Vísbending


Vísbending - 06.05.2011, Blaðsíða 3

Vísbending - 06.05.2011, Blaðsíða 3
 Skattlagning fjáreignatekna Fjáreignatekjur hafa verið skattlagðar sérstaklega frá árinu 1997. Í fyrstu var skatthlutfallið 10% en hefur hækkað síðan í þremur þrepum: 1. júlí 2009 í 15% 1. janúar 2010 í 18% 1. janúar 2011 í 20% Til fjáreignatekna teljast vextir og verðbætur af verðtryggðum bankareikningum, auk arðs og söluhagnaðar af hlutbréfum. Að auki var lagður á „auðlegðarskattur“. Sá skattur er nú 1,5% af hreinni eign einstaklings yfir 75 milljónir en hjá hjónum er fríeignarmarkið 100 milljónir. Þá var einnig skattalegri meðferð arðs breytt þegar arðgreiðslur gengu á milli hlutafélaga þannig að í mörgum tilfellum verða argreiðslur tvískattlagðar. V í s b e n d i n g • 1 7 . t b l . 2 0 1 1 3 framhald á bls. 4 Vilhjálmur Bjarnason Lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Tölfræðilegum gögnum er ekki safn-að saman til gamans. Að baki allri tölfræði er dauðans alvara. Þannig eru gögn Seðlabanka Íslands um þróun innlána í fjármálastofnunum á síðustu tveimur árum vísbending um að fjár- málastofnanir séu ekki samkeppnisfærar um ráðstöfun á fjármunum einstaklinga. Á mynd 1 má sjá að innlánin voru mest í lok júlí 2009 en þau hafa minnkað síðan. Minnkunin frá því í júlí 2009 til febrúar 2011 nemur 21% en er um 5% frá því í september 2008. Ef verðtryggð innlán einstaklinga eru skoðuð sérstaklega kemur svipuð mynd fram. Verðtryggð innlán hafa aukist um 45% frá janúar 2008 til febrúar 2011. Þau hafa minnkað um 0,1% frá septem- ber 2008 til febrúar 2011. Verðtryggð innlán hafa minnkað um 12% frá júlí 2009 til febrúar 2011. Lífeyrissparnaður er ekki talinn til verðtryggðra innlána í þessari flokkun. Með því að núvirða innlán með vísitölu neysluverðs til verðtryggingar á verðlagi í febrúar 2011 kemur í ljós að verðtryggð innlán voru mest að raungildi í janúar 2009 en hafa minnkað síðan um 35%. Minnkunin frá júli 2009 til febrúar 2011 er 19%. Skattlagning fjáreignatekna Fjáreignatekjur hafa verið skattlagðar sér- staklega frá árinu 1997. Í fyrstu var skatt- hlutfallið 10% en hefur hækkað síðan í þremur þrepum: 1. júlí 2009 í 15%. 1. janúar 2010 í 18%. 1. janúar 2011 í 20%. Til fjáreignatekna teljast vextir og verð- bætur af verðtryggðum bankareikningum, auk arðs og söluhagnaðar af hlutabréfum. Að auki var lagður á „auðlegðarskatt- ur“. Sá skattur er nú 1,5% af hreinni eign einstaklings yfir 75 milljónir en hjá hjón- um er fríeignarmarkið 100 milljónir. Þá var skattalegri meðferð arðs einnig breytt þegar arðgreiðslur gengu á milli hlutafélaga, þannig að í mörgum tilfellum verða arðgreiðslur tvískattlagðar. Eins og sést í töflum 1 og 2 eru skatt- hlutföll fjáreignatekjuskatts og auðlegðar- skatts í flestum tilfellum fyrir ofan hæstu skatthlutföll launatekna. Það sem merkt er með rauðu er hærra en 100% skatthlut- fall, þ.e. eignarnám. Samdráttur innlána í bönkum Mynd 1: Innlán í milljörðum kr. Mynd 2: Verðtryggð innlán, milljarðar kr. Mynd 3: Verðtryggð innlán einstaklinga í mill jörðum kr. á verðlagi í febrúar 2011 Samdráttur innlána í bönkum Tölfræðilegum gögnum er ekki safnað saman í gamansömum tilgangi. Að baki allri tölfræði er dauðans alvara. Þannig eru gögn Seðlabanka Íslands um þróun innlána í fjármálastofnunum á síðustu tveimur árum vísbending um að fjár- málastofnanir eru ekki samkeppnisfærar um ráðstöfun á fjármunum einstaklinga. Samkvæmt upplýsingum á tölfræðivef Seðlabanka Íslands hefur þróun innlána einstaklinga verið eins og fram kemur á mynd 1: Mynd 1 Á myndinni má sjá að innlánin eru mest í lok júlí 2009 en hafa lækkað síðan. Lækkunin frá því í júlí 2009 til febrúar 2011 nemur 20,6% en lækkun innlána frá því í september 2008 er 4,6%. Ef verðtryggð innlán einstaklinga eru skoðuð sérstaklega kemur svipuð mynd fram. Mynd 2. Verðtryggð innlán hafa aukist um 45,4% frá janúar 2008 til febrúar 2011. Verðtryggð innlán hafa minnkað um 0,07% frá sept mber 2008 til febrúar 2011. Verðtryggð innlán hafa minnkað um 12,35% frá því í júlí 2009 til febrúar 2011. Líferyissparnaður er ekki talinn til verðtryggðra innlána í þessari flokkun. Með því að staðvirða innlán með vísitölu neysluverðs til verðtryggingar á verðlagi í febrúar 2011 kemur í ljós að verðtryggð innlán voru mest að raungildi í janúar 2009 en hafa lækkað síðan um 34,54%. Lækkunin frá júli 2009 til febrúar 2011 er 18,8%. Mynd 3 Heimild: Seðlabanki Íslands. Heimild: Seðlabanki Íslands. Heimild: Seðlabanki Íslands.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.