Akureyri - 11.12.2014, Qupperneq 2
2 46. tölublað 4. árgangur 11. desember 2014
Gagnrýnir bæinn
Í umræðu um stöðu fjölmiðlunar á
Akureyri á facebook í síðustu viku
ræddu margir málsmetandi aðilar
hvaða áhrif hefðu orðið af brott-
hvarfi Ríkisútvarpsins á svæðis-
bundna vísu í útvarpi og
hvort það hefði skapað
tækifæri fyrir einkarekna
fjölmiðla til að „fylla í
gatið“. Sýnist sitt hverjum.
Birgir Gudmundsson, dós-
ent í fjölmiðlafræði við
Háskólann á Akureyri, seg-
ir í umræðu um málið að
vandi Norðlendinga varð-
andi staðarmiðlun felist
að hans mati ekki síst í að
ekki sé fyrir hendi dagleg
fréttamiðlun þar sem frétta-og tíð-
indaflutningi og umræðu sé haldið
úti. „Allir þessir miðlar sem við höf-
um lepja dauðann úr skel enda nær-
ast þeir á frekar líflitlum auglýsinga-
markaði hér á svæðinu. Fyrirtækin
hér eru útibú og þau sem ekki eru
það eru tiltölulega lítil og hafa lítið
fé í auglýsingar. Útgáfur hafa lagað
sig að þessu og auglýsingaverð er
mjög lágt og miðast yfirleitt við að
borga beinharðan framleiðslukostn-
að - prent, hönnun og dreifingu.“
Birgir skrifar svo eftirfarandi
innan sviga: (Bærinn ýtir undir þetta
með stefnuleysi í fjölmiðlamálum og
með því að styrkja kaup-
menn og aðra í að niður-
greiða auglýsingaverð með
sérstökum auglýsinga-
blöðum með keyptu efni
eins og dreift var í gær).
Með sneiðinni til Akur-
eyrarbæjar á Birgir við
auglýsingarit sem dreift
var í síðustu viku inn á öll
heimili á Akureyri eins og
mörg undangengin ár og
ber nafnið „Akureyri“. Sú
útgáfa tengist í engu Akureyri Viku-
blaði svo því sé haldið til haga.
Birgir segir um skrif sín að vandi
þess að halda úti daglegri fjölmið-
lun á Akureyri sé ekki sá einn að
bærinn styrki þetta auglýsingablað
eða sé stefnulaus, heldur sé fyrst og
fremst um að kenna slökum aug-
lýsingamarkaði og hvernig auglýs-
ingavettvangurinn hafi þróast.
–BÞ
Forstöðumaður fyrirgerði
rétti sínum samkvæmt dómi
Málarekstur Davíðs Búa Halldórs-
sonar forsvarsmanns og löggilts
endurskoðanda Enor ehf á Akur-
eyri og Pricewatherhouse Coopers
(PWC) fyrir dómstólum hefur leitt
til þeirrar dómsniðurstöðu að Dav-
íð Búi sem áður starfaði hjá PWC
þarf að greiða fyrrum vinnuveit-
anda sínum milljónir í bætur og
málskostnað fyrir Hæstarétti. Dav-
íð Búi sem áður stýrði starfstöð
PWC á Akureyri ákvað að áfrýja
dómi undirréttar til Hæstaréttar.
Héraðsdómur Reykjavíkur hafði
áður dæmt að honum bæri að
greiða fyrrum vinnuveitanda sínum
2,5 milljónir króna í bætur. Litið er
á dóminn sem prófmál.
Davíð Búi og PWC deildu í mál-
inu svo vitnað sé í skjöl Hæsta-
réttar „hvort D [Davíð Búa] bæri
að greiða félaginu bætur vegna
yfirtöku viðskiptavina félagsins“
og hvort Davíð Búi ætti inni bæt-
ur eftir að hann hætti störfum hjá
PWC. Að sögn vitnis, samstarfs-
manns sem gaf skýrslu fyrir dómi,
tók Davíð Búi þátt í stofnun nýs
fyrirtækis og nýtti sér aðstöðu sína
til að taka með sér viðskiptavini
inn í nýjan samkeppnisrekstur á
meðan hann var enn að störfum hjá
PWC. Þrír samstarfsmenn sögðu
upp störfum í því skyni að vinna
hjá hinu nýja félagi sem Davíð Búi
stofnaði og varð keppinautur PWC
um þjónustu og viðskiptavini. Að
þessu samanlögðu taldi undirréttur
að PWC hefði verið heimilt að víkja
Davíð Búa úr starfi vegna brots á
samningi hans við PWC, aukin-
heldur með þeim hætti að kallaði á
bótaskyldu Davíðs Búa.
