Akureyri


Akureyri - 11.12.2014, Qupperneq 18

Akureyri - 11.12.2014, Qupperneq 18
18 46. tölublað 4. árgangur 11. desember 2014 Komdu í Brimborg - ALLT FYRIR BÍLINN - Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 Margverðlaunuð finnsk gæðadekk. Öruggustu dekkin samkvæmt FÍB Endingargóðir og kraftmiklir rafgeymar sem gefa þér öruggt start jafnvel í mesta frosti Við skiptum líka um þurrkublöð og perur ásamt því að fylla á rúðuvökva Bell Add vélahreinsiefni og eldsneytisbætiefni hreinsa vélina, minnka eyðslu og auka kraft Opið virka daga frá kl. 8-17 Opið laugardaga frá kl. 12-16 Veldu Nokian gæðadekk Exide rafgeymar Sjáðu betur! Minni eyðsla - aukinn kraftur Þú finnur gæða bónvörur frá Sonax hjá okkur Ritstjórar rífast - aukin harka færst í byggðamál Leiðari Fréttablaðsins í síðustu viku þar sem Sigurjón Magnús Eg- ilsson ritstjóri gagnrýndi afstöðu íbúa utan höfuðborgarsvæðisins, þeirra sem héldu fram sjálfhygli íbúa suðvesturhornsins, hefur vakið mikil viðbrögð og umræð- ur. Á þræði um byggðamál á face- book hefur verið rætt um herská skrif og aukna pólaríseringu milli landsbyggða og höfuðborgarsvæðis. Virðist sem aukin harka hafi færst í byggðaumræðu, enda er bitist um fé og tækifæri milli landsbyggða og höfuðborgarsvæðis. Annar rit- stjóri, Kristinn H. Gunnarsson fyrrum þingmaður, kveður sér meðal annarra hljóðs í umræðunni. Kristinn fer hörðum orðum um kollega sinn Sigurjón ritstjóra Fréttablaðsins og telur skrif hans „afskaplega vond“. Leiðarahöfundur Fréttablaðsins skrifaði eftirfarandi klausu: „Trú- lega hefur fólk sem býr utan mesta þéttbýlisins sjaldan verið eins her- skátt og nú, í baráttu við ímyndaða óvini. Lengst hafa þingmenn Fram- sóknarflokksins gengið, en þeir telja fullvíst að Alþingi samþykki vilja þeirra um að ríkið fari fram- vegis með skipulag á flugvallar- svæðinu í Reykjavík. Framsóknar- mennirnir treysta ekki núráðandi borgaryfirvöldum. Þeir hrifsa til sín skipulagsvaldið af Reykjavík, ímynduðum óvini sínum.“ Einnig: „Þau sem stríða við vindmyllurnar verða að átta sig á að það er enginn andstæðingur í stríðinu. Þess vegna er ekkert stríð.“ Ekki eru allir sammála því að stríðið sé ímyndað. Er sem dæmi bent á að stórfellda eignaupptöku fólks sem hefur á sumum land- svæðum þuft að þola hrun fast- eignaverðs. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri AFE, beitir háði þegar hann bregst við: „...fólkið úti á landi eru meinlausir karakter- ar með furðuleg viðfangsefni eins og við sjáum gjarnan í Landanum og það er vitanlega sú mynd sem borgríkisbörnin og fjölmiðlungar hafa og birta. Skoðanir út-á-landi “hyskisins” eru auk þess ekki “réttar”, nema í samþykktum undantekn- ingartilvikum, eins og leiðarinn leiðir fram.