Vísbending


Vísbending - 15.01.2010, Page 1

Vísbending - 15.01.2010, Page 1
15. janúar 2010 2. tölublað 28. árgangur ISSN 1021-8483 1 Skattabreytingarnar um áramótin voru illa ígrund aðar og í raun skemmdar verk á góðu kerfi. Í kreppu er hagkerfið oft örvað með skattalækk - unum. Á Íslandi eru skattar hækkaðir. Um 2.000 manns eiga meira en 20 milljónir króna eða meira á bankabók eftir hrun. Heimurinn tók eftir Íslandi eftir að forsetinn neitaði að skrifa undir. En fékk hann rétt skilaboð? 3 Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V í s b e n d i n g • 2 . t b l . 2 0 1 0 1 2 4 Skattlagning á villigötum Skömmu fyrir jól samþykkti Alþingi viðamiklar breytingar á skattalög-um. Því miður gengu flestar breyt- ingarnar gegn þeim meginsjónarmiðum sem stefnt er að við skilvirka skattheimtu. Svo virðist sem tækifærið sé nú nýtt þeg- ar vinstrimenn, einkum Vinstri Grænir, vilja hefna þess á Alþingi sem hallaðist á í héraði. Tíminn er afar illa valinn, því að margt í nýjum skattareglum leiðir beinlín- is til þess að horfur eru á að skatttekjur verði minni en ella, þvert á þörf og yfirlýst markmið. Grundvallaratriðin Oftast snýst umræða um skattamál um tæknileg atriði en meginsjónarmið gleym- ast. Þetta er skiljanlegt, en það er mjög hættulegt þegar gerðar eru miklar breyting- ar án þess að hugsa um grunninn. Eitt af sjónarmiðunum nú er, að það eigi að refsa mönnum fyrir hrunið. Það er í sjálfu sér ágætt, en þá á að refsa þeim seku en ekki hinum. Dómskerfið er líka heppilegri leið til þess að reka refsimál en skattkerfið. Svo virðist að vegna þess að einhverjir urðu mjög ríkir og klúðruðu málum þurfi að koma í veg fyrir að aðrir verði ríkir. Ef þeir verða það samt, á að refsa þeim fyrir mis- gjörðir þeirra sem voru ríkir árið 2007. Áður en lengra er haldið er rétt að spyrja tveggja grundvallarspurninga: 1. Til hvers greiðum við skatta? 2. Hver á skattana? Kannski finnst einhverjum þetta vera vit- lausar spurningar. Samt er alls ekki víst að einhugur sé um svarið. Ríkisstjórnin hefur gefið nokkur svör við þeirri fyrri: • Að afla ríkissjóði tekna • Að jafna kjörin • Að hefna fyrir hrunið Allir eru sammála um fyrsta atriðið. Öll ríki þurfa einhverja samneyslu og hún er oftast greidd að stórum hluta með skött- um. Hinar fullyrðingarnar er miklu vafa- samari, þó að skattkerfinu sé reyndar mjög oft beitt með þeim hætti. Hér á landi hef- ur lengst af verið látið nægja undanfarna áratugi að hafa eina skattprósentu og ákveðinn persónuafslátt af launatekjum. Fjármagnstekjur hafa verið skattlagðar með einni prósentu frá fyrstu krónu. Nú eru bæði þessi kerfi skemmd. Settur er á margþrepa tekjuskattur. Enginn skattur er á lægstu tekjur, svo kemur grunnprósenta á tekjur upp að 200 þúsund krónum, hærri skattur á tekjur milli 200 og 650 þúsund og loks álag á tekjur yfir 650 þús- und krónur. Fjármagnstekjuskatturinn er hækkaður, en sett 100 þúsund króna frítekjumark. Ekki finnast heimildir um að neinum hafi þótt nauðsynlegt að hafa lægstu tekjur skattlausar áður en nýir skattakóngar tóku við fjármálaráðuneyt- inu. Seinni spurningin um eignarhald á skattpeningum er ekki síður áhugaverð. Nokkur hugsanleg svör eru: • Ríkið • Fjármálaráðuneytið • Skattheimtumenn • Velferðarkerfið • Skattgreiðendur Sá sem á eitthvað getur oftast ráðstafað því að vild. Það er þó ekki án undantekninga, því að mörg dæmi eru um að við felum öðrum umsjón peninga okkar, en setjum þeim skilyrði. Því væri margt unnið með því að stjórnmálamenn temdu sér þann hugsunarhátt að þeir væru að fara með fé skattgreiðenda. Peninga annarra eiga allir að fara vel með. Þess vegna er Alþingi fal- in mikil ábyrgð með fjárveitingavaldinu. Samt sem áður hika flestir þingmenn ekki við að setja almannafé í hluti, sem þeim dytti aldrei að nota eigin peninga í. Mik- ill fengur væri að því að skattgreiðendur eignuðust fulltrúa sinna hagsmuna. Rangt hugarfar Margir hafa velt því fyrir sér hvers vegna skattkerfið þurfti að vera svo flókið að búin séu til fjögur skattþrep. Skýringuna er ef- laust að finna í þessum orðum forsætisráð- herra í samtali við Morgunblaðið 3. febrúar 2009: „Við munum vissulega standa þann- ig að málum að fólk með meðaltekjur þurfi ekki að óttast að settur verði á hátekjuskatt- ur sem miðast við einhverjar lágar tekjur.“ Hærra skattþrep við 200 þúsund krónur er samkvæmt skilgreiningu ríkisstjórnarinnar ekki hátekjuskattur heldur millitekjuskatt- ur. Fyrirrennari Jóhönnu sem formaður í Samfylkingunni, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, sagði hins vegar í desember 2008 að litlar tekjur yrðu af hátekjuskatti. Hann væri fyrst og fremst táknrænn. Síðan þau ummæli féllu hafa hæstu laun verið lækk- uð mikið og þeim fækkað sem eru í efstu launalögum. Fjármálaráðherrann sagði hins vegar að enn væri svigrúm til skattahækkana vegna þess að annars staðar á Norðurlöndum greiddu menn hærri skatta. Sýnilegt var að honum var það ljúft að verða boðberi að meiri álögum. Loks er að geta þess að einn stuðn ings- maður stjórnarinnar sagði eitthvað á þá leið að skattarnir hlytu að ráðast af ríkisútgjöld- unum. Þegar þau lægju fyrir ætti að ákvarða skattana. Þetta er ekki ábyrgðarfullt sjón- armið. Velferðarkerfið, sem hlýtur alltaf að vera afleiðing af því að menn nái að skapa verðmæti í samfélaginu, hefur tilhneigingu til þess að verða ósnertanlegt. Hafi einhvern tíma verið ákveðið að greiða eitthvað, þá er afar erfitt að færa hlutina í sama horf. Fæð- ingarorlof er skýrasta dæmi um lúxusbæt- ur. Þar með er ekki sagt að ekki sé hægt að réttlæta það, en þegar fjárhagsgrunnur þjóðfélagsins hrinur, er ekki erfitt að rök- styðja að það þurfi að minnka eða afnema. Greiðslur til bænda eru af sama meiði, svo að nefnd séu tvö dæmi. Oftast snýst umræða um skattamál um tæknileg atriði en meginsjónarmið gleym ast. Þetta er skiljanlegt, en það er mjög hættulegt þegar gerðar eru miklar breytingar án þess að hugsa um grunninn.

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.