Akureyri


Akureyri - 02.10.2014, Blaðsíða 8

Akureyri - 02.10.2014, Blaðsíða 8
8 36. tölublað 4. árgangur 2. október 2014 VILTU SEGJA SKOÐUN ÞÍNA? Akureyri vikublað óskar eftir að komast í samband við bæjabúa sem sjaldan eða aldrei hafa veitt viðtöl en væru til í að segja skoðun sína í blaðinu eða veita stutt viðtöl. Vinsamlegast sendið okkur tölvu- póst á bjorn@akureyrivikublad.is eða hringið í síma 862 0856. LOF OG LAST VIKUNNAR LAST fá þeir sem heimila að bílstjóri flutningabíls aki niður göngu/hjólastíg og bakki yfir skólalóð 5 mínútum áður en hringt er inn. Svo segir móðir á Akureyri og á þar við Brekkuskóla. Svo hafi bíllinn ekið sömu leið til baka um leið og bjallan hringdi. „Finnst fólki þetta ásættanlegt? Ég hef enga þolinmæði gagnvart svona- löguðu,“ segir konan... LOF fær Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri fyrir að orða hlutina hreint út, skrifar karl á Brekkunni í bréfi til blaðsins. Hann segir Eirík hafa vaxið með árunum og sé ekki lengur „fastur í faðmi diplómatíunnar“ öllum stundum heldur „taki nú slaginn við þá sem þarf að taka slag við, þar má benda á Landsnet,“ skrifar karlinn... LOF fær starfsfólk Dalakofans í Reykja- dal, en þar er alltaf gott að koma, segir Þingeyingur sem heldur fram að Dalakof- inn sé orðin ein mesta menningarsmiðja héraðsins. Hann segir „með ólíkindum“ hvað gott skap og frumkvæði einstaklinga geti oft breytt miklu fyrir heilu byggðirn- ar... Feitt LAST vikunnar fær Mjólkur- samsalan fyrir „glæp gegn neytendum“ skrifar karl úr Skagafirði í bréfi til blaðsins. Hann segist ekki þurfa að taka fram að hann verði að fá að lýsa þessari skoðun sinni nafnlaust, „af því að tengsl KS og MS séu slík og eiginlega alræði KS með þeim hætti hér í Skagafirði að mér yrði ekki vært hér áfram ef þessi ummæli væru höfð eftir mér og þess vegna sendi ég nafnleysis uppáhaldsdálkinum mínum þetta bréf,“ skrifar Skagfirðingurinn. Hann getur þess þó einnig að tvær hliðar séu á öllum málum. Þakkar KS að hluta mikla at- vinnusköpun í héraðinu sem hafi hækkað fasteignaverð. „En menn eru ekki frjálsir að sinni skoðun hér,“ bætir karlinn við... LOF fær Ríkisútvarpið fyrir skemtilegan og áhugaverðan sjónvarpsþátt, Hraunið, sem sýndur er nú á sunnudagskvöldum. Svo mælir kona af Eyrinni sem hringdi í blaðið. „LAST fær Rúv hins vegar fyrir breytingarnar á útvarpsdagskránni, þær eru mér ekki að skapi,“ segir sama kona... AKUREYRI VIKUBLAÐ 36. TÖLUBLAÐ, 4. ÁRGANGUR 2014 ÚTGEFANDI Fótspor ehf. ÁBYRGÐARMAÐUR Ámundi Ámundason 824 2466, amundi @ fotspor.is. FRAMKVÆMDASTJÓRI Ámundi Steinar Ámundason, as @ fotspor.is. AUGLÝSINGASTJÓRI Ámundi Steinar Ámundason, as @ fotspor.is. 578-1193. RITSTJÓRI Björn Þorláksson, bjorn @ akureyrivikublad.is, 862 0856 MYNDIR Björn Þorláksson, Völundur Jónsson og fleiri. UMBROT Völundur Jónsson PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja - Svansmerkt prentun. DREIFING 14.500 EINTÖK ÓKEYPIS – UM ALLT NORÐURLAND 13% heimsóttu Norðurland Ýmsar áhugaverðar niðurstöður er að finna í könnun með- al erlendra ferðamanna sem unnin hefur verið fyrir Ferða- málastofu. Niðurstöður úr svörum gesta sem heimsóttu landið síðastliðinn vetur liggja fyrir og í árslok verða birtar niðurstöður úr svörum sumargesta 2014. Um var að ræða netkönnun þar sem netföngum var safn- að með skipulögðum hætti á komu- og brottfararsvæði flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar á tímabilinu október 2013 til maí 2014. Úrtakið var 4.500 manns og var svarhlutfallið 55,8%. Íslandsferðin stóðst væntingar 95,4% svarenda og tæp 84% töldu líklegt að þau myndu ferðast aftur til Íslands. LISTSKÖPUN LAÐAR AÐ Almennur áhugi á landi og þjóð var það sem flestir nefndu þegar spurt var hvaðan hugmyndin að Íslandsferð hefði kviknað, eða um 48%. Þar á eftir koma upplýsingar frá vinum og ættingjum og Internetið. Áhugavert er að sjá vaxandi hlut tveggja síðarnefndu þáttanna m.v. síðustu kannanir. Internetið og vinir og ættingjar auka einnig hlut sinn sem helsta uppspretta upplýsinga áður en ferð var far- in, sem gæti bent til vaxandi áhrifa samfélagsmiðla á ferða- hegðun fólks og mikilvægi