Akureyri


Akureyri - 02.10.2014, Blaðsíða 21

Akureyri - 02.10.2014, Blaðsíða 21
2. október 2014 36. tölublað 4. árgangur 21 Stjörnuleit í heimabyggð – Af hverju ekki? Af hverju bjóðum við ekki list- hneigðum Eyfirðingum, sem eiga af einhverjum ástæðum erfitt með að koma sér á framfæri, að troða upp endurgjaldslaust í Hofi? Er ekki Hof hús okkar allra óháð kyn- þætti, kynferði, trúarbrögðum (og aðgengi að fjármagni)? Skiljan- lega verða peningar að ráða för í þessum rekstri eins og öðrum en er ekki hægt að búa þannig um hnút- ana að allir sitji við sama borð, ja svona eins og tvisvar eða þrisvar á ári? Skapa aðstæður fyrir óupp- götvaðar eyfirskar stjörnur með ótvíræða listhæfileika sem hafa ekki yfir miklu kapítali að ráða, til- heyra ekki ákveðnum hópum inn- an listasamfélagsins og öðlast fá tækifæri til að freista gæfunnar á stóra sviðinu? Hver veit nema í ein- hverjum bílskúrnum á Brekkunni leynist önnur Of Monsters And Men? Já eða annar Ásgeir Trausti í lítilli þakíbúð í Þorpinu? Við eigum að nota hið mikla Hof okkar á sem fjölbreyttastan hátt og í þágu eins margra og mögulegt er. Bygging þess var umdeild á sínum tíma. Al- menningur (sem á húsið) þarf að finna að hann eigi hlutdeild í því. Kannski gerir hann það. Kannski ekki. Í það minnsta getum við stuðl- að að slíkri hlutdeild með ýmsum hætti. Opnum Hofið meira fyrir þá sem hafa yfir litlu fjármagni að ráða en þeim mun meira af hlutum eins og tónlist, leiklist, myndlist og ljóðalestri. Þetta tvennt, þ.e. list og peningar, geta sjálfsagt farið ágæt- lega saman en eigum við ekki að nota tækin og tólin sem við búum yfir og styðja „týnda“ hæfileika- fólkið okkar?  Við sláum tvær flugur í einu höggi. Við bjóðum líka þeim sem vilja koma í Hof til að njóta að gera það án endurgjalds. Viðleitni í þá átt er vissulega til staðar nú þegar. Má þar t.d. nefna Gesti út um allt með Margréti Blöndal og Felix Bergssyni þar sem gestum og gangandi er boðið að njóta dag- skrárinnar án þess að greiða fyrir. Hugmyndin um greiðara aðgengi lítt þekktra listamanna úr heima- byggð er hugsuð sem viðbót við það sem þegar er í boði. Frír fimmtu- dagur, Stjörnuleit í heimabyggð eða einfaldlega Opið hús í Hofi. Minni peningar, meiri list. Hverjir eiga svo að nýta sér tækifærið og troða upp? Áhugaleikfélög í heimabyggð sem og leikklúbbar framhalds- og grunnskólanna. Bílskúrsbönd, söngvarar og aðrir tónlistarmenn. Upprennandi myndlistarmenn, rit- höfundar og ljóðskáld. Fleiri má nefna en látum hér staðar numið. Peningalega arðbær viðskiptahug- mynd á krepputímum? Kannski ekki.  Menningarlegur ávinningur er í boði ef hann er einhvers virði. Þess virði að láta á þetta reyna? Af hverju ekki? a Föstudaginn 14. nóvember kemur í ljós hverjir bera sigur úr býtum í Leitinni að Grenndargralinu 2014. Rífandi gangur í Leitinni að gralinu Leitin að Grenndargralinu 2014 er tæplega hálfnuð. Fjórða vika Leitarinnar hefst föstudaginn 3. október. Þátttakendur eru 32 og koma úr fjórum grunnskólum á Akureyri. Þá eru mömmur og pabb- ar, ömmur og afar og allir hinir sem aðstoða krakkana ekki taldir með. Í þær tíu vikur sem Leitin stendur yfir má því gera ráð fyrir nokkuð stórum hópi leitenda að gralinu góða. Þátttakendur safna að sér bókstöfum sem nýtast þeim