Akureyri


Akureyri - 11.12.2014, Blaðsíða 8

Akureyri - 11.12.2014, Blaðsíða 8
8 46. tölublað 4. árgangur 11. desember 2014 VILTU SEGJA SKOÐUN ÞÍNA? Akureyri vikublað óskar eftir að komast í samband við bæjabúa sem sjaldan eða aldrei hafa veitt viðtöl en væru til í að segja skoðun sína í blaðinu eða veita stutt viðtöl. Vinsamlegast sendið okkur tölvu- póst á bjorn@akureyrivikublad.is eða hringið í síma 862 0856. LOF OG LAST VIKUNNAR LAST vikunnar fær bílaverkstæði Hölds á Akureyri, segir íbúi á Norðurlandi, Skúli, sem sendi blaðinu bréf. „Það brotnaði lítið plast stykki aftan á bíln- um mínum sem sprautar rúðupissinu uppá rúðuna. Það lét ég panta hjá umboðinu og þeir skoðuðu bílinn. Sú afgreiðsla tók rúmlega 6 mánuði og þegar ég kom að sækja stykkið kom í ljós að það var aðeins búið að panta litla hlíf ofan á stykkið sem ég bað um að yrði pantað. Eftir tveggja mánaða bið í viðbót (8 mánuðir alls) hringdu þeir í mig og sögðu mér að koma strax að sækja því þeir gætu ekki verið að bíða með varahlut sem ekki væri búið að greiða fyrir “það er eins gott að þú komir við allra fyrsta tækifæri því annars látum við hlutinn.” sagði fýldur maður í símann. Þegar ég kom var mér gert að greiða rúmar 5.000 kr. (þ.e. 1.600 fyrir stykkið og rest fyrir ísetningu sem átti að taka innan við mínútu). Ég neitaði að greiða fyrir ísetninguna og borgaði stykkið. Stykkið reyndist vitlaust og ætlað fyrir rúðupiss að framan en ekki að aftan. Eftir þrjár vikur hef ég ekki fengið endurgreiðslu fyrir stykkinu sem ég skilaði um leið. Þeir kröfð- ust nótu til þess að endurgreiða, en þeir tóku nótuna sjálfir í upphafi án þess að ég fengi hana nokkurntímann í hendur og merktu hana með endurgreiðslu. Þegar ég reyni að hringja og spyrjast eftir þessu er fátt um svör og enginn virðist tilbúinn til að aðstoða eða viðurkenna þessi mistök,“ skrifar Skúli meðal annars í löngu bréfi. LOF fá Miðbæjarsamtökin og aðrir sem tóku þátt í að skapa notalega stemmn- ingu í bænum síðastliðið föstudagskvöld. Svo mælir kona á Brekkunni sem hafði samband við blaðið. „Kertastemmningin var kózý og bara allt til fyrirmyndar. Það þarf að gera meira til að fá fólk í miðbæ- inn. Þar eigum við margir bæjarbúar okkar bestu minningar um aðdraganda jólanna,“ segir konan. LOF fær Rúvak fyrir að upplýsa einkunnaskandalinn hjá Námsgagnastofn- un. Aukið aðhald fjölmiðla stuðlar að betra samfélagi. AKUREYRI VIKUBLAÐ 46. TÖLUBLAÐ, 4. ÁRGANGUR 2014 ÚTGEFANDI Fótspor ehf. ÁBYRGÐARMAÐUR Ámundi Ámundason 824 2466, amundi @ fotspor.is. FRAMKVÆMDASTJÓRI Ámundi Steinar Ámundason, as @ fotspor.is. AUGLÝSINGASTJÓRI Ámundi Steinar Ámundason, as @ fotspor.is. 578-1193. RITSTJÓRI Björn Þorláksson, bjorn @ akureyrivikublad.is, 862 0856 MYNDIR Björn Þorláksson, Völundur Jónsson og fleiri. UMBROT Völundur Jónsson PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja - Svansmerkt prentun. DREIFING 14.500 EINTÖK ÓKEYPIS – UM ALLT NORÐURLAND Sannfæring til sölu Frétt birtist í síðustu viku um að sveitarfélögum á Suður- landi stæði nú til boða að kaupa sig inn