Akureyri - 11.12.2014, Síða 24
AUGLÝSINGAR 578 1190 & AUGLYSINGAR@FOTSPOR.IS | RITSTJÓRN 862 0856 & BJORN@AKUREYRIVIKUBLAD.IS
14.500 EINTÖK FRÍTT UM ALLT NORÐURLAND Á HVERJUM FIMMTUDEGI
UM DAGINN OG VEGINN
HRAFNDÍS BÁRA
SKRIFAR
Límbands
jól
Jæja. Þá gerist það. Jólin fara að
bresta á með öllum sínum hefðum
og dyntum. Þegar þetta er ritað er
húsmóðirin á heimilinu á barmi
taugaáfalls þar sem hún hefur
ekki farið í tilhlýðilegar tiltektir í
geymslum og búri né edikþrifið eld-
húsinnréttinguna hátt og lágt. Eina
jólaskrautið sem upp er komið er
tilgerðarlega stór jólastjarna með
ljósi og búið að leiða snúrur, fram-
lengingar og fjöltengi um stofuna
þvers og kruss.
Það er reyndar fátt jólalegra en
leiðslur og snúrur um allt hús. Þessi
dásamlega birtingarmynd þess að
senn fari hátíð í hönd. Snúrurnar
má líma niður með brúnu límbandi,
sem sannarlega gefur heimilinu
þennan skemmtilega mínímalíska
brag og minnir þig á æskuheimil-
ið og rafvirkjahæfileika föður þíns.
Nú eða látið liggja og lafa með
frjálsri aðferð og leyfir gestum að
sjá hvað þú ert í raun frjálsleg og
andlega þenkjandi. Fólk gæti jafn-
vel haldið að þú stundaðir jóga og
innhverfa íhugun.
Jólaskreytingar eru hinsvegar
ekki til neins ef ekki á að fylgja
hinum aldagömlu og bráðnauðsyn-
legum hefðum um jólaþrif. Það
hefur sýnt sig og sannað í gegnum
tíðina að hvorki almáttugur guð
og eða sonur hans, nú eða Þór, Óð-
inn og allir hinir eða hver svo sem
andinn er, lætur ekki sjá sig inn-
an um rykugar hillur eða kámugt
postulín. En hvað er til ráða fyrir
hugmyndafræðilega önnum kafna
húsmóðurina? Alveg eins og Bjössi,
gamli kennarinn minn í grunnskóla,
kenndi okkur að örlítið WD40 í
miðstöðina gæfi bílnum þessa góðu
nýjabílalykt og myndi tryggja sölu
hvaða skrjóðs sem er þá hef ég fulla
trú á ajaxblöndu á ofnana.
Annars er alltaf hægt að hringja
í ISS. a
Ve
ru
m
gá
fu
ð
og
bo
rð
um
fi
sk
Kv
eð
ja
G
rím
ur
k
ok
ku
r
ww
w.
gr
im
ur
ko
kk
ur
.is
Pl
ok
kf
is
ku
r
- H
ol
lu
r k
os
tu
r t
ilb
úi
nn
á
5
m
ín
.