Vísbending - 18.07.2011, Blaðsíða 2
2 V í s b e n d i n g • 2 6 . t b l . 2 0 1 1
Íslendingar og fleiri ræða mikið um kosti og galla myntbandalaga og eink-um evrusvæðið. Það er eðlilegur hluti
af Evrópusambandsumræðunni. Mynt-
bandalög eru ekki ný af nálinni. Banda-
ríkin notast öll við sama dalinn og gömlu
Sovétríkin notuðu öll sömu rúbluna. Enn
sem komið er notar hins vegar ekki nema
hluti af Evrópusambandinu evrur, enda
hin sameiginlega mynt aðeins 10 ára og
ekki sjálfgefið að taka hana upp. Umfjöll-
un á Íslandi um Evrópusambandið og
hina sameiginlegu mynt - evruna - minnir
því miður oft meira á trúarbragðadeilur en
fræðimennsku. Margir Íslendingar halda
fram að núverandi efnahagsófarir Íslands
séu vegna þess að Ísland notar krónuna en
ekki evru, meðan aðrir segja að efnahags-
ófarir Grikklands séu evrunni að kenna.
Það er alltaf gott fyrir sálina að geta kennt
öðrum en sjálfum sér um ófarir sínar. Að
vísu hefur höfundur ekki enn séð að Kali-
forníustjórn kenni Bandaríkjadalnum um
skuldir fylkisins, enda ekki líklegt að það
myndi verða tekið sem gild afsökun fyrir
að hafa eytt um efni fram. Í þessari grein
verður fjallað um kosti og galla mynt-
bandalaga.
Kostir og gallar
myntbandalaga
Málið er hins vegar ekki alveg eins ein-
falt og taflan sýnir. Ef ekki eiga að verða
árekstrar í myntbandalagi, þurfa aðildar-
ríkin að vera svipuð:
Opin hagkerfi1.
Auðvelt að flytja vörur, fjármagn og 2.
vinnuafl á milli landa, eða a.m.k. að
laun og verðlag séu ekki fryst, heldur
geti hækkað og lækkað eftir þörfum
hagkerfisins
Verðbólga og framleiðni sambærileg og 3.
vilji til að halda þeim svipuðum
Hagvöxtur svipaður innan svæðisins4.
Fjármála- og lagaumhverfi líkt í öllum 5.
löndunum
Ríkisfjármál og skattlagning ekki mjög 6.
frábrugðin hvert öðru
Hagkerfin fjölhæf en ekki bundin við 7.
eina framleiðslugrein
Myntbandalög og evruvæðing
Takmörkuð þörf fyrir að nota gengis-8.
sveiflur í hagstjórn
Vilji til þess að vinna saman9.
Ísland er Evrópuríki hvort sem skoðað
er sögulega, viðskiptalega, menningarlega
eða stjórnarfarslega. Um 3/4 hlutar utan-
ríkisviðskipta Íslands eru við Evrópska
efnahagssvæðið, þar af um helmingur við
núverandi evrusvæði. Taki Ísland upp aðra
mynt en krónu eru vart önnur myntsvæði
sem Ísland á samleið með en Evrópa. Það
er ávísun á árekstra að taka upp mynt ríkis
sem Ísland á ekki nema sáralítil viðskipti
við, þar sem þarfir myntsláttu ríkisins
ráða ferðinni og fylgiríkið verður fyrr eða
síðar undir. Seðlabankar annarra ríkja
verða aldrei eign Íslendinga. Hins vegar
er Seðlabanki Evrópu sameign Evrópu-
sambandslandanna.
Hagfræðingum ber ekki saman um
full áhrif myntbandalaga. Flestir eru þó
sammála um að sameiginleg mynt auki
viðskipti og aukin viðskipti auki almenna
velferð. Í fyrstu hefur það nokkurn kostn-
að í för með sér að skipta um mynt - og
nýju myntinni er réttilega kennt um - en
aukin milliríkjaviðskipti munu til langs
tíma litið yfirvinna kostnaðinn margfalt,
svo framarlega sem nýja myntin er mynt
landa sem Ísland á efnahagslega samleið
með.