við lok leitar. Bókstöfunum raða þeir saman til að komast að lykilorðinu. Til að fá bókstafina þurfa þeir að leysa hinar og þessar þrautir sem tengjast sögu og menningu heima- byggðar. Fyrstu vikurnar hafa þeir m.a. farið á slóðir Nonna og fræðst um árásina á Goðafoss árið 1944 og tengsl hennar við heimabyggð. Þegar Leitin er hálfnuð keppast krakkarnir við að finna Karamellu- krukkuna. Um er að ræða krukku sem hefur að geyma óvæntan glaðning og er falin innan bæjar- markanna. Allir þeir sem hafa skil- að inn réttum úrlausnum við fimm fyrstu þrautunum áður en sjötta vika hefst, öðlast réttinn til að leita að Karamellukrukkunni. Þátttakendur hafa að jafnaði viku til að leysa hverja þraut fyrstu níu vikurnar. Þann tíma er mik- ilvægt að leysa þrautirnar jafnt og þétt en ekki skiptir máli hvort lausnum er skilað á undan keppi- nautunum eða eftir. Föstudaginn 14. nóvember fer tíunda og síðasta þraut í loftið og þá skiptir tíminn öllu máli. Þátttakendur keppast um að vera á undan andstæðingun- um að leysa þrautina, fá síðasta bókstafinn, finna út lykilorðið og fá síðustu vísbendingu sem vísar á Grenndargralið. Fyrstur kem- ur, fyrstur fær. Lokakvöldið er æsispennandi og þátttakendur safna að sér aðstoðarmönnum til að auka líkurnar á sigri. Margir eru um hituna. Aðeins eitt lið mun þó standa með pálmann í höndunum í nóvember. a – Geymt en ekki gleymt – Saga af ólíku hlutskipti um borð í Goðafossi Goðafoss var skip Eimskipafélags Íslands og hafði siglt reglulega með vörur og fólk milli Íslands og Bandaríkjanna þegar kom að hinstu för þess þann 10. nóvem- ber árið 1944. Um borð var fólk á öllum aldri þ.á.m. ung læknishjón með þrjú börn. Þegar skipið var statt skammt undan Garðskaga í Faxaflóa varð það fyrir tund- urskeyti þýska kafbátsins U-300. Goðafoss sökk á fáum mínútum. Arnar Örlygur Jónsson var fæddur árið 1918. Hann var því 26 ára þegar hann, ásamt 42 öðr- um Íslendingum, fann tundur- skeytið skella á skipsskrokknum. Arnar var einn af starfsmönnum skipsins en hann sigldi með því öll stríðsárin utan einnar ferð- ar sem hann var í landi sumarið 1943. Þá notaði hann tækifærið og fór ásamt móður sinni í heim- sókn í Laufás í Eyjafirði að hitta ættingja og vini. Eitt kvöldið fór hann í andaglas með heimilis- fólkinu á bænum. Eftir stutta stund kom andi í glasið sem sagðist hafa mikilvæg skilaboð. Samkvæmt þeim átti Arnar að hætta öllum siglingum því annars myndi hann lenda í hræðilegum skipsskaða árið eftir, n.t.t. í nóv- ember 1944. Kom jafnframt fram að hann myndi þó lifa þennan hræðilega atburð af, sem og hann gerði. Einn Akureyringur var um borð í Goðafossi þennan örlaga- ríka dag. Hann hét Steinþór Loftsson. Hann var fæddur 1923 og var því 21 árs þegar skipið sökk. Steinþór var flugvirki að mennt en hann hafði nýlega lok- ið námi í Bandaríkjunum. Hann var ekki jafn heppinn og Arnar Örlygur. Steinþór var, rétt eins og læknishjónin með börnin þrjú, í hópi 24 sem fórust með skipinu. Hér er um að ræða mesta mann- tjón Íslendinga á einum og sama deginum í seinni heimsstyrj- öldinni. a Opnum Hofið okkar fyrir framtíðarstjörnur sem eru að reyna að koma sér á fram- færi. Glaðbeittir meðlimir úr áhöfn þýska kafbátsins U-300.

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.