í þáttaröð þar sem sjónvarpsstöðin N4 ætlar að fjalla um sveitarfélögin á jákvæðan hátt. Vísir sagði frá. Markmið þáttanna er að „stuðla að aukinni og jákvæðri umfjöllun um atvinnulíf og mannlíf á svæðinu“. Fjögur sveitarfélög í uppsveitum Árnessýslu hafi þegar ákveðið að að leggja að lágmarki hálfa milljón króna hvert í þættina og tryggja þannig jákvæða umfjöllun. Það er frábært hve N4 hefur vegnað vel en það kvikna ótal viðvörunarljós þegar fréttin er lesin. Fjölmiðlar hafa nefnilega siðlegar skyldur. Þeim er ætlað mikið vægi í lýðræðinu, þeim er m.a. ætlað að vera öryggisventlar, sjálfstæðir öryggisventlar, sem hygla ekki einum hópi um fram aðra. Peningar mega ekki ráða för, því þá fara fjölmiðlar að bjaga lýðræðið enn frekar – fremur en að berjast gegn frekari ójöfnuði, sem lýst hefur verið sem mikilvægasta hlutverki fjölmiðla nú um stundir. Nægilega margar rannsóknir hafa verið unnar hér á landi til að hægt sé að staðhæfa að valdhafar í skjóli auðs fái oft aðra og mýkri meðhöndlun en hinir sem ekki búa yfir peningavaldi, þótt svona „gylliboð“ bætist ekki ofan á. Ekki er hægt að skáka í því skjóli einu að N4 sé ekkert í fréttum, bara í dagskrárgerð og hafi því engar siðlegar skyldur. Ef eitt sveitarfélag hefur efni á að kaupa og ritstýra jákvæðri umfjöllun (sem erfitt getur verið fyrir áhorfandann þegar sýning innslagsins fer fram að sjá að sé kostuð) situr annað sveitarfélag sem ekki hefur burði til að taka þátt í svona leik ekki við sama borð. Ef úthýsa á dagskrárvaldi fjölmiðla (agenda setting) þarf í öllu falli skýrar reglur um það. Og hvað með jafnræðisregluna? Lýðræðisleg skylda fjölmiðlamanns er sú ein að halda trúnað við almannahagsmuni. Ekki hagsmuni hinna betur stæðu, þvert á móti er bundið í siðareglur víða um heim að blaða- og fréttamenn skuli beita sér fyrir því að ljá hinum raddlausu rödd, þeim sem hafa oft úr minnstu að spila og ráða ekki skilgreiningarvaldinu hverju sinni. Ég vona að N4 haldi áfram að blómstra en ef svona stefna verður ráðandi án þess að hún sæti þaulskoðun og gagnrýni gæti þótt freistandi fyrir fleiri fjölmiðla að hætta hokrinu sem fylgir sjálfstæðri og þá ekki síst gagnrýninni ritstjórnarstefnu, því mikilvægar fréttir taka tíma og eru ekki ábatasamar í veraldegum skilningi þótt bjargi heilu samfélögunum þegar best lætur. Skref N4 má ekki verða til þess að fleiri fjölmiðlar sem áður fluttu fréttir fari að líta á blaðamennsku og fjölmiðla- rekstur sem hvern annan bissness. Fjölmiðlar eru ekki nein venjuleg fyrirtæki. Daginn sem markaðshagsmunir einir ráða för fjöl- miðla og öll umfjöllun gengur út á keyptar glansmyndir og glimmer er tímabært að jarðsyngja áður göfugt hlut- verk fjölmiðla. Þurrka út hugtakið fjórða valdið og detta bara í það. Allt verður þá til sölu. Líka sannfæring og siðferði. Hver býður best? Björn Þorláksson Varar við einkavæð- ingu skíðasvæðisins Úlfar Hauksson, sjómaður, stjórnmála- fræðingur og kennari á Akureyri segist hafa töluverðar efasemdir um að rétt sé að einkavæða skíðasvæðið í Hlíðar- fjalli. „Ég tek undir