Akureyri


Akureyri - 11.12.2014, Page 4

Akureyri - 11.12.2014, Page 4
4 46. tölublað 4. árgangur 11. desember 2014 Kraftbílar ehf. // Draupnisgötu 6 // 603 Akureyri // Sími 464 0000 // kraftbilar@kraftbilar.is www.kraftbilar.is Hjólastillingar á bílum af öllum stærðum og gerðum Framrúðuskipti Allar almennar bíla og vélaviðgerðir Vetrarskoðun Ölvun, afbrýði og hnífstungur kostuðu 3ja ára fangelsisdóm Dómur er fallinn í þekktu hnífstungumáli sem kom upp í Ólafsfirði í júní 2012. Hlynur Geir Sigurðsson, sem stakk annan mann fjórum sinnum með hnífi, hefur verið dæmdur í þriggja ára fang- elsi. Þá gerir Héraðsdómur Norð- urlands eystra honum að greiða 800.000 krónur í miskabætur auk sakarkostnaðar. Ákært var fyrir tilraun til mann- dráps eftir að Hlynur Geir veittist að manni með hnífi með 12 cm löngu blaði og stakk hann samtals fjórum sinnum í vinstri öxl, ofar- lega hægra megin í brjóstkassa, við hægri mjaðmaspaða og neðarlega í hægri síðu í hæð við lifur þar sem hnífurinn stakkst í gegnum kvið- vegg og inn í lifrina. Við þessa at- lögu hlaut þolandi blæðingu á lifur. Mikil ógæfusaga er rekin í dóminum. Hlynur Geir, gerandinn, hafði nokkrum dögum fyrr sjálfur orðið fyrir barsmíðum og höfuð- höggum og misst meðvitund þegar þrír menn ruddust inn í íbúð þar sem hann hafðist við. Nóttina sem hnífstungurnar urðu kemur ölvun og afbrýðisemi við sögu. Lögreglu- varðstjóri gat þess í frumskýrslu að sá aðdragandi hafi verið að hnífs- árásinni að þolandi sem var kunn- ugur geranda hafi óvart farið inn í rangt herbergi að lokinni langri vöku og lagst fyrir í rúmi hjá Hlyni Geir og unnustu hans. Þá varð allt vitlaust. Hlynur Geir neitaði refsiverðri sök. Hann sagðist hafa beitt lög- mætri sjálfsvörn, en einnig að um óhappatilvik eða slys hafi verið að ræða. Þá byggði hann á því að hann hafi ekki haft ásetning til verknaðarins og að ákæruvaldið hafi ekki sannað hvernig brotaþoli hlaut áverkana. Því til viðbótar hafi hnífurinn í raun ekki verið hættu- legt tæki. Dómurinn telur að sýkna beri Hlyn Geir af tilraun til manndráps eins og ákært var fyrir. Á hinn bóg- inn þyki lögfull sönnun framkom- in um að hann hafi gerst sekur um alvarlega og sérstaklega hættulega líkamsárás. Hlynur Geir, sem er 24 ára, hef- ur áður sætt allmörgum refsing- um. „Til málsbóta horfir ungur aldur ákærða, en hann var aðeins 22 ára þegar hann framdi verkn- aðinn, að hann hefur að undan- förnu leitað sér aðstoðar vegna áfengis- og vímuefnavandkvæða, en einnig að nokkru stundað vinnu, en hvort tveggja er stutt vottorð- um. Þá verður ekki fram hjá því horft að framkoma brotaþola, er hann fór inn í svefnherbergið þar sem ákærði var fyrir ásamt unnu- stu sinni, var til þess fallin að valda ákærða geðshræringu eins og á stóð. Loks hefur mál þetta dregist í með- ferðum lögreglu og ákæruvalds.... Að öllu þessu gættu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í þrjú ár. Eigi þykir fært að skilorðs- binda refsinguna, en til frádráttar henni skal koma gæsluvarðhalds- vist ákærða á tímabilinu frá 1. til 4. júlí 2012,“ segir í niðurstöðu dóms. Dóminn kváðu upp héraðsdóm- ararnir Ólafur Ólafsson dómsfor- maður, Erlingur Sigtryggsson og Halldór Halldórsson. Vel heppnað kertakvöld. Fjöldi fólks sótti miðbæ Akureyrar á svokölluðu kerta- kvöldi 5. des sl. Var stór hluti kominn langt að til að njóta stemmningarinnar í miðbænum að sögn aðstandenda. Veðrið lék við gesti miðbæjarins og þótti fal- legt að sjá hann upplýstan með kertum í nýföllnum jólasnjónum. Kvæðamanna- félagið Gefjun kvað jólavísur og kvæði í anda liðinna jóla. Knöpp kjör hjá mörgum Átta stéttarfélög í Eyjafirði af- hentu í fyrradag, þriðjudaginn 9. desember, Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Hjálparstarfi kirkjunn- ar, Hjálpræðishernum og Rauða krossinum styrk að upphæð kr. 2.050.000. Styrkurinn verður notaður í samstarfsverkefni þessara fjögurra samtaka. Aðstoð er í boði allan Eyjafjörð, frá Siglufirði að Grenivík. „Við erum að sjá meira af eldra fólki sækja um og eins einstak- linga á vinnumarkaði en samt í erfiðri stöðu.“ Það er greinilegt að húsaleigumarkaðurinn er að sliga marga,“ segja aðstandendur átaks- ins. Félögin átta sem færðu nefndinni styrk eru Eining-Iðja, Byggiðn – Félag byggingamanna, Félag málmiðnaðarmanna Ak- ureyri, Félag verslunar- og skrif- stofufólks Akureyri og nágrenni, Kjölur stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu, Sjómannafélag Eyjafjarðar, Sjómannafélag Ólafs- fjarðar og Berg félag stjórnenda. a Heilbrigðismálin eru stóra málið Hollvinafélag Sjúkrahússins á Akureyri hefur gefið spítalanum augnasteinamælingatæki sem kostar á fimmtu milljón króna. Jó- hannes Gunnar Bjarnason, formað- ur Hollvinafélagsins, segir að þar af hafi Félag aldraðra stutt gjöfina með framlagi upp á 1,5 milljónir króna. „Það er til gríðarlega mikið af góðu fólki sem hjálpar okkur við þetta.“ Jóhannes Gunnar segir að fé- lagið muni halda áfram að gefa spítalanum gjafir. „Það þarf líka að vekja athygli á því ástandi sem er í heilbrigðiskerfinu. Við viljum hafa þann hátt á að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að almenningur fái fá þjónustu sem almenningi ber að fá. Þetta er stóra málið og það þarf að bregð- ast við strax,“ segir Jóhannes Gunnar. Til að vekja athygli á félaginu og nauðsyn þess að bjarga heil- brigðiskerfinu munu hollvinasam- tökin standa næstkomandi laugar- dag milli klukkan 14 og 16 fyrir Degi sjúkrahússins á Glerártorgi. Þar munu 25 hjúkrunarfræðingar mæla blóðsykur, blóðþrýsting, súrefnismettun og fleira hjá gest- um og gangandi. Einnig verður bangsahorn þar sem krakkar geta komið og látið kanna heilsufar bangsa eða annarra tuskudýra. „Við stjórnarmenn verðum á staðn- um líka, tilgangurinn er að reyna að skrá fleiri hollvini en það geng- ur ótrúlega vel að fá inn nýtt fólk, það hefur tvöfaldast félagatalið á tveimur vikum.“ a

x

Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.