Vísbending


Vísbending - 21.10.2010, Blaðsíða 1

Vísbending - 21.10.2010, Blaðsíða 1
heildarlaunatekna. Árið 2009 hafði þetta hlutfall lækkað í 11,3%. Lægst hefur hlutfallið farið í 10,9% en hæst í 12,5% árið 2007. Samkvæmt þessu hlutfalli taka þeir sem hæst hafa launin nú minna hlutfall af heildarlaunatekjum á landinu en árið 1995. Gini- mælikvarðinn sýnir hækkun úr 0,267 í 0,0272 þessi tvö ár. Mynd 1. Þróun Gini-stuðuls af launatekjum og fjármagnstekjum hjóna 1995-2009 Dreifing launa helst svipuð en fjármagnstekjur fara á færri hendur þangað til árið 2008. Heimild: rsk.is, útreikningar Vísbendingar. Gini-stuðullinn Langalgengast er að nota svonefndan Gini-stuðul til þess að meta launamun. Gini- stuðullinn er tala á milli 0 og 1. Þeim mun nær núlli sem hann er, því meiri er jöfnuðurinn. Stuðull nálægt einum sýnir mikinn ójöfnuð. Því hefur verið haldið fram að Gini-stuðullinn hafi farið hækkandi hér á landi undanfarinn áratug. Útreikningar sýna að þetta er rangt hvað varðar laun hjóna, en hins vegar hefur stuðullinn vegna fjármagnstekna hækkað á sama tíma og þær verða umtalsverður tekjupóstur. Hér er miðað við jöfnuð meðal hjóna. Tekjudreifingin er meiri ef litið er á einstaklinga sem ekki eru í sambúð, meðal annars vegna þess að í þeim hópi eru fleiri námsmenn sem eru oft tekjulitlir. Í Vestur-Evrópu hafa rannsóknir bent til þess að Gini-stuðull milli 0,24 til 0,36 21. október 2010 35. tölublað 28. árgangur ISSN 1021-8483 1 Launadreifing virðist lítið breytast þó að laun hafi lækkað árið 2009 frá fyrra ári. Fjármagnstekjur dreifast þó enn mjög ójafnt, þó að úr þeirri dreifingu hafi dregið. Því miður hefur í umræðu verið blandað saman mismunandi tekjuhugtökum. Vakin hefur verið athygli á hættunni af því að mæta blámönnum á götu í Reykjavík. 3 Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V í s b e n d i n g • 3 5 . t b l . 2 0 1 0 1 2 4 Laun lækka en jöfnuður svipaður og u d nf rin ár framhald á bls. 2 Árum saman hafa Íslendingar deilt um launajafnvægi. Mjög há laun einstaklinga í einstökum störfum, einkum í bönkum, olli því að auðvelt var að halda því fram að bilið ykist milli ríkra og fátækra. Engu að síður hefur það sýnt sig í athugun Vísbendingar að launamun- ur hefur haldist svipaður hérlendis í mjög mörg ár. Könnun Hagstofunnar sýnir það að jöfnuður er svipaður á Íslandi og ann- ars staðar í Evrópu. Árið 2008 sýndi sam- anburður Hagstofunnar að níu lönd voru með meiri jöfnuð í ráðstöfunartekjum en Íslendingar en 22 með minni jöfnuð. Þessi niðurstaða hefur valdið þeim vonbrigðum sem hafa haldið hinu gagnstæða fram. Það sem einkum hefur villt um fyrir mönnum að í umræðuna hefur verið blandað sölu- hagnaði af hlutabréfum, sem vissulega hafa áhrif á ráðstöfunartekjur, en breyta hins vegar engu um launamun. Fjármagnstekjur jukust stöðugt hér á landi allt fram til ársins 2007, en þá dró mjög úr þeim hluta þeirra sem tengdist rekstri fyrirtækja, svo sem söluhagnaði eða arði. Einmitt þeir þættir höfðu lent í vasa tiltölulega fárra