“ -BÞ Boðar fjölgun starfs- manna Rúv úti á landi Stefnt að því að ráða starfsmenn víðs vegar um landið til að sinna fréttaskrifum fyrir Ríkisútvarp- ið. Þetta kom fram í erindi Freyju Daggar Frímannsdóttur, svæðis- stjóra Rúv, á fundi sem Samtök atvinnurekenda á Akureyri héldu í síðustu viku. Hún boðaði sókn Rúv á vefnum en útilokaði að aftur yrði blásið lífi í svæðisútvarpið. Ummæli Freyju Daggar vöktu athygli á fundinum í ljósi þess að fjárhagsvandi Rúv er nú mjög til um- ræðu. Freyja Dögg sagði að sýnileiki starfsemi Rúv á Akureyri hefði minnkað með niðurlagningu svæðis- útvarpsins. Jafnvel hefði sú goðsögn orðið lífseig að öllu hefði verið skellt í lás fyrir norðan. Íbúum hafi fund- ist þeir afskiptir fyrir vikið en fram undan væru bjartari tímar. Unnið væri að því að endurvekja miðlun á staðbundnu efni á ákveðnum svæð- um. Væri fyrst og fremst horft á vef-framleiðslu. Gert væri ráð fyrir landshlutasíðum á nýjum vef Rúv sem senn verður tekinn í notkun. a Þurfum að móta okkur stefnu Kristín Sóley Björnsdóttir hefur verið ráðin í tímabundið starf sem forstöðumaður Rannsóknamið- stöðvar ferðamála (RMF). Krist- ín Sóley er með meistaragráðu í menningarlandfræði með áherslu á ferðamál frá Viðskiptaháskól- anum í Gautaborg. Hún hefur víðtæka reynslu í verkefna- og viðburðastjórnun og hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum á sviði menningarmála og ferðaþjónustu. „Starfið leggst afskaplega vel í mig og ég hlakka til að takast á við þetta verkefni á nýju ári. Mín fyrstu verk verða auðvitað að kynnast RMF á ný, starfsfólkinu sem þar vinnur og öflugum stjórnarmeð- limum, og að tengjast greininni á ný með auknum krafti. Verkefn- in sem taka við í þessu nýja starfi mínu eru mörg, áhugaverð, ögrandi og afar spennandi. Ferðaþjónustan hérlendis er ung atvinnugrein og rannsóknir tengdar henni hafa að undanförnu fengið byr undir báða vængi. Það er einmitt það sem gerir starfið svo spennandi,“ segir Krist- ín Sóley. „Mitt hlutverk á RMF verður meðal annars að tengja ferðaþjón- ustuaðila og aðra hagsmunaðila enn betur við rannsóknamiðstöðina með því markmiði að stuðla að gerð hagnýtra rannsókna og opins sam- tals til að styrkja íslenska ferða- þjónustu.“ Fráfarandi forstöðumaður, dr. Edward H. Huijbens, hefur sinnt starfi forstöðumanns í hálfri stöðu samhliða kennslu og öðrum verk- efnum við Háskólann á Akureyri frá árinu 2006. Edward mun áfram sinna rannsóknum í þágu ferða- þjónustu við RMF. Spurð hvort þörf sé á auknum rannsóknum í ferða- þjónustu og fleiri stöðugildum í ferðavísindum segir Kristín Sóley: „Ísland er vinsæll áfangastaður meðal ferðafólks og ferðaþjónust- an hér er ung atvinnugrein sem hefur stækkað ört. Við þurfum því auknar rannsóknir samfara þessari hröðu þróun. Bæði til að fylgjast með henni en einnig til að læra af niðurstöðunum, móta okk- ur stefnu svo hún t.d. geti þrifist í sátt og samlyndi við okkur sem hér búum og auðvitað náttúruna. Auk- in stöðugildi í fræðastörfum eru því mikils virði. RMF mun gera sitt eins og hingað til svo að af því megi verða með því að benda m.a. á mik- ilvægi þess að auka fjármagn til rannsókna. Nú hefur RMF hert róð- urinn bæði í fræðimennskunni og í samskiptum við hagsmunaðila með því að auka hlutfall starfandi rann- sakanda við miðstöðina og ráða forstöðumann í fullt starf. Ég horfi björtum augum á framtíðina hvað varðar bæði kennslu og rannsóknir í ferðaþjónustunni og skilning hins opinbera á mikilvægi þeirra.“ a Svæðisstjóri flytur erindi sitt.

x

Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.