Akureyri - 11.12.2014, Side 20
20 46. tölublað 4. árgangur 11. desember 2014
Það var mjög góð ákvörðun
að flytja hingað norður
Guðrún Karítas Garðarsdóttir, verslunarstjóri bóka-
búðarinnar Eymundsson við Hafnarstræti á Akureyri,
er sennilega betur inni í bóksölu á Norðurlandi en flest-
ir aðrir. Hún metur stöðu bókarinnar sumpart sterka
hér á landi en telur að ógnir steðji að. Samkvæmt
fjárlagafrumvarpinu verður virðisaukaskattur á bækur
hækkaður. Lýsir Guðrún Karítas áhyggjum af þeirri
fyrirætlan. Þá segist hún andsnúin því að bækur séu
seldar í stórmörkuðum fyrir jólin.
Við tyllum okkur niður á kaffihúsi
í miðbæ Akureyrar til að ræða
ýmsar spurningar sem varða stöðu
bókarinnar í menningu okkar Ís-
lendinga. En fyrst langar mann að
kynnast persónunni. Fram kemur
fljótlega í spjalli okkar að það má
þakka Verkmenntaskólanum á Ak-
ureyri að Guðrún Karítas býr hér
fyrir norðan.
„Reykjavík er frábær en ég kann
betur við mig hér fyrir norðan þótt
allt mitt fólk sé í Reykjavík. Það
urðu tímamót hjá mér áramótin
2009-2010. Þá vildi ég byrja nýtt
líf og dætur mínar sem þá voru 12
og 16 ára gamlar tóku vel í nýtt
upphaf – breytingar. Af því að sú
eldri hafði greinst með einhverfu
kom starfsbraut VMA afar sterkt
inn þegar við fórum að velta fyrir
okkur menntamöguleikum hennar.
Ég bar starfsbraut VMA saman við
aðrar námsleiðir í öðrum skólum í
Reykjavík. VMA virtist einfaldlega
henta betur dóttur minni en nokkur
annar skóli og það gerði útslagið.“
VMA stórkostlegur skóli
Hún segist ekki sjá eftir þessari
ákvörðun. „Dóttir mín hefur nú
útskrifast eftir 4 ára nám á starfs-
braut VMA og ég verð bara að segja
að okkur finnst VMA stórkostlegur
skóli, starfsmenn brautarinnar eiga
mikinn heiður skilið. Hún er núna
komin í nám við Húsmæðraskólann
í Hallormsstað og kemur flott heim
í jólafríið til að hjálpa mömmu að
baka! Það verður mjög gott að fá
hana heim. Dætur mínar eru dug-
legar stelpur, þær bjarga mér oft.
Þær vilja báðar búa hérna sem seg-
ir mér að hér líður okkur vel og að
það var mjög góð ákvörðun að flytj-
ast hingað norður.“
Fjölskyldan er blönduð fjöl-
skylda eða samsett fjölskylda eins
og það kallast líka. Hún sam-
anstendur af Guðrúnu Karítas og
fyrrnefndum dætrum, Védísi Elvu
og Ásdísi Eir. Eiginmaður Guðrún-
ar Karítasar er Böðvar Kristjáns-
son. Hann á tvö börn, Kristbjörgu
og Jón „...og svo er það samein-
ingarbarnið okkar, kötturinn Leó,“
segir Guðrún Karítas og hlær.
Ólst upp í Bókabílnum
Ég spyr hvort hún hafi séð fyrir sér
sem barn að hún ætti eftir að vinna
í bókabúð.
„Nei, ég hugleiddi það nú aldrei.
En ég hafði lengi átt mér draum
að starfa við eitthvað skapandi,
en þrátt fyrir það valdi ég aðra
menntun sem þó nýtist mér vel
í dag þannig að þetta kemur allt
heim og saman.“
Varstu bókaormur sem barn?
„Já, ég var bókaormur, varð læs
fjögurra ára gömul og lifði fyrir
bókabílinn í Reykjavík. Bókabíll-
inn kom tvisvar í viku, það var
hrópað og kallað þegar hann kom
í hverfin. Ég man enn lyktina inni
í honum, svo valdi maður rétti af
hlaðborðinu og fór heim með full-
an poka. Legið í bókum þangað til
hann kom næst.“
Í ljós kemur að Astrid Lindgren
er sá höfundur sem Guðrún Karít-
as hreifst mest af sem barn. Emil í
Kattholti var í sérstöku uppáhaldi
en hún nefnir einnig Fimm fræknu,
Öddu bækurnar og Frank og Jóa. Af
innlendum höfundum var Guðrún
Helgadóttir í uppáhaldi.
Mikil áskorun að stýra búðinni
Þegar Guðrún Karítas hóf störf
sem verslunarstjóri Eymundsson
á Akureyri segir hún að umfang
reskstrar búðarinnar hafi komið
henni mest á óvart. Hún sé rekstr-
arfræðingur að mennt og hafi bæði
unnið hjá fjármálafyrirtækjum
og í endurskoðun þegar tæki-
færið gafst árið 2011 að kúvenda
starfsferlinum. „Ég bara stökk út
í djúpu laugina og er enn að læra.
Sem dæmi hafði ég áður aldrei haft
forræði yfir fólki en í bókabúðinni
starfa um 30 starfsmenn þegar
mest er þannig að þetta hefur verið
mikil áskorun. Það fer mikill tími
í starfsmannamál, alls konar mál
Guðrún Karítas Garðarsdóttir, verslunarstjóri í Eymundsson á Akureyri. Þakkar VMA búsetu sína, botnar lítið í forgangsröðun stjórnvalda og vill bækur burt úr matvörubúðum.
MESTUR VERÐMUNUR Á ORÐBRAGÐI
Samkvæmt verðkönnun ASÍ á jólabókum í 7 bókabúðum og matvöru-
verslunum víðsvegar um landið nýverið er mestur verðmunur milli búða á
fræðibókinni Orðbragð. Bókin var á lægsta verðinu hjá Bóksölu stúdenta á
3.595 kr. en dýrust hjá Forlaginu á 5.390 kr. sem er 1.795 kr. verðmunur eða
50%. Minnstur verðmunur í könnuninni var á barnabókinni Gula spjaldið í
Gautaborg eftir Gunnar Helgason sem var ódýrust hjá Bónus á 2.959 kr. en
dýrust hjá Bóksölu stúdenta á 3.495 kr. sem er 536 kr. verðmunur eða 18%.
OFTAST 25-50% VERÐMUNUR
Sem dæmi um mikinn verðmun á vinsælum titlum fyrir jólin má nefna að
bókin DNA eftir Yrsu Sigurðardóttur var ódýrust á 3.998 kr. hjá Bónus en
dýrust á 5.690 kr. hjá Forlaginu, sem er 42% verðmunur. Einnig var mikill
verðmunur á prjónabókinni Litlu skrímslin – skemmtilegt dýraprjón á
yngstu börnin sem var ódýrust á 3.079 kr. hjá Bónus en dýrust á 3.995 kr.
hjá Bóksölu stúdenta sem er 30% verðmunur. Að lokum má benda á að
Kamp Knox eftir Arnald Indriðason var ódýrust á 3.999 kr. hjá Krónunni en
dýrust á 5.690 kr. hjá Forlaginu sem er 42% verðmunur.