Vísbending


Vísbending - 14.10.2010, Blaðsíða 4

Vísbending - 14.10.2010, Blaðsíða 4
4 V í s b e n d i n g • 3 4 . t b l . 2 0 1 0 Aðrir sálmar Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Myndsendir: 561 8646. Net fang: visbending@heimur.is. Prentun: Heimur. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Þú skalt ekki læra boðorðin Skyndilega hefur náðst um það sam-staða í meirihluta borgarstjórnar að ekki skuli lengur leyfa stórhættulega innrætingu í skólum. Trúarhreyfing- um verður bannað að stunda áróðurs- starfsemi og dreifa trúarritum. Þetta er skiljanlegt í ljósi þess hve óhugnanlegar trúarbragðastyrjaldir hafa verið háð- ar á undanförnum árum. Með því að komast inn í skólana tekst trúarofstæk- ismönnum næst að gabba börnin inn í bænahús, því næst þjálfunarbúðir og áður en nokkur veit af eru þessi sömu börn sest inn í flugvélar með sprengju- beltin fest. Undirritaður man glöggt eftir því þegar nokkrir ofsatrúarmenn komu í barnaskólann til þess að dreifa áróðurskveri sem þeir nefndu Nýja testa- mentið en reyndist þegar betur var að gáð aðeins vera annað bindi í þríleikn- um sem byrjar á Gamla testamentinu og endar á Kóraninum. Sumir þessara sömu manna ráku þjálfunarbúðir fyrir drengi í Vatnaskógi við Eyrarvatn, lítið vatn utan alfaraleiða. Svipuð innræting mun hafa verið fyrir stúlkur í Kjósinni. Í svo- nefndum biblíusögum var farið yfir alls kyns þvætting á borð við það að hægt væri að breyta vatni í vín, reisa menn frá dauðum og spásséra á stöðuvötnum. Skyldu þeir hafa gert það á Eyrarvatni? Nei, það er sannarlega kominn tími til þess að svipta blæjunni af þessum stórhættulega lýð sem með lymskufull- um og lævísum áróðri hefur staðið fyrir því að láta lítil börn trúa á hindurvitni. Í framhaldi af þessu verður hægt að ná miklu betri nýtingu á skólana, þegar ekki verða lengur eilíf frí vegna fráleitra atburða. Hvers vegna ættu einhverjir vitringar að hafa verið að þvælast um til að leita að litlu barni sem ekki var einu sinni víst með faðerni á? Eða að látinn maður hafi getað velt steini frá grafhýsi eftir að hann var festur á kross? Er hægt að una við það að svona sé borið á borð fyrir börn? Í Reykjavíkurborg hefur einn vitringur verið látinn nægja, þó að vísu væri kannski rétt að hafa þá tvo. En allir sjá að þrír er algjör firra. Boðorð meitl- uð í stein eru heimskuleg þegar mest þörf er á því að hugsa út fyrir fjárhags- rammann. bj Tafla 3: Skuldir stærstu sveitarfélaga á íbúa árið 2009 Bæjarfélag Skuldir á mann Tekjur á mann Skuldir /Tekjum Eyjafjar arsveit 401 626 64% Rangár ing eystra 435 590 74% Seltjarnarnes 461 514 90% ingeyjarsveit 483 658 73% Gar abær 623 531 117% Hornafjör ur 685 746 92% Húna ing vestra 745 802 93% Ölfus 745 680 110% Bláskógabygg 772 791 98% Akranes 804 523 154% Hverager i 827 589 141% Dalvíkurbygg 837 717 117% Fjallabygg 845 728 116% Mosfellsbær 881 550 160% Borgarbygg 885 638 139% Gar ur 916 489 187% Rangár ing ytra 972 600 162% Skagafjör ur 1.029 757 136% Grindavíkurbær 1.103 548 201% Snæfellsbær 1.103 887 124% Árborg 1.140 552 206% Bolungarvík 1.161 706 164% Stykkishólmur 1.250 657 190% Álftanes 1.255 558 225% Vestmannaeyjar 1.262 794 159% Ísafjar arbær 1.277 694 184% Akureyri 1.335 853 157% Kópavogur 1.431 593 241% Vesturbygg 1.485 885 168% Hafnarfjör ur 1.613 548 294% Fljótsdalshéra 1.793 657 273% Grundarfjör ur 1.808 703 257% Vogar 1.857 499 372% Nor ur ing 2.049 883 232% Reykjanesbær 2.057 674 305% Fjar abygg 2.491 865 288% Reykjavík 2.556 773 331% Sandger i 2.593 664 390% Tölur í úsundum króna. Heimild: Uppl singaveita Sambands íslenskra sveitarfélaga Forsendur draumasveitarfélagsins 1) Skattheimtan arf a vera sem lægst. Sveitarfélög me útsvarshlutfalli 12,35% fá 10 og sveitarfélög me hlutfalli 13,03% fá núll. Skalinn er í réttu hlutfalli ar á milli. lausafjárstöðu en hafi ekki of mikla pen- inga í lélegri ávöxtun. Frávik um 0,1 neðan við hlutfallið gefur 1 í frádrátt. Frávik um 0,1 fyrir ofan hlutfallið gefur 0,5 í frádrátt. Hlutfall yfir 2,0 gefur einkunnina 5. Allir þessi þættir gilda jafnt. Tölur í þúsundum króna. Heimild: Upplýsingaveita Sambands íslenskra sveitarfélaga.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.