Vísbending


Vísbending - 21.10.2010, Blaðsíða 3

Vísbending - 21.10.2010, Blaðsíða 3
Gini og Lorenz Gini-mælikvarðinn á sér ákveðna myndræna samsvörun sem nefnist Lorenz-kúrfan. Hún sýnir hve stór hluti einstaklinga fær ákveðinn hluta teknanna. Ef fullkominn jöfnuður ríkir er hún bein lína með 45 gráðu halla. Fullkominn ójöfnuður birtist í því að kúrfan er flöt framan af en stekkur svo upp í lokin. Mynd 5. Lorenenz-kúrfa sem sýnir dreifingu launa og fjármagnstekna árið 2009 Heimild: rsk.is, útreikningar Vísbendingar. Á mynd 5 sjáum við hvernig launatekjur annars vegar og fjármagnstekjur hins vegar endurspeglast á Lorenz-kúrfu fyrir árið 2009. Launatekjurnar eru tiltölulega nálægt beinu línunni og mynda fallegan feril meðan fjármagnstekjurnar skiptast mun ójafnar og ferillinn er klunnalegur. Ójöfnuðurinn þar er vissulega mjög mikill. Gini-stuðullinn svarar til flatarmálsins á milli kúrfunnar og beinu línunnar. Líður einhverjum betur núna? Útreikningarnir hér að framan sýna svo að ekki verður um villst að á Íslandi er launaskipting svipuð frá ári til árs og þó að einstaka menn hafi fengið mjög há laun bendir ekkert til þess að stórir hópar sigli hraðbyri framúr öðrum þjóðfélagsþegnum í launum. Skattþrepum í tekjuskatti hefur verið fjölgað í fjögur, auk þess sem vaxta- og barnabætur gera það að verkum að jaðarskattar á ákveðna hópa eru mjög háir. Stjórnvöld ræða nú um að eyða öllum hvata til þess að fólk auki við tekjur sínar með því að afskrifa V í s b e n d i n g • 3 5 . t b l . 2 0 1 0 3 framhald á bls. 4 Mynd 4. Hlutfall fjármagnstekna af launum 1995-2009 Mynd 5. Lorenenz-kúrfa sem sýnir dreifingu launa og fjármagnstekna árið 2009 Myndin sýnir að fjármagnstekjur verða sífellt hærra hlutfall af launum fram til ársins 2008. Heimild: rsk. is, útreikningar Vísbendingar. Heimild: rsk.is, útreikningar Vísbendingar. Á mynd 5 sjáum við hvernig launa- tekjur annars vegar og fjármagnstekjur hins vegar endurspeglast á Lorenz-kúrfu fyrir árið 2009. Launatekjurnar eru tiltölulega nálægt beinu línunni og mynda fallegan feril meðan fjármagnstekjurnar skiptast mun ójafnar og ferillinn er klunnalegur. Ójöfnuðurinn þar er vissulega mjög mik- ill. Gini-stuðullinn svarar til flatarmálsins á milli kúrfunnar og beinu línunnar. Líður einhverjum betur núna? Útreikningarnir hér að framan sýna svo að ekki verður um villst að á Íslandi er launa- skipting svipuð frá ári til árs og þó að einstaka menn hafi fengið mjög há laun bendir ekkert til þess að stórir hópar sigli hraðbyri framúr öðrum þjóðfélagsþegn- um í launum. Skattþrepum í tekjuskatti hefur verið fjölgað í fjögur, auk þess sem vaxta- og barnabætur gera það að verkum að jaðarskattar á ákveðna hópa eru mjög háir. Stjórnvöld ræða nú um að eyða öll- um hvata til þess að fólk auki við tekjur sínar með því að afskrifa skuldir þeirra sem ekki geta borgað, en ekki hinna þar sem tekjur hrökkva enn fyrir skuldum. Þetta er margsönnuð leið til þess að draga úr ungu og þróttmiklu fólki, sem skuldar mikið, allan hvata til þess að afla sér meiri tekna. Skattlagningin verður í raun sem næst 100% verði þessi leið farin. Laun ríkisstarfsmanna hafa verið lækk- uð þannig að enginn fái hærri laun en for- sætisráðherra. Þetta er ekki skynsamlegt þó að kreppan þýði að nauðsynlegt reyn- ist að lækka laun margra. Á endanum er það svo að þeir sem geta selt þjónustu sína erlendis á miklu hærra verið en hér á landi munu flytja til útlanda. Þetta eru sérfræð- ingar sem þjóðin má síst við að missa. Nú þegar hafa um 100 læknar flutt úr landi og margir fleiri munu vera á leiðinni út. Eng- yfir 0,8 þrjú ár í röð. Árið 2008 lækkaði