Akureyri


Akureyri - 02.10.2014, Blaðsíða 10

Akureyri - 02.10.2014, Blaðsíða 10
10 36. tölublað 4. árgangur 2. október 2014 Hugmynd um stjórn- sýsluhús vel tekið Starfsfólk Fiskistofu mótmælir harðlega ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um flutn- ing höfuðstöðva stofnunarinnar til Akureyrar og þeim „löglausu fyrirætlunum sem kynntar voru í bréfi ráðherra til starfsmanna dag- settu þann 10. september síðast- liðinn,“ eins og segir í ályktun frá starfsmönnum til fjölmiðla. „Ljóst er að ákvörðunin styðst ekki við lagaheimild og er til þess fallin að skaða starfsemi stofn- unarinnar, enda hafa engir starfs- menn, utan fiskistofustjóra, lýst áhuga á að flytjast með henni norð- ur. Hvetur starfsfólk Fiskistofu ráð- herra til þess að falla þegar í stað frá hugmyndum um flutning stofn- unarinnar, sem virðist afar misráð- inn og undirbúningi áfátt.“ „Undanfarna daga hefur ráð- herra ítrekað látið í veðri vaka í viðtölum við fjölmiðla að unnið sé að verkefninu í samráði við starfs- menn stofnunarinnar. Starfsfólk Fiskistofu vísar þessu alfarið á bug. Skal áréttað að fulltrúum starfs- manna var ekki boðið að taka þátt í gerð tillagna sem starfsmenn ráðu- neytisins ásamt fiskistofustjóra unnu að og lagðar voru fyrir ráð- herra í ágústlok. Var ráðherra þá gerð skýr grein fyrir því að starf- menn ættu enga aðild að tillögun- um. Virðist hann því tala gegn betri vitund,“ segir í ályktuninni. RÁÐHERRA DRÓ Í LAND Á Sprengisandi á Bylgjunni sl. sunnudag viðurkenndi Sigurður Ingi Jóhannsson, byggðamálaráðherra, að hann hefði talað af ónákvæmni um samráð við starfsmenn. Ráðherra lagði skýra áherslu í samtali við Ak- ureyri Vikublað á dögunum vegna málsins að um byggðaaðgerð væri að ræða en harmaði við sama tækifæri reykjavíkurmiðaða fjölmiðlun. „Starfsfólk Fiskistofu harmar dapurlega tilburði stjórnmála- manna sem reynt hafa að notfæra sér flutning Fiskistofu til þess að etja saman landsbyggðinni annars vegar og höfuðborgarsvæðinu hins vegar. Engu skiptir hver á í hlut þegar með valdboði er reynt að flytja fólk nauðugt viljugt lands- hornanna á milli. Málflutningur á þessum nótum er óboðlegur og engum til framdráttar,“ segir m.a. í ályktun starfsmanna Fiskistofu. MÁL MEÐ MARGAR HLIÐAR Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjar- stjóri á Akureyri, segir í samtali við Akureyri Vikublað að Akureyrarbær hafi ekki tek- ið neina formlega afstöðu til til- lögu um að ríkið greiði fyrir því að starfsfólk Fiskistofu geti flutt til Akureyrar. „Þetta mál hefur nokkrar hliðar en stjórnvöld velja á hverjum tíma þær aðferðir sem þau telja réttar og vænlegastar til árangurs,“ segir bæjarstjóri. Rætt er um hvaða húsnæði henti undir starfsmann Fiskistofu. Ak- ureyri Vikublað greindi frá því á dögunum að Akureyrarbær telur æskilegt að ríkið komi að byggingu stjórnsýsluhúss á Akureyri. Spurð- ur um þessi mál, segir bæjarstjóri: „Ég hef engar nýjar upplýsingar um húsnæðismál stofnunarinnar. Við höfum ekki fengið nein form- lega viðbrögð við hugmynd okkar um nýtt eða stærra stjórnsýsluhús á Akureyri. Hugmyndinni hef- ur þó verið tekið vel af mörgum starfsmönnum ríkisins, ekki síst hér á Akureyri. -BÞ NÝR YFIRLÆKNIR Víðir Sigrúnarson geðlæknir, doktorsnemi í Þrándheimi, hefur verið ráðinn yfirlæknir legudeildar geðdeildar Sjúkrahússins á Akureyri frá 1.október. Þetta staðfestir Sigmundur Sigfússon geðlæknir. Vandi við mönnun sér- fræðinga á sviði geðlækninga á Norðurlandi hefur verið í sviðsljósinu síðastliðin misseri. Sigmundur lýsir ánægju með ráðningu Víðis. Hof og Hótel KEA gera samning Menningarhúsið Hof og Hótel KEA hafa undirritað samstarfssamning sem felur meðal annars í sér sam- starf í auglýsinga- og markaðsmál- um með áherslu á menningarbæinn Akureyri. Til að mynda verður boð- ið upp á pakkatilboð þar sem hægt verður að kaupa miða á ákveðna viðburði í Hofi og mat og gistingu á Hótel Kea . Hof og Hótel Kea bjóða til að mynda upp á sérstök tilboð í tengslum við sýninguna Kenneth Máni sem sett verður upp í Hofi 17. október næstkomandi í samstarfi við Borgarleikhúsið. Sambæri- leg tilboð verða einnig í boði fyr- ir þá sem hyggjast kaupa miða á heiðurstónleika Populus Tremula í Hofi 25. október. Hrafnhildur E. Karlsdóttir, hót- elstjóri á Hótel Kea, segir að öflugt menningarlíf sé eitt helsta aðdrátt- arafl Akureyrar, sérstaklega yfir veturinn. „Við sjáum það á okkar gestum. Þeir koma ekki bara til að njóta náttúru og útivistar held- ur ekki síður til að sækja tónleika, leiksýningar og aðra slíka viðburði. Það er okkur því mikilvægt að vera í góðu samstarfi við menningar- stofnanir í bænum.“ a Sigurður Ingi Jóhannsson » Frábær þjónusta við skipa og báta » Löndunarþjónusta » Fiskmarkaður » Vélsmiðjur » Ísstöð » Flutningafyrirtæki www.dalvikurbyggd.is/hafnir Hafnir Dalvíkur- byggðar

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.