Davíð Búi var ekki bara for-
stöðumaður starfstöðvar PWC á
Akureyri þegar allt varð vitlaust
heldur einnig hluthafi í PWC. Hann
sagði starfi sínu lausu í lok maí árið
2012 með sex mánaða uppsagnar-
fresti en var vikið frá störfum 8. júní
sama ár. Í samningi hans og PWC er
ákvæði sem segir að starfsmaður
fyrirgeri rétti sínum ef hann hefji
undirbúning samkeppnisrekstrar
meðan hann sé að störfum. Segir
orðrétt í samningnum: „Ef hlut-
hafi hættir störfum hjá félaginu en
heldur áfram störfum á sama sviði
og tekur með sér viðskiptamenn frá
félaginu, innan þriggja ára frá út-
göngu, eða verði uppvís að því að
valda félaginu tjóni við útgöngu
úr félaginu t.d. með því að beina
viðskiptavinum þess til samkeppn-
isaðila, er hann skaðabótaskyldur
gagnvart félaginu og getur félag-
ið krafist bóta sem nema tekjum
síðustu 12 mánaða vegna vinnu
félagsins fyrir viðskiptamanninn.“
Davíð Búi bar við að hann hefði sett
fyrirvara við þetta. Aukinheldur
væri klásúlan sem hann hafði áður
samþykkt brot á atvinnufrelsi sem
tryggja bæri í stjórnarskrá. Fleiri
málsbætur taldi hann sig eiga sem
dómstólar höfðu þó að engu.
Fram kemur í skjölum málsins
að PWC fékk ekki veður af uppsögn
Davíðs Búa fyrr en eftir að hann
hafði haldið starfsmannafund á Ak-
ureyri og tjáði þar samstarfsmönn-
um ákvörðun sína. Þá fór hann
einnig til Húsavíkur til að ræða
við samstarfsmann þar. Sú ferð
átti eftir að verða örlagarík, því sá
starfsmaður sem Davíð Búi hitti á
Húsavík bar vitni gegn honum fyr-
ir dómi og sagði að Davíð Búi hefði
sagt að flestir samstarfsmanna ætl-
uðu að hætta störfum með honum
og vinna í nýja fyrirtækinu. Daginn
eftir sögðu þrír starfsmenn upp
starfi sínu hjá PWC og fylgdu Dav-
íð Búa til nýrrar framtíðar. Kemur
fram í málskjölum að nú sé þorri
fyrrum viðskiptamanna í PWC eins
og hópurinn stóð í maí 2012 í við-
skiptum við annars vegar einka-
hlutafélag Davíðs Búa, Enor, en hins
vegar HB. Því félagi stýrir Hermann
Brynjarsson, fyrrum samstarfsmað-
ur Davíðs Búa, sem hætti störfum
um svipað leyti og hann. Staðhæf-
ir Hæstiréttur að náið samstarf sé
milli þessara tveggja fyrirtækja í
dag, Enor og HB.
Í dómsorði Hæstaréttar segir
eftirfarandi: „Héraðsdómur skal
vera óraskaður. Áfrýjandi, Dav-
íð Búi Halldórsson, greiði stefnda,
Pricewaterhouse Coopers ehf.
1.000.000 krónur í málskostnað
fyrir Hæstarétti.“ -BÞ
Guðni Ágústsson segist orðinn femínisti
Von er á Guðna Ágústssyni norð-
ur yfir heiðar um helgina. Hann
mun lesa upp og
kynna Hallgerði
sem hann segir vera
mannréttindabók. Í
samtali við Akur-
eyri Vikublað segir
Guðni að hann hafi
skrifað bókina, sem
byggir á Njálu, fyrst
og fremst fyrir Hall-
gerði sjálfa. Hann
hafi rannsakað
Njálu í þaula og hafi
tekið eftir því sem
enginn hafi áður
tekið eftir að Hall-
gerður hafi verið
lögð í einelti auk þess sem hún hafi
mátt þola kynferðislega misnotkun
af hálfu fóstra hennar.
