Akureyri


Akureyri - 29.03.2012, Qupperneq 9

Akureyri - 29.03.2012, Qupperneq 9
10 29. MARS 2012 AÐSEND GREIN Á að brenna plastið eða endurvinna! Víða um land hefur síðustu ár verið mikil og góð vakning meðal fólks varðandi það hvernig umgengni okk- ar mannanna hefur áhrif á framtíð lífs á jörðu. Í Stórutjarnaskóla hef- ur verið unnið ötullega að þessum málum frá árinu 2008 og á síðasta ári öðlaðist skólinn grænfána Land- verndar sem merki um þann árangur sem unnist hafði. Til að koma okk- ar málum áleiðis höfum við verið í góðu samstarfi við aðila á Akureyri en fyrst og fremst Gunnar Garðars- son, sem var í forsvari fyrir Sagapl- ast ehf og Endurvinnsluna, því við þurftum að læra að flokka og síðan að koma hráefninu í réttan farveg. Fyrir tilstilli Gunnars virtust þessi mál deginum ljósari; það eina sem við þyrftum að gera var að breyta þeim handtökum sem áður höfðu verið viðhöfð er kom að því að leggja frá sér tómar umbúðir. Frá upphafi flokkuðum við plastið í aðgreint hart plast og lint plast og ætlum að halda því áfram. Okkur fannst ekki þurfa sérstaklega að útskýra það að ekki væri gott að safna til lengri tíma umbúðum með matarafgöngum eða öðrum óæskilegum efnum. Núverandi bæjarstjórn á Akur- eyri kom á flokkunarkerfi meðal Ak- ureyringa fyrir nokkrum misserum sem okkur fannst afar gott framtak. En eftir á litið hefði líklega verið betra að fara hægar af stað því það virðist augljóst að enn er stór hópur fólks sem vill loka augunum fyrir því sem augljóslega er að gerast í umhverfinu nær og fjær og rekja má beint til lifnaðarhátta okkar mannanna. Við viljum með þessu bréfi kom því á framfæri að það eru ekki eingöngu Akureyringar sem hafa not af flokkun Endurvinnslustöðvarinnar, það gera líka sveitirnar í kring og það er hart fyrir þá sem hafa vandað sig við flokk- un í lengri eða skemmri tíma að heyra svo að til eru slóðar og/eða sóðar sem verða þess valdandi að flokkun þeirra samviskusömu er fyrir borð borin. Þetta er engan vegin ásættanlegt en okkur sýnist þó að engin leið sé til önnur en að halda ótrauð áfram því góða framtaki sem verið hefur í gangi og láta ekki deigan síga í flokk- un. Það munum við gera og hvetjum alla til hins sama. Við eigum bara eina jörð. F.h. umhverfisnefndar Stórutjarnaskóla, Sigrún Jónsdóttir AÐSEND GREIN Enn af augnlækningum Fyrir skömmu ritaði ég grein í tilefni þess að hingað til Akureyrar hefur að undanförnu vanið komur sínar augnlæknir einn að sunnan sem tekið hefur ótæpilegt gjald af bæj- arbúum fyrir þjónustu sína. Eitthvað virðist þessi grein mín hafa valdið misskilningi. Ætlunin með henni var alls ekki að kasta neinni rýrð á störf Margrétar Loftsdóttur eða annarra. Hún stendur vel fyrir sínu. Hitt er svo annað mál eins og hún bendir reyndar réttilega á að ekki er nema um svokallaðar almennar augnlækningar að ræða og ekki þarf mikið út af að bera til að sjúklingar séu sendir suður. Sjálfur hef ég þurft oftar en einu sinni að fara suður vegna fremur ómerkilegra smáaðgerða sem þurft hefur að gera með leisertæki sem ekki er til hér og þar stendur hnífur- inn í kúnni. Það er með augnlækn- ingar eins og annað í heilbrigðismál- um hér á Akureyri. Hér hefur ekki verið komið fyrir tækjum til að gera sérhæfða hluti svo neinu nemi og má þar líklega mest um kenna heilbrigð- isyfirvöldum og stjórnmálamönnum. Menn gera sér ef til vill ekki grein fyrir því að markaðurinn er mun stærri en hann virðist í fljótu bragði. Svo við höldum áfram með augn- lækningarnar þá ætti vel að vera mögulegt að koma hér upp augn- veri með markaðssvæði á Norður- og Austurlandi. Auk þess mætti vel hugsa sér Færeyjar og Grænland sem markað líka en beint flug hingað til Akureyrar þaðan hlýtur að verða að veruleika innan mjög fárra ára ef hér á að rísa heimsmiðstöð norðurvís- inda. Að sjálfsögðu gildir hið sama um ýmis önnur lækningatæki eins og til að mynda hjartalækningatæki og blóðskilju. En það hlýtur að verða keppikefli heilbrigðisyfirvalda hér í bæ að þessum tækjum verði hér komið upp sem fyrst. Reynir Antonsson AÐSEND GREIN Páskar og egg Framundan er ein stærsta hátíð- in í kristnum sið. Hebreska orðið pesah er á latínu pascha en á ís- lensku tölum við um páska. Pásk- arnir hafa ekki fasta dagsetningu eins og jólin. Þeir eru alltaf haldnir á fyrsta sunnudegi eftir fullt tungl á vorjafndægri. Tilefnið er upprisa Jesú. Menn trúa því að Jesú hafi risið upp frá dauðum á þriðja degi eftir að hann var krossfestur. Samkvæmt frásögnum í Nýja testamentinu bar handtöku og krossfestingu einmitt upp á páskahátíðinni. Annars má rekja sögu páskanna og páskaeggj- anna allt aftur til frumkristni þar sem menn litu á öll egg sem tákn um upprisu. Í Mið-Evrópu greiddu leiguliðar, sem oft voru fátækir bændur, land- eigendunum skatt nokkrum sinnum á ári fyrir afnot af jörðinni. Þeir greiddu með afurðum af skepn- um á býlinu eins og mjólk og kjöti. Páskaskatturinn var oftast greiddur með eggjum því þau þóttu