Vísbending


Vísbending - 18.07.2011, Síða 4

Vísbending - 18.07.2011, Síða 4
4 V í s b e n d i n g • 2 6 . t b l . 2 0 1 1 Aðrir sálmar Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Myndsendir: 561 8646. Net fang: visbending@heimur.is. Prentun: Heimur. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Lambahryggstíð framhald af bls. 1 Bændaforystan hefur minnt rækilega á að íslenskur landbúnaður er ekki óháður umheiminum. Bændur mega flytja út lambakjöt, sem auðvitað eru sjálfsögð réttindi þeirra. Þeir hafa nú ákveðið að hækka verð á innlendum markaði. Þessa hækkun er studd góðum rökum: Í fyrsta lagi hefur framleiðslu- kostnaður hækkað mikið (ekki hefur komið fram hve mikið, en einhverjir þættir hans yfir 100% að sögn). Í öðru lagi er heimsmarkaðsverð á lambakjöti nú mjög hátt og það kallar á hækkun á heimamarkaði. Bæði rökin eru ágæt. Ekki er hægt að reka nútíma landbúnað án þess að hafa til þess tæki og tól sem flytja þarf inn. Tækin þurfa eldsneyti sem líka er innflutt og tún þurfa innfluttan áburð. Ekki þarf að efast um að verð á öllum þessum þáttum hefur hækkað stórlega við gengisfall krónunnar, rétt eins og á öðrum innfluttum vörum. Með sama hætti er ósanngjarnt að ætlast til þess að bændur séu neyddir til þess að selja kjöt á lægra verði á innlendum markaði en þeir geta fengið erlendis. Að sjálfsögðu á verð á landbúnaðarafurðum að fara eftir framboði og eftirspurn á heimsmarkaði rétt eins og olíuverð. Nú nýta bændur viðskiptafrelsi sér til hagsbóta. Á sama tíma undirstrika þeir að tal um fæðuöryggi byggir á falsrök- um. Landbúnaður er háður innflutn- ingi rétt eins og aðrir þættir þjóðlífsins. Ef landið lokast þrýtur fljótt eldsneyti, áburð, innflutt fóður eða vélar. Land- búnaðurinn stöðvast með sama hætti og aðrar atvinnugreinar. Veikleikinn í málflutningi bænda er að þeir hafna því að neytendur njóti kosta hins frjálsa markaðar. Formaður Bændasamtakanna sagði í grein í Frétta­ blaðinu: „Tollvernd skapar nauðsynlega rekstrarforsendu fyrir innlendan land- búnað en hún er líka hagstjórnartæki, nokkurs konar stjórntæki fyrir full- valda þjóð sem ræður sínum málum. Tollverndin er ekki síst hagsmunamál neytenda.“ Það er ugglaust rétt að í krónum talið er verð á ýmsum land- búnaðarvörum lægra á Íslandi nú en í nágrannalöndum. Í nágrannalöndunum eru menn bara miklu fljótari að vinna sér inn fyrir hverri lærissneið. bj hafa í fjármálahremmingum á nýliðnum áratugnum. Myndin sýnir hagvöxt á Ís- landi fram að kreppunni til 2010 og spá Hagstofunnar eftir það (kreppan hófst 2008). Til samanburðar er meðaltalshag- vöxtur í átta öðrum löndum sem lentu í kreppu frá 9. áratug fyrri aldar fram á upphaf 20. aldar. Dæmin eru frá Reinhart og Rogoff (2009) en nokkrum löndum úr safni þeirra er sleppt. Gögn um hag- vöxt eru frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Löndin eru Argentína (kreppa 2001), Finnland (1992), Hong Kong (1997), Japan (1992), Noregur (1987), Suður- Kórea (1997), Svíþjóð (1991) og Tæland (1997). Hagstofan spáir 1,7% meðaltals- hagvexti á Íslandi 2009-2015, en samsvar- andi tala fyrir kreppulöndin átta er 4,2% (meðaltalsvöxtur sex ár frá fyrsta ári eftir kreppu). Hagvöxtur er hvergi eins lítill eftir kreppuna og á Íslandi, en Japan er þó skammt undan. Ef Argentínu og Tælandi er sleppt, en þar eru tekjur á mann miklu minni en á Íslandi, verður meðaltalsvöxt- ur kreppulanda (án Íslands) 3,3% í sex ár frá fyrsta ári eftir kreppu. Þá má geta