þess að viðhalda góðu orðspori áfangastaðarins. Þá eru listsköpun og menningaráhrif að trekkja mikla fjármuni inn í landið því þegar gefinn var svarmöguleiki hvort áhrifaþátt Íslandsferðar mætti rekja til menningarafurðar s.s. kvikmynda, sjónvarpsþátta eða tónlistarmyndbanda með íslensku landslagi nefndi tæplega tíundi hver gestur þann valmöguleika. DVELJA MEST SEM NÆST „GULLNA HLIÐINU“ Þegar gögn frá Ferðamálastofu eru skoðuð mætti orða það þannig að „Gullna hliðið“, Keflavíkurflugvöllur, reynist þeim hagsmunaaðilum sem næst flugvellinum búa mikil búbót, á kostnað tækifæra t.d. á Norðurlandi. Dvöl vetr- argesta var að miklu leyti bundin við höfuðborgarsvæðið síðastliðinn vetur. Um 94,4% svarenda gistu í Reykjavík og nágrenni og var meðaldvalarlengdin 4,3 nætur. Þegar spurt er hvaða svæði voru heimsótt kemur í ljós að aðeins 13,3% erlendra ferðamanna heimsóttu Norðurland þrátt fyrir átak um vetrarferðamennsku í fjórðungnum. Heldur færri gista á Norðurlandi eða 11% erlendra ferðamanna. - BÞ Kirkjan hætti leit að blórabögglum Ekki dettur mér í hug að gera lítið úr gagnsemi þjóð-kirkjunnar. Veldur þó hver á heldur þegar kemur að störfum presta, þar er misjafn sauður í mörgu fé. Sjálfur er ég í þjóðkirkjunni og prestar skírðu börn- in mín. Ég giftist líka í kirkju. Ég hef oft upplifað styrk frá prestum á sorgarstundum, farið á jarðar- farir sem hafa verið markaðar fagmennsku frá a-ö. Ég kaupi alveg að það séu lífsgæði fólgin í því fyrir einstaklinga að hafa aðgang að svo gott sem ókeypis prestaþjónustu hvort sem er vegna gleðiatnurða eða sálgæslu. Kristnin er líka sögu okkar, siðferðisgildum og menningu nátengd. En það hefur skapast menningarlegur fjölbreytileiki síðustu áratugi hér á landi sem þýðir að kristni er ekki allra. Það hefur líka pusað ítrekað yfir þjóðkirkjuna undanfarið, ekki síst vegna hins svokallaða biskups- máls og skammar prófasta og arftaka biskups til að bregðast við af visku, manndómi og réttsýni. Fjöldi Íslendinga hefur sagt sig úr þjóðkirkjunni síðustu ár. Bent hefur verið á að núverandi fyrirkomulag, að kirkjan fái milljarða af skattfé almennings á kostnað annars, stangist á við jafnræðisreglu. Sumir nefna líka að með aukinni upplýsingu og aukinni menntun minnki trú á stokka og steina að jafnaði. Nútíma menntun kennir rökhyggju í stað loftkenndra hugtaka og trúar á kraftaverk. Síðasta hneyksli kirkjunnar er bænaskráin sem send var út í kjölfar svokallaðs Kristsdags um síðustu helgi. Fjölmiðlar greindu frá og spurðu spurninga vegna forneskju sem þar birtist. Dómkirkjuprestur brást við með að lýsa yfir að fréttastofa Rúv væri “af- brigðileg“. Þetta eru furðuleg viðbrögð hjá dómkirkjupresti, enda verður ekki séð að efnistök fréttamiðla hafi haft neitt að gera með fordóma eða neikvæðan hug til kirkj- unnar. Því var líka haldið fram í svokölluðu biskups- máli. Bænaskrá sem gefur kúgun gegn konum undir fótinn er meira en varasöm. Hún er ekki einkamál kirkjunnar. Jesús var hugmyndafræðingur sem lét enga stund ónýtta til að ráðast á vald, lét sig hag lítilmagn- anna miklu varða, ólíkt öfgahægrinu sem hermt er að hafi lagt hönd á bænaskrána. Á Kristsdegi hlýtur þjóðin að bregðast við harðlínustefnu gegn fóstureyðingum og fleira vafasamt mætti nefna í bænaskránni. Einn helsti vandi kirkjunnar hefur verið að úthrópa blóraböggla utan stofnunarinnar í stað þess að leita skýringa í eigin ranni. Köllum það ljós í myrkri kirkj- unnar að sumir prestar nenni ekki lengur að kóa með vitleysunni: „Mér leist ekkert á þessa bænaskrá,“ sagði Hildur Eir Bolladóttir, prestur á Akureyri og undir það hafa fleiri prestar tekið. Með ritstjórakveðju Björn Þorláksson PÁLI LENT Í HINU BJARTA NORÐRI. Emil Jónsson ljósmyndari tók þessa mögnuðu mynd af flugvélinni Páli Sveinssyni þegar vélin bjó sig til lendingar á Akureyrarflugvelli laugardaginn 20. september sl. Flugvélin kom frá Reykjavík en verður geymd í vetur á Flugsafni Íslands. Viðamiklar endurbætur hafa verið gerðar á Þristinum, eins og vélin er kölluð, en sjötíu og eitt ár er liðið síðan hún var smíðuð í Kali- forníu.

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.