Gini-stuðullinn hins vegar niður undir 0,68 í 0,63 árið 2009. Það er svipuð tala og árið 1999. Allt tímabilið sem hér er skoðað hafa fjármagnstekjur skipst mun ójafnar en laun. Meginástæðan fyrir auknum fjármagnstekjum var sú að arðgefandi eignir uxu gífurlega á undanförnum árum fram að hruni. Fjármagnstekjurnar skiptast ójafnt vegna þess að eignaskiptingin er mjög ójöfn, en á árunum 2000 til 2007 urðu örfáir menn afar ríkir. Það er athyglisvert að fjármagnstekjur allra hópa nema þess efnamesta jukust árið 2008. Þetta má skýra með tvennu. Verðbólga var mikil árið 2008 og nafnvextir því háir. Auk þess færðust vextir af bankabókum nú sjálfkrafa yfir á framtal. Árið 2009 minnkuðu hins fjármunatekjur allra hópa, mest þeirra sem mest fengu. Almenna lækkunin skýrist af vaxa- og verðbólgulækkun, en hjá tekjuhæstu hópunum hefur það mest að segja að söluhagnaður af eignum og arður voru lítil árið 2009. Reyndar vantar í þetta yfirlit gífurlegt tap af eignum, einkum hlutabréfum sem urðu verðlaus. Slíkt tap er ekki fært inn á skattframtal. Mynd 4. Hlutfall fjármagnstekna af launum 1995-2009 Myndin sýnir að fjármagnstekjur verða sífellt hærra hlutfall af launum fram til ársins 2008. Heimild: rsk.is, útreikningar Vísbendingar. Skatttekjur ríkisins af fjármunatekjum eru mun minni en áður þrátt fyrir að fjármagnstekjuskattur hafi verið hækkaður í 18%. Nú á enn að hækka skattinn, en líklegt er að hann gefi enn minni tekjur, einkum þar sem verðbólguframlag verður mun minna árið 2010 en árin á undan. Vilhjálmur Bjarnason hefur sýnt fram á það að með hækkandi fjármagnstekjuskatti má jafna honum við eignaupptöku því að fjármagnseigendur ná ekki raunvöxtum á eign sína. ir ungir læ nar hafa áhuga á því að koma heim að loknu námi. Þeir, sem pred ikað hafa óréttlæti þess að tekjur skiptist ójafnt, gefa í skyn að með meiri jöfnuði hljóti al- menningi að líða betur. Þetta er af og frá eins og reynslan sýnir. Á að blanda s man áhrifum launa, skatta og fjármag st kna? Vísbending hefur í mörg ár metið Gini-stuðul vegna tekna hjóna og sambúðarfólks á Íslandi. Á vef Ríkisskattstjóra má nálgast slíkar upplýs- ingar en einnig tekjur ógiftra einstaklinga. Ekki eru gefnar upp aðskildar tekjur giftra einstaklinga. Fyrir nokkrum árum birtist í Vísbendingu grein þar sem sýndar voru tekjur fjögurra hópa einstaklinga, giftra karla, giftra kvenna, einhleypra karla og einhleypra kvenna. Þessi grein sýndi að mikill munur er á tekjum þessara hópa og má eflaust finna á því margar skýring- ar. Nákvæm greining á jöfnuði í tekjum kallar á upplýsingar um alla einstaklinga. Hins vegar gefur greining á tekjum hjóna og sambýlisfólks yfir langt tímabil ágæta hugmynd um þróun í tekjuskiptingu. Þegar skoðaðar eru upplýsingar fyrir ein- hleypa sést að ójöfnuður í launatekjum þeirra er meiri en þegar litið er á tekjur hjóna. Mestu skiptir hins vegar að skoða sambærilega hópa öll árin þegar kannað er hvort launajöfnuður aukist eða minnki. Er jöfnuður æskilegur? Sumum er það nánast trúarsetning að launajöfnuður skuli vera lítill. Það er þó ekki almennt álit í þjóðfélaginu. Flest- ir eru sammála því að eðlilegt sé að laun v xi með auki ni menntun og reynslu. Jafnframt verður mönnum tíðrætt um að mikilli ábyrgð eigi að fylgja há laun. Loks gildir lögmál framboðs og eft- irspurnar, þannig að laun hækka hjá þeim sem hafa ákveðna sérþekkingu. Íslenskir bankamenn notuðu þetta til dæmis sem röksemdafærslu fyrir sínum háu launum, en þó hefur eftirspurn eftir kröftum þeirra verið minni en ætla mætti undanfarin ár. Betra dæmi er eflaust að fyrir aldarfjórð-

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.