Vísbending


Vísbending - 06.05.2011, Blaðsíða 2

Vísbending - 06.05.2011, Blaðsíða 2
2 V í s b e n d i n g • 1 7 . t b l . 2 0 1 1 Bolli Héðinsson formaður Samtaka fjárfesta Eftir einhverjar hrikalegustu ham-farir af mannavöldum sem íslenskt samfélag hefur orðið fyrir og vand- aða úttekt Rannsóknarnefndar Alþingis á því sem miður fór, læðist að manni sá grunur að nú, tæplega þremur árum síðar, sé viljinn til að læra af mistökum ekki fyr- ir hendi hjá stórum hluta þjóðarinnar og hafi í reynd aldrei verið það. Erum við sem á Íslandi búum svo sjálfbirgingsleg og ánægð að trúa því að allt sé svo gott hjá okkur að ekkert þarfn- ist lagfæringa við? Eigum við að trúa því að ekkert hafi verið að þegar efnahags- áfallið dundi á þjóðinni og nú þurfi bara að halda áfram eins og ekkert hafi í skor- ist? Flest það sem miður fór hafi verið útlendingum að kenna, sumt megi rekja til glæfralegrar framgöngu fáeinna ein- staklinga, en allt annað hafi verið í lagi? Taka megi þráðinn upp að nýju - bara spóla filmunni til baka á þann stað sem við vorum þegar allt féll og halda áfram líkt og ekkert hafi gerst? Meirimáttarkennd og minnimáttarkennd: Hvatir af sömu rót. Hluti hinnar sérstöku sjálfsmyndar Íslend- inga er sjálfbirgingshátturinn sem birtist þegar miklast var af árangri útrásarvík- inganna. Þegar grannt er skoðað eru það nákvæmlega sömu hvatir, hin innibyrgða minnimáttarkennd, sem ræður þegar við hnyklum vöðva og steytum hnefa gagn- vart útlöndum, og yfirlætið sem réði á tímum útrásarinnar. Báðar þessar hvatir bera fyrst og fremst vott um lágt sjálfsmat þjóðar sem trúir því að aðrir sitji eilíflega á svikráðum við hana, í stað þess að hún skapi sér stöðu sem venjuleg þjóð meðal annarra venjulegra þjóða. Hvers vegna eru þessar öfgar? Hvers vegna horfum við alltaf á Ísland og Íslend- inga ýmist sem yfirburðaverur með sér- staka hæfileika á einhverjum sviðum eða minnipokamenn sem stöðugt hræðast allt nýtt og framandi? Hvers vegna horfum við ekki bara á hagsmuni almennings, Vilja Íslendingar einhverjar breytingar? barnafólks, ungmenna, miðaldra og aldr- aðra og spyrjum okkur hvernig best verði tryggð afkoma þeirra og lífshamingja. Ísland alltaf öðruvísi? Á Ísland alltaf að vera öðruvísi en önnur lönd? Þetta er sú spurning sem ég spyr mig reglulega. Er það viðtekin skoðun stórra hópa hér á landi að hér eigi ákveðnir þætt- ir í samfélaginu alltaf að vera öðruvísi en hjá helstu nágranna- og viðskiptaþjóðum okkar? Hér skulu nokkur dæmi nefnd: • Á Íslandi er alltaf verið að „bjarga“ einhverjum. Menn hafa alltaf verið að bjarga fjárhag ríkis- og sveitarfélaga með sérstökum aðgerðum sem reglulega er gripið til og þá oft gert lítið úr uppbygg- ingarstarfi sem er einskis metið. • Á Íslandi er alltaf verið að „bjarga“ einhverju, t.d. ráðist að atvinnuleysi með stóriðju. Af hverju lýtur undirbúningur og ákvörðun um raforkuframkvæmdir og stóriðju alltaf þeim lögmálum að í þetta þurfi að ráðast til að bjarga einhverjum aðsteðjandi vanda í stað þess að um með- vitaða atvinnustefnu til langs tíma sé að ræða? • Á Íslandi þarf reglulega að „bjarga“ atvinnuvegunum. Það þarf reglulega að bjarga sjávarútvegi t.d. með því að sleppa honum við skattheimtu eða, eins og áður var, að fella gengið. Hvers vegna er þetta svona hjá okkur? Af hverju má íslenskt samfélag ekki verða eins og samfélag nágrannalandanna? Af hverju hafa Íslendingar aldrei getað geng- ið með íslenskan peningaseðil inn í banka í nágrannalöndum okkar og fengið hon- um skipt í mynt þess lands eins og allir aðrir sem við viljum bera okkur saman við ? Sennilega tengist það sjálfsmynd Íslendinga að í raun finnst stórum hópi fólks að Ísland eigi alltaf að vera öðruvísi en nágrannalönd okkar. Íslendingar eigi ekki að geta notið sömu lífsgæða og aðrar þjóðir. Hér á landi eigi tekjur og annað sem að velferð þjóðarinnar snýr að vera í uppnámi öðru hvoru, þannig að ekki sé fyllilega ljóst hvaða lífsgæða við getum notið nú og til framtíðar. Alltaf þurfi að vera að „bjarga“ einhverju og einhverjum og sá einhver er aldrei almenningur. „Er þetta nokkuð fyrir okkur ?“ - hugarfarið Ekkert er meira sláandi fyrir þennan hugsunarhátt, þessa sjálfsmynd um að við séum og eigum að vera öðruvísi, en þegar tekist var um hvort hér á landi skyldi leyfa sölu á bjór. Umræðan um málefnið er dæmi um það sem ég kýs að kalla „er þetta nokkuð fyrir okkur?“ - hugarfarið. Bjór var talinn vera eitthvað sem átti við í útlöndum og fyrir útlendinga. Í besta falli að Íslendingar fengju að njóta veig- anna þegar þeir brygðu sér út fyrir land- steinana en alls ekki heppilegt fyrir þjóð- ina að neyta drykkjarins hér heima. - Er þessi hugsunarháttur ekki enn ráðandi á býsna mörgum sviðum? Heimóttarlegt hugarfar þjóðar sem mótast af lágu sjálfs- mati með reglulega birtingarmynd þess að við séum mest og best og berum af öðr- um? Við þurfum, hvert og eitt okkar, að spyrja hvort við, meðvitað eða ómeðvitað, trúum því að á einhverjum sviðum eigi Íslendingar aðeins að fá að njóta reyksins af réttunum sem aðrar þjóðir njóta. Hér eigi ákveðnir hlutir alltaf að vera öðruvísi en hjá þeim þjóðum sem við viljum helst bera okkur saman við. Um það snýst framtíð okkar sem landið byggjum.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.