Vísbending


Vísbending - 21.10.2010, Blaðsíða 2

Vísbending - 21.10.2010, Blaðsíða 2
2 V í s b e n d i n g • 3 5 . t b l . 2 0 1 0 framhald af bls. 1 Mynd 3. Raunhækkun launatekna alls hjá hjónum 1995-2009 Mynd 2. Þróun Gini-stuðuls af launatekjum hjóna 1995-2009 Gini-stuðullinn Langalgengast er að nota svonefndan Gini-stuðul til þess að meta launamun. Gini-stuðullinn er tala á milli 0 og 1. Þeim mun nær núlli sem hann er, því meiri er jöfnuðurinn. Stuðull nálægt einum sýnir mikinn ójöfnuð. Því hef- ur verið haldið fram að Gini-stuðullinn hafi farið hækkandi hér á landi undanfar- inn áratug. Útreikningar sýna að þetta er rangt hvað varðar laun hjóna, en hins vegar hefur stuðullinn vegna fjármagns- tekna hækkað á sama tíma og þær verða umtalsverður tekjupóstur. Hér er miðað við jöfnuð meðal hjóna. Tekjudreifingin er meiri ef litið er á einstaklinga sem ekki eru í sambúð, meðal annars vegna þess að í þeim hópi eru fleiri námsmenn sem eru oft tekjulitlir. Í Vestur-Evrópu hafa rann- sóknir bent til þess að Gini-stuðull milli 0,24 til 0,36 sé venjulegur þegar skoð- aðar eru launatekjur. Að vísu verður sem fyrr segir að hafa ákveðinn fyrirvara á því þegar bornir eru saman stuðlar milli landa og er því fremur um vísbendingu að ræða en nákvæma tölu. Í Bandaríkjunum hefur ójöfnuðurinn verið meiri, eða um 0,4 til 0,45. Þegar við skoðum þróun Gini-stuðuls á Íslandi fyrir launatekjur hjóna á 15 ára tímabili frá 1995 til 2009 sést að hann hefur verið afar stöðugur rétt neðan við 0,27. Lægst fór hann í 0,260 og hæst í 0,279 (sjá mynd 2). Launatekjumunur fer því alls ekki vaxandi á þessu tímabili þvert á umræðuna í þjóðfélaginu. Það er auðvitað alvarlegt mál, ef umræða um svo mikilvægt mál byggir ekki á staðreyndum eða á misskilningi manna á staðreyndum. Heildarlaunatekjur minnka að raunvirði á síðustu tveimur árum (sjá mynd 3). Það er athyglisvert að heildarlaunatekjur bæði aukast og minnka að raunvirði en samt helst tekjuskiptingin svipuð á tímabilinu. Fjármagnstekjur Sams konar útreikningar og hér að fram- an um fjármagnstekjur sýna að árið 1995 fengu tekjuhæstu fimm prósentin 42,1% af fjármagnstekjunum en sambærilegur hópur fékk 55,7% af fjármagnstekjunum árið 2008. Þetta hlutfall hefur sveiflast miklu meira á undanförnum árum og hæst farið í 79,4% árið 2007, en var lægst 42,1% árið 1995. Fjármagnstekjur hafa hækkað mjög mikið síðan 1995. Þá voru þær um 2% sem hlutfall af launatekjum en árið 2008 var þetta hlutfall 27%. Það lækkaði árið 2009 í 18%. (Sjá mynd 4). Fjármagns- tekjur skiptast mjög ójafnt og ójöfnuður- inn óx ár frá ári. Mestur varð hann árið 2007. Á mynd 1 sést að Gini-stuðullinn er í tæplega 0,84 árið 2007 og hafði verið sé venjulegur þegar skoðaðar eru launatekjur. Að vísu verður sem fyrr segir að hafa ákveðinn fyrirvara á því þegar bornir eru saman stuðlar milli landa og er því fremur um vísbendingu að ræða en nákvæma tölu. Í Bandaríkjunum hefur ójöfnuðurinn verið meiri, eða um 0,4 til 0,45. Mynd 2. Þróun Gini-stuðuls af launatekjum hjóna 1995-2009 Þessi mynd er stækkun úr mynd 1 af Gini-stuðli vegna launatekna. Hún ýkir muninn á þröngu bili. Heimild: rsk.is, útreikningar Vísbendingar. Mynd 3. Raunhækkun launatekna alls hjá hjónum 1995-2009 Þessi mynd er stækkun úr mynd 1 af Gini-stuðli vegna launatekna. Hún ýkir muninn á þröngu bili. Heimild: rsk.is, útreikningar Vísbendingar. Mynd 3. Raunhækkun launatekna