Vísbending


Vísbending - 23.04.2012, Page 1

Vísbending - 23.04.2012, Page 1
Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V Í S B E N D I N G • 1 6 T B L 2 0 1 2 1 23. apríl 2012 16. tölublað 30. árgangur ISSN 1021-8483 Margir efast um að viðskipta- bankar geti jafnframt verið fjárfestingabankar svo vel fari. Krafan um afnám verð- tryggingar byggir hjá mörgum á því að lán verði ódýrari. Þegar allar breytur eru komnar inn í myndina er ekki víst að verðtrygging sé óhagstæð. Hvaða mál eru mikilvæg og hver ekki? Hvenær á að halda fund og hvenær ekki? Enn hefur sprottið upp umræða um bankamál á Íslandi. Margir velta því fyrir sér hvort það sé við hæfi að undir sama þaki sé bæði viðskipta- og fjárfestinga banka starfsemi. Hryllingssögur frá því fyrir hrun benda ekki til þess að slíkt fari vel saman. Hlegið var að yfir- lýsingum um Kínamúra og eftirá sást hve einarðlega stjórnendur og eigendur bank- anna stýrðu öllum fjármunum til eigend- anna: Fjárfestingum, útlánum og peninga- markaðs sparnaði. Sporin hræða vissulega. VG og Sjálfstæðismenn vilja aðskilnað Vorið 2008 lögðu tveir þingmenn VG, þeir Ögmundur Jónasson og Jón Bjarnason, fram frumvarp til laga um aðskilnað viðskipta- og fjárfestingabanka. Það vekur athygli að þeir skuli ekki hafa lagt áherslu á málið nú þegar flokkur þeirra hefur verið í stjórn í rúmlega þrjú ár og þeir báðir setið í ríkisstjórn. Í greinargerð með frumvarpinu sagði m.a.: „Ótækt er að brask á fjármálamarkaði sé á ábyrgð skattgreiðenda þótt hitt sé víst að hrun viðskiptabanka komi öllu samfélaginu í koll. Af þessum sökum er meðal annars nauðsynlegt að aðgreina með skýrum og afgerandi hætti fjárfestingarstarfsemi og almenn lánaviðskipti. ... Raddir eru uppi um að svokallaðir „Kínamúrar“ innan fjármálafyrirtækja haldi ekki og þar með efasemdir um að hagsmunum allra viðskiptavina sé gert jafnhátt undir höfði. Það er hverju fjármála fyrirtæki afar mikilvægt að forðast hvers konar hagsmunaárekstra. Í þessu sambandi er til að mynda augljóst að fjármála fyrirtæki getur enn síður en ella þjónað tveimur samkeppnisfyrirtækjum með trúverðugum hætti ef bankinn er stór eigandi í öðru þeirra. ... Það er skoðun flutningsmanna að þessi mál séu komin úr böndunum og að óhjákvæmilegt sé að setja umsvifum fjármálafyrirtækjanna ákveðnari skorður í þessum efnum.“ Sjálfstæðismenn fluttu árið 2011 svipaða tillögu á Alþingi. Í greinargerð þeirra sagði: „Endurskoða þarf lög og reglur um fjármálamarkað. Innstæðutryggingakerfi er nauðsynlegt en það þarf að byggja upp á annan veg en hingað til. Þannig er ófært að fjárfestingabankastarfsemi sé leyfð innan viðskiptabanka. Starfsemi fjárfestingabanka er í eðli sínu mun áhættusamari en viðskipta banka starfsemi. Það skapar mikla áhættu að hafa þessa starfsemi undir sama þaki. Áföll geta leitt til þess að hættara er við því en ella að reyni á innstæðutryggingar og hugsanlega baktryggingu skattgreiðenda. Þetta hefur hrunið kennt okkur. Starfsemi fjárfestingabanka þarf að vera algjörlega á ábyrgð eigenda og lánardrottna og þess gætt að þeir ógni ekki fjármálalegum stöðugleika.“ Vont fyrir banka? Greiningardeild Arion banka hefur blandað sér í umræðurnar með skýrslu um málið. Þar segir m.a.: „Stærð íslenska bankakerfisins sker sig því ekki lengur úr í alþjóðlegum samanburði en í mörgum löndum er nú mun stærra bankakerfi sem hlutfall af landsframleiðslu en á Íslandi, t.d. í Bretlandi, Sviss og Svíþjóð. Þá er fjárfestingarbankastarfsemi nýju íslensku bankanna afar lítil og er aðeins brot af heildarstarfsemi þeirra. Þótt slík starfsemi kunni að aukast á næstu árum er afar ólíklegt að hún nái nokkurn tíma sömu hæðum og erlendis þar sem fjármálamarkaðir eru afar þróaðir. ... Í Bretlandi hafa verið lagðar fram tillögur um breytingar á uppbyggingu fjármálakerfisins en þær byggja annars vegar á því að viðskiptabankastarfsemi sé afmörkuð frá fjárfestingar bankastarfsemi og hins vegar að eiginfjárkröfur á banka séu hækkaðar umfram Basel III lágmarkið.“ Það er ljóst af skýrslunni að þessi mál eru til umfjöllunar víða um heim og margir eru tortryggnir í garð þess að tvenns konar starfsemi sé undir sama hatti. Arion-bankamenn eru ekki sama sinnis: „Eins og áður hefur komið fram hafa umtalsverðar breytingar átt sér stað síðustu misseri í fjármögnun banka en aðskilnaður leiðir til enn frekari breytinga í þeim efnum. Í kjölfar aðskilnaðar byggist fjármögnun viðskiptabanka í enn meiri mæli á innlánum. Af þeim sökum verður geta þeirra til að taka lán, önnur en þau sem byggjast á veðsetningu eigna, lítil. Notkun eignavarinna skulda viðskiptabanka eykst því auk þess sem dregur úr getu þeirra til að gefa út skuldir sem teljast til almennra krafna. Þetta kann að hafa nokkrar afleiðingar. Ef viðskiptabanki fer í þrot er minna en áður af almennum kröfum til að mæta tapi auk þess sem veðsetning eigna er almennt meiri. Afleiðingin er sú að minni líkur eru á því að nægar eignir séu til að mæta öllum forgangskröfum. Þar með er ólíklegra að hægt sé að færa innstæður yfir í nýtt félag ásamt eignum í þeim tilgangi að tryggja óhindraða greiðslumiðlun. Að þessu leyti gæti aðskilnaður leitt til þess að dýrara yrði að glíma við þrot banka.“ Hvaða sjónarmið ræður? Ekki er að efa að áhætta er meiri í blandaðri bankastarfsemi en þegar rekinn er hreinn viðskiptabanki, þó að nefna megi mörg dæmi um að slíkir bankar hafi verið of djarfir í útlánum. Þess vegna er aðskilnaðurinn einn og sér ekki trygging fyrir öruggri bankastarfsemi. Ætla má að svo sterk sjónarmið ólíkra flokka leiði til þess að málið verði tekið til alvarlegrar skoðunar á Alþingi. Gefum bankamönnum samt síðasta orðið: „Að öllu ofangreindu sögðu virðist aðskilnaður ekki skila tilætluðum árangri auk þess sem hann felur í sér umtalsverðan kostnað fyrir lántakendur Fjárfestingabankar á kostnað viðskiptabanka? framhald á bls. 4 1 32 4

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.