Akureyri


Akureyri - 11.12.2014, Page 12

Akureyri - 11.12.2014, Page 12
12 46. tölublað 4. árgangur 11. desember 2014 Kanónur koma norður Á sama tíma og aðeins einn starfs- maður Fiskistofu hefur lýst áhuga á að flytja með stofnuninni norð- ur horfir í liðsauka í menningar- málum bæjarins þar sem hvert stórstirnið á fætur öðru sækir um og fær stöðu á Akureyri. Í síðustu viku var upplýst um ráðningar ný- stofnaðs Menningarfélags Akur- eyrar á þremur nýjum sviðsstjórum og tveimur verkefnastjórum en alls sóttu 44 um störfin fimm. Fengu þeir nafnleynd sem óskuðu og er um- deilt. Menningarfélagið hefur þó sem sjálfseignarstofnun ekki laga- skyldu til að hafa ráðningarferli fullkomlega gagnsætt. Félaginu ber ekki að kalla alla í viðtöl sem uppfylla hæfisskyldur. Eigi að síður koma framlög að mestu úr opiber- um sjóðum, frá almennngi í formi gjalda. Hefur því skapast nokkur titringur um ráðningar félagsins. Fyrst ber að telja þau tíðindi að Jón Páll Eyjólfsson leikari og leik- stjóri hefur verið ráðinn leikhús- stjóri á Akureyri. Hann útskrifaðist úr East 15 Acting School í London árið 2000 sem leikari en hefur auk leikstarfa leikstýrt og sett saman sviðsverk hjá Þjóðleikhúsinu, Borg- arleikhúsinu, Leikfélagi Akureyrar og með sjálfstæðum sviðslistahóp- um á Íslandi og í Danmörku. Hann er einn af stofnendum Mindgroup en uppsetningar þeirra hafa vakið mikla athygli hér heima og erlend- is og verið sýndar víða um Evrópu, nú síðast á Norrænum sviðslista- dögum í Danmörku. Einnig hefur Jón Páll verið stundakennari við í Listaháskóla Íslands og haldið vinnustofur hér heima og víða á Norðurlöndunum. „Hann hefur í gegnum störf sín hjá Leikfélagi Akureyrar og sem einn af listræn- um stjórnendum Borgarleikhússins og verkefnaráðinn leikstjóri sýnt hæfni sína og þekkingu til þess setja saman hóp sviðslistamanna og listrænna stjórnenda og laðað fram það besta úr hverjum og ein- um þannig að úr hafa orðið metn- aðarfullar leiksýningar sem hafa snert við áhorfendum,“ segir í til- kynningu Menningarfélags Akur- eyrar. Á NORÐURLEIÐ MEÐ TVO KETTI OG HUND Í samtali við Akureyri Vikublað staðfestir Jón Páll að hann muni flytjast norður vegna nýja starfs- ins. Enn sé þó of snemmt að segja hvenær. „Jú, ég mun flytja norður með fjölskyldu, tvo inniketti og einn hund,“ segir Jón Páll Eyjólfs- son glaðhlakkalegur, maðurinn sem m.a. lék skúrkinn eftirminnilega í Hrauninu sem sýnt var í sjónvarp- inu nýverið. „Ég tek við stöðunni 1. janúar en það tekur okkur tíma að losa okkur undan skuldbindingum hér í Reykjavík þannig að ég verð með annan fótinn fyrir norðan fyrstu mánuðina. Betri fótinn,“ segir Jón Páll. Umræða hefur orðið á opin- berum vettvangi um hvort áskilið ætti að vera vegna ráðninganna að þeir sem nú hafa fengið störf á Akureyri verði að hafa lögheimili á Akureyri og beri að greiða útsvar til Akureyrar líkt og hefði orðið ef „heimafólk“ hefði verið ráðið. Þor- valdur Bjarni Þorvaldsson stendur í svipaðri stöðu og Jón Páll, flutn- ingar virðast fram undan hjá hon- um norður. Þorvaldur Bjarni hefur verið ráðinn tónlistastjóri Menn- ingarfélags Akureyrar og er óum- deilt í hópi þekktustu og hæfileik- aríkustu tónlistarmanna