Vísbending


Vísbending - 06.05.2011, Blaðsíða 4

Vísbending - 06.05.2011, Blaðsíða 4
4 V í s b e n d i n g • 1 7 . t b l . 2 0 1 1 Aðrir sálmar Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Myndsendir: 561 8646. Net fang: visbending@heimur.is. Prentun: Heimur. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Góður þjónnframhald af bls. 2 Almenningur gerir yfirleitt ekki miklar kröfur til stjórnmálamanna, en engu að síður ná þeir sjaldnast að uppfylla væntingar. Klisjur, órökstuddar fullyrðingar, dylgjur og jafnvel níð um náungann einkenna málflutning margra þeirra sem hafa valist til þess að leiða þjóðina. Það er vinsælt að segja að þjóð- ir fái þá foringja sem þær eiga skilið, en vandséð er hvað Íslendingar hafa til saka unnið. Fjármálaráðherra hefur að sumu leyti reynt að taka ábyrga afstöðu eftir að hann tók við embætti. Hann hafði í stjórnarandstöðu harðlega gagnrýnt samstarfið við AGS, en hefur síðan orðið mikill talsmaður þess og hreyk- inn sagt frá því, að bent sé á Ísland sem dæmi um vel heppnaða aðstoð. Eðlilega leita erlendir fjölmiðlar eftir umsögn fjármálaráðherra um framtíð- arsýn fyrir Ísland. Wall Street Journal tal- aði nýlega við hann. Í frásögn mbl.is kom fram að ráðherrann telur Ísland ekki eiga erindi í Evrópusambandið: „Stein- grímur bendir á sérstöðu Íslands hvað varðar sjávarútveg og landbúnað, auk fleiri hluta. Þá segir fjármálaráðherra að krónan sé betri kostur en evruaðild enda hafi gjaldmiðillinn „þjónað landinu vel“. Hann segir að veiking krónunnar hafi ekki verið sársaukalaus fyrir lands- menn en þrátt fyrir það hafi hún skapað góð skilyrði fyrir útflutningsgreinarnar.“ Einmitt svona málflutningur verður til þess að traust á stjórnmálamönnum er lítið. Ráðherrann „bendir á sérstöðu Íslands“ en segir ekkert í hverju hún er fólgin. Með því að endurtaka klisjuna nógu oft þarf hún ekki að hafa neitt innihald lengur. Engin grein fær jafn- mikið fé innan Evrópusambandsins og landbúnaður. Enginn stjórnmálamaður vill segja það, en aðalvandi sjávarútvegs- ins í Evrópu er að veiðikvótar hafa verið allt of miklir. En vitlausasta fullyrðingin er að krónan hafi þjónað landinu vel. Íslendingar hafa marga fjöruna sopið í efnahagsmálum og víða hlaupið á sig. Versti óvinur almennings er engu að síð- ur krónan. Hundraðkallinn fyrir níutíu árum er nú innan við fimm aura virði. Það er armur þjónn. bj Tafla 1: Skatthlutfall fjáreignatekna miðað við mismunandi raunvexti og verðbólgu og 20% fjáreignaskatt Tafla 2: Skatthlutföll með 20% fjáreigna- tekjuskatti og 1,5% auðlegðarskatti Hér er búið að bæta við áhrifum af 1,5% auðlegðarskatti við 20% fjáreignatekjuskatt. Miðað við raunvexti og verðbólgu eru skatthlutföll fjáreignatekjuskatts núna sem hér segir: Mynd 4 Hér er búið að bæta við áhrifum af 1,5% auðlegðarskatti við 20% fjáreignatekju- skatt. Mynd 5 Miðað við raunvexti og verðbólgu eru skatthlutföll fjáreignatekjuskatts núna sem hér segir: Mynd 4 Hér er búið að bæta við áhrifum af 1,5% auðlegðarskatti við 20% fjáreignatekju- skatt. Mynd 5 Fyrir utan skattlagningu, sem hér er nefnd, koma til ýmsar skerðingar á bót- um elli- og örorkulífeyrisþega vegna fjár- eignatekna. Það er utan við efni þessarar greinar. Það er ekki tilviljun að bankainn- stæður, sem eru að sjálfsögðu andlag til skattlagningar, lækki. Fyrstu skattahækkanirnar tóku gildi í júlí 2009, einmitt þegar innstæður voru mestar, en síðan hafa þær stöðugt minnk- að. Ástandið á óverðtryggðum reikning- um er mun verra en sem hér kemur fram, þar sem vexir halda ekki í við verðbólgu. Markmið skattlagningar er tekju- öflun. Hvort tveggja hefur gerst: Vextir hafa lækkað og innstæður hafa minnkað. Tekjuöflun verður ekki af hækkun skatt- hlutfalls við slíkar aðstæður. Að auki er sparnaður ekki nauðsyn líkt og atvinna. Þegar sparnaði er mætt með eignarnámi kemur eyðsla í stað sparnaðar, sóun í stað ábata. Bankainnstæður eru ekki í eigu auð- manna. Þær eru varasjóður hins venjulega manns, ætlaðar til að mæta framtíðarút- gjöldum og eftir atvikum óvæntum út- gjöldum einstaklinga í stað þess að þeir leggist á almannaframfæri eða fari í banka til lántöku. Það er betri leið til samúðar að leita eftir láni í banka. Bankainnstæður eru varasjóður hins venju- lega manns, ætlaðar til að mæta framtíðar- útgjöldum og eftir atvikum óvæntum útgjöldum einstakl- inga í stað þess að þeir hinir sömu leggist á almannaframfæri eða fari í banka til lántöku. Miðað við raunvexti og verðbólgu eru skatthlutföll fjáreignatekjuskatts og auðlegðarskatts núna sem hér segir:

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.