Akureyri


Akureyri - 29.03.2012, Side 11

Akureyri - 29.03.2012, Side 11
12 29. MARS 2012 “ Guðmundur, byrjum á einni ágengri: Það hafa, held ég, aldrei verið bornar brigður á hæfileika þína eða getu til að stjórna Sinfóníuhljómsveit Norðurlands en nú styttist í að þú hafir stjórn- að sveitinni í 20 ár – er þetta ekki orðið gott? Þarf ekki að fara að skipta um mann í brúnni? Ef menn telja rétt að ég fari þá þarf bara að ræða það við mig. Málið er ekki flóknara en það. Stjórn hljómsveitarinnar ræður og það er hennar að taka ákvörðun um ráðningar starfsmanna. Ættu ekki að vera hámarks viðmið um störf listrænna stjórnenda hjá sömu stofnun. Það er jú á þínu valdi, ekki satt, að skrifa hinn tón- listarlega matseðil, ákveða hvers konar tónlist Norðlendingar fá að heyra hljómsveitina leika í mjög langan tíma? Ég er andlit hljómsveitarinnar út á við en fimm manna stjórn stýrir starfinu, þrír fulltrúar frá Akureyrarbæ og tveir fyrir hönd hljóðfæraleikara. Þetta fólk hefur valdið. Svo eru tveir starfsmenn, fram- kvæmdastjóri sem er í fullu starfi og ég sem er í litlu starfi. Svo tekur verkefnavalsnefnd ákvörðun um efnisskrá. Þar sit ég, einn af þremur. Stjórnin sem sagt ákveður matseð- ilinn, hvort hann eigi að vera þríréttaður, fimmréttaður, einir stórir tónleikar eða fleiri minni. Síðan vinnur verkefnavalsnefnd úr þeim ramma sem settur hefur verið, fyllir inn í hann. Auðvitað hef ég einhver áhrif, en haldi einhver að ég taki allar tónlistarlegar ákvarðanir Sinfóníuhljómsveitar Norður- lands um efnisval við eldhúsborðið mitt, þá er það mikill misskilningur. Það er sem sagt ekki þannig að ef þú fílar ekki Mahler, þá fái Norðlendingar aldrei að heyra SN flytja Mahler? Nei, það er ekki þannig. Mahler er reyndar ekki gott dæmi í þessu samhengi því ég fíla Mahler í botn! Við höfum hins vegar ekki burði til að spila hann. 20 ára starfsafmæli Þú minnist á burði, ég held ég hafi rekið augun í 18 ára stúlku spilandi á eina fiðluna með SN á síðustu tónleikum? Segir það eitthvað um hljómsveitina? Það eru um 25 ár síðan þessi hljómsveit fór í gang undir nafninu Kammerhljómsveit Akureyrar. Ég kom svo hingað árið 1992 þannig að eftir mánuð á ég 20 ára starfs- afmæli. Árið 1993 breyttist nafn Kamm- erhljómsveitarinnar í Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og var þá gerður samningur við ríki og bæ um föst fjárframlög. Svo hef- ur starfsemin vaxið og dafnað og ef menn bera saman hvernig hljómsveitin hljómaði fyrir 20 árum og í dag þá fullyrði ég að sam- anburður nútímans er mjög góður. Við erum á allt öðrum stað í veröldinni en var. Það hefur byggst upp mikil þekking og færni og eins og með allar aðrar lifandi stofnanir þá þróast þær, vaxa, lifa og dafna ef vel tekst til. Ég vil frekar beina kastljósinu að því sem gerst hefur síðan hljómsveitin var stofnuð en að gefa henni stjörnur í dag. En hvers vegna spilar hljómsveitin ekki oftar en raun ber vitni? Nú var ein meginröksemdin fyrir byggingu Hofs sú að redda átti SN heimili, æfingaaðstöðu og sal sem búinn var sérstak- lega fyrir flutning klassískrar tónlistar. Nú er hljómsveitin komin með glæsilegt heimili og allt klárt en spilar örsjaldan. Hvers vegna fáum við ekki oftar að heyra í ykkur en raun ber vitni? Vegna þess að það eru allt of litlir pen- ingar. Hvað finnst þér um það? Mér finnst það náttúrlega afleitt og til að setja þetta í samhengi þá var vöxtur í starfsemi hljómsveitarinnar fram til ársins 2007. Þá fluttum við árlega 9-10 efnisskrár. Tónninn í öllum samræðum við ríki og bæ var að stórar breytingar yrðu með því að hljómsveitin fengi aðsetur og sal, að hljóm- sveitin kæmi miklu oftar fram eftir opnun Hofs til að uppfylla það hlutverk sem henni var ætlað í þessu húsi. Eins og þú bendir á þá er stóri salurinn hér í Hofi, Hamra- borgin, fyrst og fremst hannaður með þarfir sinfónískrar tónlistar í huga og tæknilega öll skilyrði fyrir hendi til að hljómsveitin geti fyllt út í þetta ætlaða hlutverk hennar. Staðan í peningamálunum er hins vegar sú í dag að við erum með u.þ.b. sömu krónutölu og árið 2006 og allir vita hvers konar kaup- máttarrýrnun hefur orðið síðan. Kannski er það hallærisleg líking en í raun má segja að við séum búin að byggja upp glæsilegt farartæki allt frá fyrstu skrefum Kamm- erhljómsveitar Akureyrar. Farartækið er tilbúið til að fara í fullt af ævintýraferðum sem fjöldi manns hlakkar til að nýta sér en svo þegar á að leggja af stað er ekki til bensín á bílinn. Engir peningar til að kaupa bensín á bílinn sem samt kostar aðeins brot af heildarútgjöldum í kringum þetta allt saman. Við erum sem sagt klár með rétta kúltúrinn, húsið, það er búið að byggja upp heilmikla aðstöðu og starfið er klárt. Það er bara ekki hægt að færa bifreiðina úr stað. Finnst þér það verjandi ástand? Að hér sé millj- örðum varið í ákveðnum tilgangi en svo fari menn í aðrar áttir þar sem bissnesshugsunin virðist stundum ríkari en hin listræna? Ég vil vinna að því að afhelga klassíska tónlist Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, hefur verið ein helsta stoðin í tónlistarlífi Norð- lendinga um áratugi. En loks þegar bar- áttunni fyrir heimili hljómsveitarinnar er lokið og frábær aðstaða hefur skapast til æfinga og flutnings vantar efnahagslegan meðbyr til að flaggskip norðlenskrar tónlist- ar geti hreyfst úr stað, til dæmis er hljóm- sveitin of blönk til að koma fram á 150 ára afmæli bæjarins. Blaðamaður tyllti sér niður í Hofi með Guðmundi Óla sem fagnar senn 20 ára starfsafmæli. Ég hef ekki rekist á marga pólitíkusa hér á síðustu árum sem hafa haft baráttu fyrir listastarfsemi á stefnuskrá sinni.“ ÞÚ VEIST HVAÐ GERIST ef þú átt bíl og gerir ekkert með hann. Hann grotnar niður og það nákvæmlega sama gæti gerst hér.

x

Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.