Vísbending


Vísbending - 07.01.2011, Blaðsíða 3

Vísbending - 07.01.2011, Blaðsíða 3
V í s b e n d i n g • 1 . t b l . 2 0 1 1 3 Öflugt atvinnulíf byggir á menntun framhald á bls. 4 Þorkell Sigurlaugsson framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrar Háskólans í Reykjavík Við endurreisn atvinnulífsins og atvinnusköpun á næstu árum þarf að horfa til þeirra tækifæra sem við Íslendingar höfum á fjölmörgum sviðum. Móta þarf og tengja saman menntastefnu og atvinnustefnu, en því miður skortir hvoru tveggja hér á landi. Atvinnulíf og stjórnvöld þurfa að vinna meira saman að stefnumörkun í atvinnu- og mennta- málum. Öflugt atvinnulíf þarf að byggja á góðri menntun, en hún er grundvöllur þess að auka lífsgæði og lífskjör þjóðarinnar. Eflum háskólastarf á Íslandi Sérstaklega þarf að efla menntun í grein- um sem tengjast tækni, viðskiptum og öðrum greinum sem tengjast „skapandi“ atvinnustarfsemi í víðum skilningi þess orðs. Einnig eru mikil tækifæri í að gera sjálft heilbrigðiskerfið og menntakerfið að atvinnu- og gjaldeyrisskapandi starfsemi. Það er afar algengt viðhorf að líta á heil- brigðis- og menntakerfið sem kostnaðarlið eða bagga á þjófélaginu. Samkeppni um vel menntað vinnuafl og þekkingu þess er sífellt að aukast. Ef við sköpum ekki at- vinnutækifæri í þessum greinum missum við fólk og þekkingu þess úr landi. Eftir situr fólk í láglaunastörfum í framleiðslu og þjónustustörfum sem getur ekki haldið uppi lífskjörum og velferð í landinu. Fjölgun atvinnutækifæra á næstu ára- tugum mun ekki tengjast hefðbundinni nýtingu landsins gæða svo sem í sjávarút- vegi og landbúnaði. Þetta verða áfram mikilvægar atvinnugreinar, en framtíðin ræðst af möguleikum íslensku þjóðar innar til að nýta vel menntað starfsfólk með hugmyndir, sköpunargáfu og þekkingu sem getur stuðlað að nýsköpun í atvinnu- lífinu meðal annars við nýtingu okkar auðlinda. Ýmsar skapandi greinar á sviði lista og menningar, afþreyingar, fjölmiðl- unar og ferðaþjónustu bæta lífskjör og lífs- gæði hér á landi. Menntun á háskólastigi gegnir þar mikilvægu hlutverki og flestar þjóðir leggja mikla áherslu á háskólastarf- semi, bæði kennslu og rannsóknir. Fjöldi háskóla er ekki vandamálið Það er vinsæl klisja að tala um marga há- skóla hér á landi, en þeim hefur í raun fækkað. Á sama tíma fjölgaði bens- ínstöðvum, jarðgöngum, tvíbreiðum vegum, sundlaugum, íþróttamannvirkj- um, grunnskólum, menntaskólum og opinberum stofnunum. Miklir fjármunir fara í framkvæmdir og rekstur á þessum sviðum. Háskólinn í Reykjavík (HR) og Tækniháskóli Íslands sameinuðust árið 2005 og núna rekur sameinaður háskóli, HR, öflugan tækni- og viðskiptaháskóla sem er fremstur í kennslu og rannsóknum á sínu sviði hér á landi. Kennaraháskól- inn sameinaðist Háskóla Íslands (HÍ) árið 2008. Auk þess höfum við nokkra há- skóla á landsbyggðinni, suma mjög litla, á Akur eyri, Bifröst, Hólum og Hvann- eyri og Listaháskóla Íslands í Reykjavík. Á Boston -svæðinu í Bandaríkjunum, þar sem íbúar eru vel innan við ein milljón, eru átta stórir rannsóknarháskólar með yfir 100.000 nemendur og tugir minni háskóla sem margir eru sérhæfðir. Við þessa háskóla starfa tugir þúsunda manna og stór hluti af íbúum svæðisins er annað hvort starfandi við háskólana, í tengslum við þá eða nemendur. Vandi háskólakerf- isins á Íslandi snýst ekki um það að þeir séu of margir, heldur að þeir standa flestir illa fjárhagslega og sumir ekki með sterka akademíska stöðu á ákveðnum