landsins. Hann hefur starfað sem tónlistar- stjóri, hljómsveitarstjóri, tónskáld, upptökustjóri, útsetjari og gítar- leikari með fjölmörgum listamönn- um á Íslandi og erlendis. Hann er með einleikarapróf á klassískan gítar og burtfararpróf í tónsmíð- um. Hann stofnaði hljómsveitina Todmobile og hefur samið tónlist við marga söngleiki og leiksýn- ingar, t.d. Ávaxtakörfuna, Benedikt Búálf, Gosa og Gulleyjuna. Einnig hefur hann samið og útsett tón- list fyrir kvikmyndir, auglýsingar, vefsíður og sjónvarpsþætti. Hann hefur unnið sem tónlistarstjóri í öllum helstu menningarstofnun- um Íslands eins og Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, Leikfélagi Akur- eyrar, RÚV, Stöð 2 og einnig unnið mikið með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Þorvaldur var í hópi þeirra sem nutu nafnleyndar. Bárust fyrst upplýsingar um að hann hefði sótt um stöðuna þegar tilkynnt var að hann hefði fengið hana. Einn heim- ildarmaður blaðsins sá Þorvald í Hofi fyrir skemmstu og segist þá hafa lagt saman tvo og tvo. SPRENGLÆRÐUR VIÐ- BURÐARSTJÓRI Þriðji sviðsstjórinn er Akureyring- um að góðu kunnur vegna ýmissa starfa undanfarið. Sólveig Elín Þórhallsdóttir hefur verið ráðin viðburðastjóri hjá Menningarfé- lagi Akureyrar. Hún lærði m.a. sýn- ingarstjórn í Royal Central School of Speech and Drama í London. Hún starfaði sem sýningarstjóri um árabil, m.a. hjá Leikfélagi Akureyr- ar, Borgarleikhúsinu og Íslensku óperunni. Þá stundaði Sólveig tón- listarnám og lauk áttunda stigi í klassískum söng frá Nýja tónlistar- skólanum í Reykjavík. Undanfarin sex ár hefur Sólveig verið búsett á Akureyri. Hún lauk ML gráðu í lögfræði við Háskólann á Akureyri í ágúst sl. og hefur verið í starfs- námi við Héraðsdóm Norðurlands eystra undanfarinn mánuð. Sólveig hefur verið viðloðandi Menningar- húsið Hof allt frá opnun þess og hefur starfað þar tímabundið við sýningarstjórn, miðasölu og verk- efnastjórn. Þá má geta þess að Sól- veig hefur skrifað leikdóma fyrir Akureyri Vikublað. Jafnframt hefur verið gengið frá ráðningu á tveimur nýjum ver- kefnastjórum. Þórunn Geirsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri við skipulags- og sýningastjórn. Þórunn hefur starfað á höfuð- borgarsvæðinu, lengst af í Þjóð- leikhúsinu sem skipulags- og sýn- ingastjóri. Hún lærði sýningastjórn í The Bristol Old Vic Theatre School og hefur unnið í flestum svið- listastofnunum á Íslandi. Anna Bergljót Thorarensen hef- ur verið ráðin verkefnastjóri um markaðsmál. Anna Bergljót er lærður viskiptafræðingur frá Há- skólanum á Bifröst. Þá er hún að leggja lokahönd á nám við menn- ingarstjórnun frá sama skóla. Frá árinu 2007 hefur hún starfað sem framkvæmdastjóri Leikhópsins Lottu og umboðsskrifstofunnar Kraðaks. Þá hefur hún sinnt hlut- verki markaðs- og kynningarfull- trúa í Þjóðleikhúsinu frá árinu 2012. Anna Bergljót hefur áður Þorvaldur Bjarni. Á norðurleið. Jón Páll. Þarf tímasvigrúm fyrir flutn- ing fjölskyldunnar, tvo ketti og einn hund. Sólveig Elín Þórhallsdóttir. Sú eina í hópi nýrra sviðsstjóra sem hefur viða- mikla reynslu af störfum á Akureyri. STÖÐUGREINING Björn Þorláksson

x

Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.