Vísbending


Vísbending - 18.07.2011, Blaðsíða 3

Vísbending - 18.07.2011, Blaðsíða 3
V í s b e n d i n g • 2 6 . t b l . 2 0 1 1 3 Gengissveiflur síðustu tvö árin fyr-3. ir upptöku evru mega ekki hafa verið meiri en 15% upp eða niður. Ennfrem- ur má ríkisstjórnin ekki hafa fellt geng- ið á tímabilinu. Langtímavextir á lánum mega ekki vera 4. meira en 2% hærri en í þeim þrem ríkj- um bandalagsins sem lægstu verðbólg- una höfðu. Ísland uppfyllir ekki þessi skilyrði en gera má ráð fyrir að á nokkrum árum komist efnahagsmálin í betra horf og hægt verði að taka upp evru, ef þjóðin vill ganga í Evrópusambandið á annað borð. Það er Ísland sem sækir um aðild að sambandinu og þar með að evrusvæðinu en ekki öfugt. Ísland er velkomið í klúbbinn, en Íslend- ingum er líka velkomið að vera utangarðs eins og Grænland, Svalbarði, Novaja Zemlja og aðrar eyjar Norður-Íshafsins. Sorgarsaga Grikkja Í inngangi var minnst á Grikki. Eftir að seinni heimstyrjöldinni lauk árið 1945 braust út borgarastyrjöld í Grikklandi. Til að hindra að stríðið leiddi til þess að Grikk- land yrði hluti af kommúnistablokkinni í Austur-Evrópu fékk Grikkland Marshall- aðstoð og gekk í Atlantshafsbandalagið árið 1952. Grískt lýðræði var samt valt. Árin 1967-1974 ríkti einræðisstjórn (her- foringjastjórn) í landinu. Árið 1981 gekk Grikkland í Efnahagsbandalag Evrópu. Áhöld voru um hvort Grikkland uppfyllti efnahagsleg skilyrði til að vera með, en af pólitískum ástæðum var innganga Grikk- lands samþykkt. Grikkland skyldi vera hluti af lýðræðisríkjum Evrópu, þrátt fyrir að vera á mörkum Evrópu og Mið-Aust- urlanda, landfræðilega, menningarlega og efnahagslega. Fyrir 10 árum tóku Grikkir upp evruna sem gjaldmiðil en síðar kom í ljós að þeir puntuðu uppá ríkisbókhaldið til að sýna fram á að þeir uppfylltu öll skil- yrði myntbandalagsins án þess að gera það í raun. Árin eftir að Grikkir gengu í ESB stóðu allnokkur spjót frá framkvæmda- stjórn ESB á Grikkjum um að uppræta spillingu og koma betri grundvelli undir efnahag sinn, sem hefur ekki dafnað eins hratt og hjá öðrum Evrópusambandsríkj- um. Þessi vandamál eru ekki enn leyst. Nú standa Grikkir frammi fyrir mikl- um skuldum sem hafa safnast upp hjá hinu opinbera. Ríkissjóður og hagkerfið hafa ekki verið rekin með sömu varfærni og tíðkast í sumum öðrum löndum Evr- ópu, t.d. í Þýskalandi, Austurríki, Hol- landi og víðar. Gríska ríkið er komið í greiðsluvanda. Enginn málsmetandi maður í ábyrgðarstöðu hefur sagt í fullri alvöru að Grikkir geti hypjað sig úr myntbandalagi Evrópu, en þessu heyrist fleygt, m.a. meðal þeirra sem er í nöp við Evrópu sambandið eða jafnvel ósáttir við að evran sé orðinn keppinautur dollarsins sem heimsgjaldmiðill. Evrópusamband- ið vill áfram styðja Grikki, en krefst þess jafnframt að Grikkir taki á vandamálum sínum og lifi ekki um efni fram. Haldi Grikkir evrunni sem gjaldmiðli, sem er nánast öruggt - a.m.k. meðan ekki verð- ur stjórnarbylting - verða þeir að borga skuldirnar í evrum. Evra á móti evru skal greiðast með vöxtum. Hætti Grikkir hins vegar í evrusam- starfinu og taka upp gömlu drökmurn- ar munu þeir sem lánuðu Grikkjum í evrum eða dollurum ekki sætta sig við að fá einskis virði pappír sem greiðslu, fremur en það dugar að rétta erlendum lánardrottnum Íslands vörubílsfarm af nýprentuðum krónuseðlum. Allir Grikk- ir sem eiga fé myndu í flýti flytja evr- ur í erlenda banka þegar þeir vissu hvað væri í vændum. Grikkir yrðu að setja á gjaldeyris höft og svo færi gríska prentvélin í gang og prentaði drökmur handa gríska ríkinu. Allir innan Grikklands fengju svo borgað í drökmum, þó svo að fæstir út- lendingar myndu taka við þeim. Við það að prenta peninga fer verðbólga af stað því peningaprentun skapar ekki vörur, þjón- ustu eða verðmæti, heldur eykur aðeins fé í umferð. Ríkissjóður réttir mönnum pappírsseðla og fær innlenda