þess að forverar Hagstofu spáðu yfirleitt minni hagvexti en raun varð, þegar von var á hagvexti á annað borð (sjá til dæmis grein Björgvins Sig- hvatssonar í 3. tbl. Vísb. 1997). Vissulega er hér um að ræða spá, sem getur brugðist í báðar áttir, en útlitið er að minnsta kosti nokkuð gott. Hagvöxtur á kaffihúsum Mikilla efasemda gætir á hægri væng stjórnmálanna um að hagvöxtur sé mögulegur á næstunni án frumkvæð- is hins opinbera. Samtök atvinnulífsins benda á könnun Capacents meðal 400 stærstu fyrir tækja landsins, þar sem gert sé ráð fyrir mun fleiri uppsögnum en ný- ráðningum. Segja Samtökin svokallaða atvinnuleið einu leiðina út úr kreppunni. Hún snýst um að fjárfestingar aukist, einkum í útflutningsgreinum. Hér dug- ar ekki frumkvæði félaga Samtakanna, heldur þarf ríkið að vísa veginn: ,,Enn hefur ríkisstjórnin ekki lagt fram fjárfest- ingar- og hagvaxtaráætlun“ segir í frétt á vefsíðu Samtakanna 7. júlí. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem svipaður tónn heyrist úr þessari átt. Fyrir nokkrum árum voru greidd atkvæði í Hafnarfirði um breyt- ingu á skipulagi bæjarins, sem hefði gert álverinu í Straumsvík kleift að stækka töluvert. Þetta hefði haft ýmsa kosti í för með sér fyrir bæjarbúa, til dæmis var útlit fyrir að tekur bæjarins ykjust töluvert án þess að útgjöld kæmu á móti. En athygli vakti að talsmenn Samtaka atvinnulífs- ins virtust enga aðra leið sjá til framfara í bæjarfélaginu en slíkar stórframkvæmdir. ,,Menn verða bara að átta sig á því“ sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtakanna á borgarafundi, ,,að hagvöxt- urinn verður ekki til á kaffihúsum.“ Þessu mótmælti annar fundarmaður, sem kvaðst reka 40 manna hugbúnaðarfyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu: ,,Upphafið að þeim rekstri var að við áttum tal saman, tveir félagar, einmitt á kaffihúsi hér í bænum.“ Svipaða hugmyndafræði og hjá Samtök- um atvinnulífsins má sjá í leiðara Morgun­ blaðsins 24. júní. Þar segir að vandi at- vinnulífsins sé að innan ríkisstjórnarinnar skorti allan skilning á því hvað þurfi til þess að skapa verðmæti og hleypa krafti í atvinnulífið. Vegaframkvæmdir hafi nán- ast verið lagðar af og stóriðja sé í frosti. ,,Segja má að stefnu stjórnvalda í þessum málaflokki verði best lýst sem eitthvað annað-stefnu, sem er skelfilegt þegar horft er til þess að gert er ráð fyrir að hagvöxtur næstu ára muni að verulegu leyti byggjast á slíkum framkvæmdum. Verði eitthvað annað-stefnunni framfylgt áfram er ljóst að ekki þarf að hafa áhyggjur af hagvexti á næstu misserum og þar með þarf ekki að velta fyrir sér hvernig atvinnustigið mun þróast.“ Eitthvað annað­stefnan, sem leiðara höfundur Morgunblaðsins nefnir svo, á sér annað nafn: Frjálst markaðskerfi. Það hefur fært vesturlandabúum ágætan hagvöxt í tvö hundruð ár eða rúmlega það. Æskilegt hefði verið að ríkið hefði getað ýtt undir hagvöxt með almennum aðgerðum eftir að kreppan skall á, til dæmis skattalækkunum. En til þess var ekkert svigrúm. Nauðsynlegt var að draga saman seglin til þess að endurvekja trú á fjárhag hins opinbera. Hagvöxtur verð- ur því að eiga upptök sín annars staðar á næstunni. Engin ástæða er til að efast um að hann geti orðið til á frjálsum markaði án frumkvæðis stjórnvalda. Æskilegt hefði verið að ríkið hefði getað ýtt undir hag­ vöxt með almenn­ um aðgerðum eftir að kreppan skall á, til dæmis skatta­ lækkunum.

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.