alls hjá hjónum 1995-2009 Heimild: rsk.is, útreikningar Vísbendingar. Þegar við skoðum þróun Gini-stuðuls á Íslandi fyrir launatekjur hjóna á tólf ára tímabili frá 1996 til 2009 sést að hann hefur verið afar stöðugur rétt neðan við 0,27. Lægst fór hann í 0,260 og hæst í 0,279 (sjá mynd 2). Launatekjumunur fer því alls ekki vaxandi á þessu tímabili þvert á umræðuna í þjóðfélaginu. Það er auðvitað alvarlegt mál ef umræða um svo mikilvægt mál byggir ekki á staðreyndum eða á misskilningi manna á staðreyndum. Heildarlaunatekjur minnka að raunvirði á síðustu tveimur árum (sjá mynd 3). Það er athyglisvert að heildarlaunatekjur bæði aukast og minnka að raunvirði en samt helst tekjuskiptingin svipuð á tímabilinu. Fjármagnstekjur Sams konar útreikningar og hér að framan um fjármagnstekjur sýna að árið 1995 fengu tekjuhæstu fimm prósentin 42,1% af fjármagnstekjunum en sambærilegur hópur fékk 55,7% af fjármagnstekjunum árið 2008. Þetta hlutfall hefur sveiflast miklu meira á undanförnum árum og hæst farið í 79,4% árið 2007, en var lægst 42,1% árið 1995. Fjármagnstekjur hafa hækkað mjög mikið síðan 1995. Þá voru þær um 2% sem hlutfall af launatekjum en árið 2008 var þetta hlutfall 27%. Það lækkaði árið 2009 í 18%. (Sjá mynd 4). Fjármagnstekjur skiptast mjög ójafnt og ójöfnuðurinn óx ár frá ári. Mestur varð hann árið 2007. Á mynd 1 sést að Gini-stuðullinn er í tæplega 0,84 árið 2007 og hafði verið Heimild: rsk.is, útreikningar Vísbendingar. yfir 0,8 þrjú ár í röð. Árið 2008 lækkaði Gini-stuðullinn hins vegar niður undir 0,68 í 0,63 árið 2009. Það er svipuð tala og árið 1999. Allt tímabilið sem hér er skoðað hafa fjármagnstekjur skipst u ójafnar en laun. Meginástæðan fyrir auknum fjár- magnstekjum var sú að arðgefandi eignir uxu gífurlega á undanförnum árum fram að hruni. Fjármagnstekjurnar skiptast ójafnt vegna þess að eignaskiptingin er mjög ójöfn, en á árunum 2000 til 2007 urðu örfáir menn afar ríkir. Það er athygl- isvert að fjármagnstekjur allra hópa nema þess efnamesta jukust árið 2008. Þetta má skýra með tvennu. Verðbólga var mikil árið 2008 og nafnvextir því háir. Auk þess færðust vextir af bankabókum nú sjálf- krafa yfir á framtal. Árið 2009 minnk- uðu hins fjármunatekjur allra hópa, mest þeirra sem mest fengu. Almenna lækkunin skýrist af vaxa- og verðbólgulækkun, en hjá tekjuhæstu hópunum hefur það mest að segja að söluhagnaður af eignum og arður voru lítil árið 2009. Reyndar vant- ar í þetta yfirlit gífurlegt tap af eignum, einkum hlutabréfum sem urðu verðlaus. Slíkt tap er ekki fært inn á skattframtal. Skatttekjur ríkisins af fjármunatekjum eru m minni en áður þ átt fyrir að fjár- magnstekjuskattur hafi verið hækkaður í 18%. Nú á enn að hækka skattinn, en líklegt er að hann gefi enn minni tekjur, einkum þar sem verðbólguframlag verður mun minna árið 2010 en árin á undan. Vilhjálmur Bjarnason hefur sýnt fram á það að með hækkandi fjármagnstekju- skatti má jafna honum við eignaupptöku því að fjármagnseigendur ná ekki raun- vöxtum á eign sína. Gini og Lorenz Gini-mælikvarðinn á sé ákveðna mynd- ræ a samsvörun sem nefnist Lorenz-kúrf- an. Hún sýnir hve stór hluti einstaklinga fær ákveðinn hluta teknanna. Ef fullkom- inn jöfnuður ríkir er hún bein lína með 45 gráðu halla. Fullkominn ójöfnuður birtist í því að kúrfan er flöt framan af en stekkur svo upp í lokin.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.