þjónustu og innlenda vöru í staðinn. Ef laun verða óbreytt rýrnar kaup- máttur. Þannig kæmist gríska ríkið yfir verðmæti innlends fólks og fyrirtækja til þess að minnka skuldir sínar. Verkalýðs- félög munu hins vegar fljótlega átta sig á að kaupmáttur rýrnar, og annað hvort heimta vísitölutryggingar á öllu - eins og oft tíðkast á Íslandi - sem svo leiðir til enn meiri peningaprentunar og óðaverð- bólgu, eða þá öldu verkfalla með kröf- um um kauphækkanir. Verkföllin munu svo draga enn meira úr raunframleiðslu landsins og allt endar með enn meiri ósköpum. Í gamla daga spöruðu menn fyrst og eyddu svo fénu. Nú er algengt að einstaklingar og ríkisstjórnir taki lán, eyði fénu og lendi svo í greiðsluvanda þegar kemur að gjalddaga. Óvarfærni í fjármálum er um að kenna, en ekki nafn- inu á gjaldmiðlinum. Þetta á við bæði um Íslendinga og Grikki. Kostir og gallar myntbandalaga eru ræddir ítarlega í 5. kafla í doktorsritgerð greinar­ höfundar, The Political Economy of Joining the European Union, Iceland’s Position at the Beginning of the 21st Century. Amst­ erdam University Press, 2010. Hægt er að nálgast ritgerðina rafrænt á http://dare.uva.nl/en/record/349694 iSjá t.d. 5. kafla í doktorsritgerð höfund- ar The Political Economy of Joining the European Union, Iceland’s Position at the Beginning of the 21st Century (2010) og Hvað með evruna?, eftir Eirík Bergmann Einarsson og Jón Þór Sturluson (2008) og Out in the Cold? Iceland’s trade per­ formance outside the EU, eftir Þórarin G. Pétursson og Francis Breedon (2004). Tafla: Áhrif myntbandalaga 1 Dr.Magnús Bjarnason Vísbending. Júlí 2011. Myntbandalög og evruvæðing. Íslendingar og fleiri ræða mikið um kosti og galla myntbandalaga og einkum evrusvæðið. Það er eðlilegur hluti af Evrópusambandsumræðunni. Myntbandalög eru ekki ný af nálinni. Bandaríkin notast öll við sama dalinn og gömlu Sovétríkin notuðu öll sömu rúbluna. Enn sem komið er notar hins vegar ekki nema hluti af Evrópusambandinu evrur, enda hin sameiginlega mynt aðeins 10 ára og ekki sjálfgefið að taka hana upp. Umfjöllun á Íslandi um Evrópusambandið og hina sameiginlegu mynt - evruna - minnir því miður oft meira á trúarbragðadeilur en fræðimennsku. Margir Íslendingar halda fram að núverandi efnahagsófarir Íslands séu vegna þess að Ísland notar krónuna en ekki evru, meðan aðrir segja að efnahagsófarir Grikklands séu evrunni að kenna. Það er alltaf gott fyrir sálina að geta kennt öðrum en sjálfum sér um ófarir sínar. Að vísu hefur höfundur ekki enn séð að Kaliforníustjórn kenni Bandaríkjadalnum um skuldir fylkisins, enda ekki líklegt að það myndi verða tekið sem gild afsökun fyrir að hafa eytt um efni fram. Í þessari grein verður fjallað um kosti og galla myntbandalaga. Kostir og gallar myntbandalaga Tafla: Áhrif myntbanda ga Kostir Ókostir Ríkið getur ekki hleypt verðbólgu af stað með peningaprentun. Ríkið getur ekki mætt innlendum skuldavanda með peningaprentun (sem margir telja reyndar kost). Peningaprentun, án samráðs við hin löndin, er útilokuð - sem heldur verðlagi í skefjum. Ekki er hægt að fella eða hækka gengið að vild eftir þörfum inn- eða útflytjenda (sem einnig má líta á sem kost ef gengið er „rétt skráð“). Auðvelt er að bera saman verð milli landa, (sem er gott fyrir neytandann en slæmt fyrir okurinnflytjendur). Það tekur fólk tíma að læra á og venjast nýju verði. Sumir reikna enn í gömlu Evrópumyntunum Bankakostnaður tengdur erlendum viðskiptum minnkar. Það fylgir því kostnaður að skipta um peningaseðla í umferð og verðmerkja vörur uppá nýtt. Gjaldeyrissveiflur innan myntbandalagsins eru úr sögunni. Ekki er hægt að breyta vaxtastigi Seðlabankans án samráðs við hin löndin. Viðskipti aukast mikið - sem eykur almenna velferð. Sumir sölumenn laumast til að hækka verð þegar skipt er um mynt.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.