Akureyri


Akureyri - 11.12.2014, Page 16

Akureyri - 11.12.2014, Page 16
16 46. tölublað 4. árgangur 11. desember 2014 Glerárgata 34b v/ Hvannavelli · 600 Akureyri Sími: 461 1092 · asco@asco.is BÍLARAFMAGN - Fljót og örugg þjónusta BÍLARAFMAGN · VAR AHLUTIR · RAFGEYM AR · ALPINE · HLJÓM FLUTNINGSTÆKI ÓKEYPIS RAFGEYMAMÆLING! Eigum allar stærðir rafgeyma á lager Steinsmiðja Akureyrar Glerárgata 36, S: 466 2800 Opið mán.-föst. kl. 13-17 Lampar frá: 4.900- Kertastjakar: 1.900- Falleg lýsing í skammdeginu Einstök og hlýleg jólagjöf NÝ SKAGFIRSK PLATA Út er komin platan Ýlfur eftir Gísla Þór Ólafsson, tónlistarmann sem búsettur er á Sauðárkróki og starfar á Héraðsskjalasafni Skagfirðingaþ Hann segir um að ræða þriðju sólóplötuna en áður hafi komið út plöturnar Nætur- gárun (undir flytjandanafninu Gillon, 2012) og Bláar raddir (lög við ljóð Geirlaugs Magnússonar, úr bók hans Þrítengt, 2013). Einnig hafi komið út 5 ljóðabækur á árunum 2006-2010. „Ýlfur er safn 10 laga og má rekja til samnefndrar kassettu sem gefin var út í örfáum eintökum árið 1998. Öll lög eru eftir mig auk fimm texta, en fjórir eru eftir Geirlaug Magnússon og einn eftir Gyrði Elíasson. Platan var tekin upp í Stúd- íó Benmen á Sauðárkróki og var upptökustjórn í höndum Sigfúsar Arnars Benediktssonar. Mynd á umslagi gerði Auður Eyleif Einars- son. Setja upp sín eigin týndu jól Átta krakkar á aldrinum 12-15 ára, Englahópurinn, hafa skrifað leikritið Týndu jólin. Krakkarnir hafa sjálf séð um leikstjórn, lýs- ingu, sviðsmynd og annað sem þarf og verður leikritið sýnt í Rýminu á Akureyri. Sýnt verður í tvígang á morgun, 12. desember, klukkan 17 og 19. Allur aðgangseyrir rennur óskiptur til Leikfélags Akureyrar. Leikritið fjallar um börn sem fá ekki í skóinn og lenda í ýmsum ævintýrum í kjölfarið. Sjón er sögu ríkari þar sem leikur og söngur fær að njóta sín hjá þessum hæfileika- ríku krökkum. Leikhópurinn tók þátt í Gullna hliðinu sýningu Leikfélags Akur- eyrar bæði á Akureyri og í Borg- arleikhúsinu. Allur aðgangseyrir rennur óskiptur til Leikfélags Ak- ureyrar sem þeim þykir svo vænt um. Aðgangseyri er stillt í hóf 1000 kr.- fyrir 16 ára og eldri en 500 kr. fyrir börn og eldri borgara. Aðeins tvær sýningar 12. desem- ber, klukkan 17:00 og 19:00. a Vísindaskóli verður að veruleika Úthlutun úr Menningar- og viður- kenningarsjóði KEA fór fram 27. nóvember í Hofi, menningarhúsi Akureyrar. Vísindaskóli Háskól- ans á Akureyri hlaut styrk að upphæð 500.000 kr. vegna þátt- tökuverkefnis á sviði menningarmála. Akur- eyrarbær hefur heitið svipuðu fjármagni til verkefnisins. Einnig hefur fengist framlag frá Raftákni ehf. Vís- indaskólinn er nýjung í starfi Háskólans á Ak- ureyri. Tilvist skólans byggist á framlögum frá einkaaðilum og fyr- irtækjum en heildar- kostnaður er áætlaður um fjórar milljónir króna. Vísindaskóli HA er ætlaður ungu fólki á aldrinum 11-13 ára. Tilgangurinn er eftir því sem kem- ur fram á heimasíðu Háskólans á Akureyri annars vegar að auka val- möguleika þegar formlegu skóla- starfi lýkur að vori. Hins vegar að kynna háskólann fyrir ungmennum á svæðinu og færa hann nær norð- lenskum heimilum. Boðið verður upp á fjölbreytt námskeið sem tengjast hefðbundnu námsframboði skól- ans. Munu kennarar og nemendur HA sjá um kennsluna. Hluti starfsins fer fram innan veggja skólans. Einnig fara nemendur hjólandi í vettvangsferðir og hitta sérfræðinga í ólíkum störfum, meðal annars í sjávarútvegi og fjölmiðlum. Vísinda- skólinn verður starfræktur í fyrsta sinn í júní 2015 og verður framvegis árlegur viðburður. a Veittir voru 34 styrkir úr Menningar- og viðkur- kenningasjóði KEA og tók Sigrún Stefánsdóttir forseti hug- og félagsvís- indasviðs HA við styrk Vísindaskólans. Eyþór Ingi Jónsson

x

Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.