, frekar en að vera brotthlaup, var þess vegna frem- ur einhliða fær- sla á sumarfríi eða fyrirvaralaus taka sumrarfrís. Ég segi þó ekki að þarna hafi ekki verið framið brot, því þessi mál eiga að vera samkomulags- atriði milli aðila en ég tel sektina úr öllu samræmi við brotið,“ segir Þórarinn Hjartarson, trún- aðarmaður í Slippnum. -BÞ Forstjóri Slippsins segir að deila megi um hvað þyki sanngjarnt en starfsmenn verði að virða skyldur sínar. Völundur Ummæli Húsvíkinganna fallið í fljótfærni að mati bæjarstjórans á Akureyri. Völundur Anton Benjamínsson forstjóri Slipps- ins: Bréf sent þar sem farið var fram á 2 milljónir króna í skaðabætur. „Aldrei meiningin að rukka þetta allt saman.“ Þórarinn Hjartarson trúnaðarmaður: Sekt í engu samræmi við brot.

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.