„Hallgerður er barn nútímans, ég
skrifa þessa bók á okkar máli og
hef heyrt að lesend-
um líki hún vel sem
spennusaga,“ segir
Guðni.
„Svo er nú ekki
verra hvað varðar
innsýn mína að ég
hitti Hallgerði reglu-
lega, segir Guðni tví-
ræður í röddu.
En hver var
kveikja skrifanna?
„Ég dáði Gunnar
og lék hann oft sem
strákur. Ég hataði
Hallgerði. Svo fór ég
að átta mig á þessu
kvenmannsofbeldi sem hún varð
fyrir og þá fór ég að sjá hana í nýju
ljósi, Mér fannst ég verða að koma
þessu frá mér.“
Frægt varð þegar haft var eftir
Guðna að staður konunnar væri
aftan við eldavélina. Í ljósi þess
hvernig hann ræðir nú konur og
Hallgerði blasir við að spyrja: Ertu
þá orðinn femínisti núna, Guðni?
„Já, ég er með bleika bók því til
vitnisburðar. Ég er gagnkynhneigð-
ur karlmaður með konu og börn en
ég er ekki sú karlremba sem ég er
sagður vera.“
Guðni mun lesa upp um
helgina á stöðum eins og Pottinum
Restaurant á Blönduósi næstkom-
andi laugardag , síðar sama dag
mun hann kynna bók sína í Skag-
firðingabúð. Þá verður hann á Kaffi
Kú í Eyjafirði um kvöldið. Hann
segist einnig reikna með að kynna
bókina næstkomandi sunnudag á
ýmsum stöðum á Akureyri. -BÞ
Undrast alvarlegar villur
Hafnarfjarðarbæjar
„Alvarlegar ásakanir bæjaryfirvalda í Hafnarfirði um
að Byggðastofnun og Hagfræðistofnun hafi sent frá
sér kolrangar upplýsingar um þróun ríkisstarfa vöktu
verðskuldaða athygli landsmiðla. Sem formaður stjórn-
ar Byggðastofnunar fagna ég því vitaskuld að þessar
ásakanir hafi verið hraktar. Ég undrast það vitaskuld
að greining Hafnarfjarðarbæjar og áskorun bæjar-
stjórnarinnar um að ríkisstjórnin hætti við flutning
Fiskistofu skuli byggja á svo mörgum og alvarlegum
villum,“ segir Þóroddur Bjarnason, formaður stjórnar
Byggðastofnunar í samtali við Akureyri Vikublað.
Byggðastofnun hefur brugðist við samantekt
Hafnarfjarðarbæjar á dögunum um fjölda starfs-
manna ríkisins á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstaðan
er að Hafnarfjarðarbær hafi gert sig sekan um alvar-
legar villur. „Þannig eru starfsmenn iðnaðar ráðuneytis,
sjávarútvegsráðu neytis, landbúnaðarráðu neytis, sam-
gönguráðuneytis, dóms- og kirkju mála ráðuneytis,
félagsmálaráðuneytis og heilbrigðis- og trygg inga-
málaráðuneytis tilgreindir í tölum Hafnarfjarðar-
bæjar frá 2007. Þessi ráðuneyti voru síðar sameinuð
í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, innanríkis-
ráðuneyti og velferðarráðuneyti en starfsmanna þeirra
er ekki getið í tölum fyrir árið 2013. Þá eru starfsmenn
Skipulagsstofnunar taldir árið 2007 en ekki árið 2013.
Fleira orkar tvímælis í gögnum Hafnarfjarðarbæjar
og má þar nefna að greiningin nær aðeins til valinna
opinberra hlutafélaga en starfsmönnum Landsvirkj-
unar, Rarik, Landsnets og Íslandspósts er til dæmis
af einhverjum ástæðum sleppt,“ segir í viðbragði frá
Byggðastofnun sem hefur verið birt á heimasíðu stofn-
unarinnar.
Í tölum Byggðastofnunar kemur fram að í þeim
landshlutum sem liggi að höfuðborgarsvæðinu
(Suðurnesjum, Vesturlandi og Suðurlandi) séu ríkis-
tarfsmenn samtals 801 færri en mannfjöldi segi til um.
Á Norðurlandi eystra sem er fjölmennasti landshlutinn
utan höfuðborgarsvæðisins hafi ársstörf ríkisins verið
289 færri en mannfjöldi segði til um. a
Þóroddur Bjarnason
Birgir
Guðmundsson