sviðum. Ákveðin svið háskólamenntunar eru van- rækt. Hundrað ára afmæli háskólastarfs á Íslandi Á þessu ári minnumst við þess að 100 ár eru síðan háskólastarf hófst á Íslandi í Alþingishúsinu við Austurvöll. Árið 1940 flutti Háskóli Íslands í nýja og glæsilega byggingu austan Suðurgötu. Hún var byggð á krepputímum og spurningar vöknuðu á sínum tíma um hvort þjóðin hefði efni á slíku húsi. Tíminn leiddi í ljós, að það var mikilsverð og rétt ákvörðun. Margar merkustu byggingar landsins hafa verið byggðar á erfiðleikatímum svo sem Þjóðleikhúsið, Þjóðminjasafnið, Þjóðar- bókhlaðan, Kringlan, Perlan og núna síð- ast nýbygging Háskólans í Reykjavík. Oft hafa þessar framkvæmdir verið umdeild- ar, en hafa eftir á að hyggja skipt þjóðina miklu máli. Þjóðin áttaði sig á mikilvægi háskóla- starfs á Íslandi, meðal annars Vestur- Íslendingar sem stofnuðu Háskólasjóð Eimskipafélagsins árið 1964 og hann hef- ur styrkt HÍ ásamt fjölmörgum öðrum í gegnum tíðina. Stofnun Eimskipafélags- ins árið 1914 var liður í sjálfstæðisbarátt- unni rétt eins og íslenskur háskóli. Án efl- ingar háskólastarfs á Íslandi hefði þjóðin aldrei getað byggt upp sterkt atvinnulíf og velferðarsamfélag á síðustu öld. Á þeim árum, sem bygging HÍ stóð yfir, og ætíð síðan, hefur einkaleyfi Happ- drættis Háskóla Íslands sem peningahapp- drættis skipt sköpum fyrir HÍ. Ekki gera allir sér grein fyrir því að flestar bygg- ingar HÍ, aðrar en stúdentagarðarnir, eru reistar og þeim viðhaldið að mestu fyrir happdrættisfé, þ. e. ágóðahlut háskólans af rekstri happdrættisins. Meira að segja Tjarnarbíó sem opnað var 1942 og Há- skólabíó sem tekið var í notkun árið 1961 á hálfrar aldar afmæli HÍ voru byggð fyrir styrktarfé happdrættisins og síðar Sátt- málasjóðs, sem er einn af fjölmörgum sjóðum HÍ. Þótt innra starf, kennsla og rannsóknir í háskóla skipti mestu máli, þarf aðstaðan og umgjörðin einnig að vera í lagi. Eflaust hafa fáir áttað sig á því við stofnun happdrættisins og ýmissa sjóða sem tengjast HÍ, að það ættu eftir að verða fleiri en einn háskóli á Íslandi. Ef svo væri hefði happdrættið eflaust verið kallað Happdrætti háskólanna og myndi nýtast þeim öllum. Verjum of litlum fjármunum til háskólastarfs á Íslandi Í nýlegri skýrslu OECD, Education at a Glance 2010, kemur fram að heildarút- gjöld Íslendinga til menntamála eru mest allra þjóða eða um 8% af landsframleiðslu, en rétt á eftir okkur eru Bandaríkjamenn, Bretar og Norðurlandaþjóðirnar. Meðatal- ið er rúmlega 6%. En þegar litið er til út- gjalda á háskólastigi þá setjum við um 1% af þjóðartekjum til háskólamenntunar, sem er mun minna en t.d. hinar Norð- urlandaþjóðirnar og meðaltal OECD landa er um 2%. Það eru eingöngu Sló- vakía, Brasilía, Ungverjaland og Ítalía sem verja lægra hlutfalli til þessa málaflokks en Ísland. Einnig vekur athygli að við erum frekar neðarlega á lista yfir fjölda háskóla- menntaðs ungs fólks. Við verjum miklu fé til grunnmenntunar og rekstur þess kerfis er dýr í samanburði við háskólamenntun í landinu. Það þarf að horfa frekar til hag- ræðingar á því sviði. Það sem mun auka verðmæti í okkar atvinnulífi er hæfileikinn til að skapa nýjar hugmyndir, nýja tækni, ný viðskiptalíkön, nýja vöru eða þjónustu innan nýrra eða starfandi fyrirtækja. Sem betur fer eigum við góða auðlind þ.e. hugvitið til viðbót- ar við náttúruauðlindirnar. Hugvitið er líka þeim góða eiginleika gætt að það vex

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.