og athugun Vísbendingar hefur einmitt bent til þess að ójöfnuður í fjármagntekjum hafi vaxið stig afstigi allt frá því að athuganir blaðsins hófust á þessum þáttum árið 1995 til ársins 2007, en síðustu tvö ár bregður svo við að bæði dregur úr fjármagnstekjunum og þær dreif- ast jafnar. Svonefndur Gini-stuðull er notaður er víða um heim til þess að fá hugmynd um hvort launamunur er að minnka eða vaxa. Með honum fæst nokkuð glögg hugmynd um þróun launa- og tekjumunar yfir ákveð- ið árabil. Jafnframt auðveldar stuðullinn samanburð milli landa. Hins vegar verður að gæta þess að víðast hvar eru útreikningar á Gini-stuðli byggðir á úrtökum og áætl- unum en ekki heildargagnasafni skattstjóra eins og hér á landi. Því getur samanburður verið varasamur nema sérstaklega sé gætt að samræmdum vinnubrögðum. Miklu skipt- ir að gera sér grein fyrir ýmsum ágöllum á gagnasafninu, en mestu skiptir að bornir séu saman sömu hlutir. Eitt af því sem uglar samanburð milli landa er hve stór hluti hagkerfisins er svart- ur. Ef mikið er um svarta vinnu virðast sumir hafa lítil sem engin laun, þó að þeir hafi í rau og veru ofan af fyrir sér. Sumir telja að aukið atvinnuleysi á Íslandi valdi því að ýmsir sem skráðir eru atvinnulausir stundi óskráða vinnu. Ekki má hins vegar gleyma því að margir sem misstu vinnu hafa farið í skóla og eins hinu að atvinnu- leysisbætur eru almennt lægri en laun. Hvort tveggja veldur auknum launamun að öðru óbreyttu. Eftir stendur að launajöfnuður hefur um árabil verið svipaður hér á landi. Fjölmiðlar eru mjög viljugir til þess að tala um ójöfn- uð en finnst minna spennandi að greina frá því að hér á landi sé jöfnuður í raun mjög mikill. Í þessu sambandi má ekki blanda því saman hvað mælingar sýna og hinu sem mönnum finnst að ætti að vera. Launamunur er stöðugur Auðvelt er að nálgast upplýsingar Ríkis- skattstjóra um tekjur. Bæði eru ítarlegar upplýsingar bir ar á vefsvæði mbættisins og einnig eru á ári hverju ítarlegar upplýs- ingar birtar í greinum í riti embættisins Tí- und. Með því að nýta sér þessi gög má fá góða hugmynd um það h ernig tekjuþróun hefur verið síðan árið 1995. Meðal annars sést hvernig tekjur flokkast eftir tekjubil- um. Út frá þessum upplýsingum má reikna hvernig tekjujöfnuður er í samfélaginu. Ef til dæmis eru skoðaðar tekjur þeirra 5% hjóna sem hæstar hafa tekjurnar kemur í ljós að árið 1995 hafði þessi hópur 12,1% heildarlaunatekna. Árið 2009 hafði þetta hlutfall lækkað í 11,3%. Lægst hefur hlut- fallið farið í 10,9% en hæst í 12,5% árið 2007. Samkvæmt þessu hlutfalli taka þeir sem hæst hafa launin nú minna hlutfall af heildarlaunatekjum á landinu en árið 1995. Gini-mælikvarðinn sýnir hækkun úr 0,267 í 0,272 þessi tvö ár. Mynd 1. Þróun Gini-stuðuls af laun tekju og fjármagnstekjum hjóna 1995-2009 Dreifing launa helst svipuð (blár ferill) en fjármagnstekjur (rauður ferill) fara á færri hendur þangað til árið 2008. Heimild: rsk.is, útreikningar Vísbendingar.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.