þær raddir sem telja að ef af svona útvistun verður þá muni verðlag hækka, reynslan kennir mönnum það. Þegar fram í sækir gæti farið svo að skíðaiðk- un yrði ekki lengur almennt fjölskyldusport. Þeir sem myndu taka að sér svona rekstur gera það ekki með félags- og samfélagshugs- un að baki. Ef menn eru í alvöru að spá í svona þá þarf að markmiðssetja og skil- yrða slíkan samning afar vel og að ígrunduðu máli. Það þarf líka að geirnegla rétt- arstöðu starfsmanna sem yrðu þá ekki lengur á ábyrgð bæjarins,“ segir Úlfar. Raddir hafa komið fram í Akureyri Vikublaði sem sýna að áhugi er fyrir hendi um að einkavæða skíðasvæðið. Eftir því sem næst verður komist hefur engin alvarleg pólitísk umræða verið tekin um það innan bæjarstjórnar en viðskiptamenn hafa sett sig í samband við bæjarstjóra og sýnt breytingum áhuga að sögn Eiríks Björns Björg- vinssonar bæjarstjóra. Haldið hefur verið fram að einkavæðing gæti lengt opnunartíma og í einhverjum tilvik- um bætt þjónustu. Úlfar Hauksson spyr hins vegar: „Hver á að taka skellinn þegar og ef við fáum erfiða vetur, hvort heldur sem er vegna snjó- leysis og tíðarfars sem gerði sjóframleiðslu erfiða, eða vegna annara veðurskilyrða sem fækka myndi opnunar- dögum? Hafa menn hugs- að útí það? Ef rekstaraðili færi nú bara á hausinn um mánaðarmótin janúar-febr- úar og myndi bara segja: “Því miður opnum við ekki í vetur vegna slæmrar stöðu.... ? Það er í mörg horn að líta þegar menn velta upp svona hugmynd.“ Beinn rekstur skíðasvæðisins hefur sumpart verið Akureyrarbæ þungur en afleidd áhrif, gestakomur og þau umsvif sem þeim fylgja, auk lýðheilsu- sjónarmiða verða á móti seint metin til fjár. „Ekki efa ég að því fylgir kostn- aður að reka skíðasvæðið. En þá kom- um við að þeirri spurningu hvernig samfélag viljum við hafa á Akureyri og hverju fjallið skilar í raun af sér í bæjarsjóð þegar upp er staðið? Fjallið, ásamt öðrum útivistarmöguleikum og fjölbreyttu menningarstarfi og dægrar- dvöl, laðar fólk að bæði til búsetu og fólk sem vill heimsækja bæinn til að njóta þess sem boðið er upp á. Um þetta mætti hafa mörg orð bæði hvað varðar hina samfélagslegu vídd og hina hagfræðilegu. Nú efa ég ekki að einka- aðilar gætu gert góða hluti við rekstur skíðasvæðisins. Hins vegar hafa allir innviðir sem þar eru til staðar verið byggðir upp af almenningi á Akureyri og því ber að stíga varlega til jarðar áður en tekin verður ákvörðun um að útvista rekstrinum. Þetta er nefnilega töluvert flókið og mikilvægt mál sem snertir samfélagið á Akureyri í heild sinni. Vel má vera að einhverskon- ar einkarekstur tengdur svokallaðri fjallaskíðamennsku, þ.e. utanbrautar- skíðamennsku þar sem farið er á tinda utan alfarleiðar, geti rúmast á svæðinu samhliða hefðbundinni skíðamennsku. Það eru ýmsar hliðar á þessu máli og margir möguleikar í boði í fjallinu sem er paradís okkar Akureyringa,“ segir Úlfar Hauksson. a Úlfar Hauksson Að mörgu er að hyggja fyrir jólin. Þessir karlar láta öryggi göngufólks sig varða. Völundur

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.