Leiða má líkur að því að langtíma-
áhrif evruvæðingar á Íslandi leiði til þess
að þjóðarframleiðsla verði í kaupmætti
mælt nálægt 5% meiri en ef Ísland er utan
myntsamstarfs Evrópu. Undirstrika þarf
að þetta gerist hægt og sígandi á u.þ.b.
tveimur áratugum en ekki á einu bretti.
Þjóðarframleiðsla Íslands verður vænt-
anlega meiri eftir 20 ár en hún er núna,
hvort sem landið er í myndbandalagi eða
ekki. Þessi áætluðu 5% bætast ofan á aðra
aukningu. Smávægilegur munur er á milli
rannsókna, en allar sýna þær aukningu.i
Hefði íslensku hagkerfi verið stýrt af
sömu alúð og hæfni og t.d. Þjóðverjar
hafa gert síðustu 50 ár, væri efnahagslífið
hér á landi í lagi. Íslendingum hefur hins
vegar ekki tekist vel upp í hagstjórn og þá
þarf að gera eitthvað í málinu. Spurning-
in er ekki hvort eitthvað skuli gera heldur
hvað.
Hvað þyrfti Ísland að gera
til að taka upp evru?
Evrópusambandið ætlast til þess að ný
aðildarríki taki upp evru sem mynt. Sam-
bandið er hins vegar ekki sátt við að ríki
sem ekki eru í bandalaginu taki upp evru
einhliða, enda mun utangarðsríki ekki
hafa nein áhrif á ákvarðanir Seðlabanka
Evrópu. Ef evrur yrðu teknar upp einhliða
á Íslandi - í óþökk ES - yrði öllum íslensk-
um krónum „hent í ruslið“ og gjaldeyris-
forði Seðlabanka Íslands notaður til að
kaupa evrur og láta Íslendinga fá í skipt-
um fyrir krónurnar sem hætta að vera til
sem gjaldmiðill. Ísland hefur ekki heimild
til að prenta evrur né heldur til að búa til
rafrænar evrur á bankareikningum. Þetta
væri í raun svipað og að fleygja gjaldeyris-
forða landsmanna.
Ef Ísland gengur í Evrópusambandið
og í myntbandalagið er öllum íslenskum
krónum, jafnt seðlum sem rafrænum inni-
stæðum, skipt út fyrir evrur af Seðlabanka
Evrópu án þess að gjaldeyrisforði Seðla-
banka Íslands komi þar við sögu. En hvað
þarf Ísland að gera annað en að ganga í
Evrópusambandið til að taka upp evru?
Efnahagsmálin þurfa að vera í lagi áður
en þjóð getur tekið upp evruna og þurfa
að hafa verið nokkuð stöðug síðustu eitt
til tvö árin fyrir upptöku hennar. Skilyrð-
in, sem kennd eru við Maastricht, eru:
Verðlag þarf að hafa verið stöðugt. 1.
Verðbólga árið fyrir upptöku evru má
ekki hafa verið meiri en 1,5% hærri en
í þeim þrem ríkjum bandalagsins þar
sem verðbólga er minnst.
Skuldir ríkissjóðs séu innan við 60% 2.
af þjóðartekjum eða a.m.k. nálgist það
mark. Ennfremur má halli ríkissjóðs
(eyðsla umfram tekjur) ekki vera meiri
en 3% af þjóðartekjum, nema um
smávægileg og tímabundin frávik sé að
ræða.
Magnús Bjarnason
Doktor í stjórnmálahagfræði
Leiða má líkur að
því að langtíma
áhrif evruvæð
ingar á Íslandi
leiði til þess að
þjóðarframleiðsla
verði í kaupmætti
mælt nálægt 5%
meiri en ef Ísland
er utan myntsam
starfs Evrópu.