sérstak- lega eftirsóknarverð á vorin. Með árunum fóru landeigendur að gefa hluta eggjanna til þurfalinga og barna. Sumir sugu innihaldið úr eggjunum, máluðu þau og skreyttu til gjafa. Meðal yfirstéttarinnar og ríka fólksins varð siður að gefa páskaegg, skreytt með trúarlegum myndum, spakmælum eða ljóðum. Seinna fóru menn að framleiða pappaegg og fylla með sælgæti en slík egg eru ennþá til í dag t.d. á Norðurlöndunum. Sá góði siður að vera með páska- egg úr súkkulaði varð algengur á Ís- landi um 1920. Fyrsta verslunin sem auglýsti þetta lostæti var Björnsbak- arí árið 1922. Núna keppa súkkulaði- verksmiðjur við hverja aðra um verð og gæði. Eggin eru skreytt ungum og alls kyns fígúrum og ekki má gleyma málsháttunum sem fylgja hverju eggi. Þeir virðast vera alveg séríslenskt fyrirbæri. Páskasiðirnir eru margir og mis- munandi um allan heim. Í Banda- ríkjunum er t.d siður að börn leiti að eggjum sem foreldrar þeirra hafa falið í garðinum og tíni þau í körfu sem krakkarnir hafa föndrað. Sum- staðar tíðkast sú regla að klæðast ekki fínni flík á föstunni fram að páskum en fara svo í eitthvað nýtt og litríkt á páskadag. Þó það væri nema ein lítil páskahúfa. Tímarnir breytast og mennirnir með. Kirkjan tekur sífellt upp nýrri og frjálsari siði. Í kirkjunum voru áður fyrr haldnar eggjakasts-hátíð- ir. Á miðöldum kastaði presturinn harðsoðnu eggi til altarisdrengjanna sem köstuðu því síðan á milli sín . Sá sem hélt á egginu þegar klukkan sló 12 fékk að eiga það. Því ekki að taka þennan skemmtilega sið upp að nýju og þá með súkkulaðieggi í takt við nútímann? Aldrei er of seint gott að gjöra! Gleðilega páska. HVERNIG ER LÍFIÐ Á GAZA? Samtök hernaðarandstæðinga halda fund í Akur- eyrarAkademíunni (gamla Húsmæðraskólanum) þriðju- dagskvöldið 3. apríl. Efni hans er frá Palestínu: Æska, líf og dauði á Gaza. Sérstakur gestur fundarins og ræðu- maður er Anees Mansour forstöðumaður Rachel Corrie miðstöðvarinnar fyrir börn og unglinga á Gaza. Einnig talar leikkonan Þóra Karítas Árnadóttir sem fyrir skömmu lék titilhlutverk í einleiknum „Ég heiti Rachel Corrie“ sem byggir á skrifum Rachel sem drepin var af ísraelskri jarðýtu þegar hún mótmælti niðurrifi húsa á Gaza-svæðinu. Þóra Karítas heimsótti Palestínu í tengslum við uppsetninguna. Fundurinn er öllum opinn og hefst kl. 20. ALVILDA ÖSP ÓLAFSDÓTTIR RACHEL CORRIE Skipulags- og matslýsing, Vestursíða - Borgarbraut Um þessar mundir er unnið að gerð deiliskipulags við Vestursíðu – Borgarbraut í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010. Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur lagt fram til kynningar skipulags- og matslýsingu á verk- efninu. Þar koma m.a. fram hvaða áherslur eru ráðandi við gerð deiliskipulagsins og upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu. Þá er fyrirhuguðu skipulagsferli lýst og hvernig kynningu og samráði verður háttað gagnvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum. Skipulags- og matslýsingin mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér gögnin og komið með ábendingar. Skipulags- og matslýsinguna er einnig að finna á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar, www.akureyri.is/skipulagsdeild undir: auglýstar tillögur. Þeir sem vilja koma ábendingum til skipulagsnefndar er bent á að skila þeim skriflega til skipulags- deildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð, og/eða í tölvupósti (skipulagsdeild@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram. Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar 29. mars. 2012 Deiliskipulag miðbæjar, Drottningarbrautarreitur Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 20. mars 2012 samþykkt eftirfarandi deiliskipulag: Mið- bær suðurhluti – deiliskipulag Drottningarbrautarreits. Svæðið sem deiliskipulagið nær til afmarkast af Drottningarbraut í austri, Kaupvangsstræti í norðri, lóð Akureyrarkirkju og Eyrarlandsvegi í vestri og lóðarmörkum Hafnarstrætis 65 og Austurbrú í suðri. Tillagan var auglýst þann 28. desember 2011 og var athugasemdafrestur til 7. febrúar 2012. Auglýsingar birtust í Lögbirtingarblaðinu og Dagskránni, Akureyri. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð og á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: www.akureyri.is/skipulagsdeild. Athugasemdum sem bárust á auglýstum athugasemdatíma var svarað á fundi skipulagsnefndar þann 14. mars 2012. Ekki var gerð breyting á áður auglýstum gögnum vegna athugasemdanna. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á skipulagsdeild Akureyrarkaupstaðar. Hverjum þeim sem telur á rétt sinn hallað með samþykkt þessari er heimilt að skjóta máli sínu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála með kæru sbr. 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en kærufrestur er einn mánuður frá birtingu deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar 29. mars 2012

x

Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.