Vísbending - 23.04.2012, Side 3
V Í S B E N D I N G • 1 6 T B L 2 0 1 2 3
fyrir miðjan tíunda áratuginn er hærri hér á
landi en í Danmörku, en hafa verður í huga
að fasteignaverð á Íslandi var hátt miðað
við Danmörku á þessum tíma eins og sést á
mynd 1. Þar af leiðandi er upphæð íslenska
lánsins hærri á hvern fermetra en dönsku
lánanna. Frá miðjum tíunda áratugnum
fram á miðjan fyrsta tug þessarar aldar
er meðalgreiðslubyrði af íslenska lánsinu
heldur minni en þess danska á föstum
vöxtum. Meðalgreiðslubyrði vegna
íslenskra lána hækkaði mikið á árunum
fyrir hrun vegna hækkandi fasteignaverðs
og mikillar verðbólgu í kjölfar hrunsins.
Þessi munur hefur aftur horfið á árunum
eftir hrun með fallandi fasteignaverði hér á
landi.
tímakaup og ekki ráðstöfunartekjur,
en með því slapp höfundur við að
kynna sér danska skattkerfið. Gert er
ráð fyrir að einstaklingur kaupi einn
fermetra af íbúðarhúsnæði og fjármagni
kaupin að fullu með jafngreiðsluláni
til 25 ára. Íslenska lánið er verðtryggt
á föstum vöxtum en gert er ráð fyrir að
tvennskonar óverðtryggð dönsk lán séu
í boði, annars vegar á föstum vöxtum og
hins vegar fljótandi vöxtum. Rétt er að
benda á að þetta síðast nefnda form lána
er hagstæðara en hagstæðustu lán sem í
boði eru í Danmörku. Greiðslubyrði er
metin sem meðaltímafjöldi að baki árlegri
afborgun.
Eftirfarandi gögn eru notuð:
Fyrir Ísland: Meðalfermetraverð á
íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu frá
Þjóðskrá. Regluleg meðallaun fullvinnandi
launamanna á almennum vinnumarkað
og lánskjaravísitala frá Hagstofu Íslands.
Verðtryggðir vextir frá Seðlabanka Íslands
og ýmsum heimildum (eldri gögn).
Fyrir Danmörk: Vísitala húsnæðisverðs
og meðaltímalaun fullvinnandi launa-
manna á almennum vinnumarkaði frá
Statistikbanken hjá Danmarks Statistik.
Fermetraverð á íbúðarhúsnæði í Kaup-
mannahöfn frá www.boliga.dk. Vextir
á löngum og stuttum húsnæðislánum á
fljótandi vöxtum frá Realkreditrådet.
Samanburðarhæf gögn fengust fyrir
tímabilið 1992 til 2010.
Svipað húsnæðisverð
Mynd 1 sýnir fermetraverð á íbúðarhús-
næði í Kaupmannahöfn (Danmörk) og
höfuðborgar svæðinu (Ísland) frá 1992
til 2010. Eins og sjá má var fasteignaverð
í Danmörku nokkru lægra en á Íslandi
framan af tímabilinu. Danski húsnæðis-
markaðurinn var á leið upp úr mikilli lægð
í kjölfar bankakreppunnar þar í landi á
ofanverðum níunda áratugnum. Frá 1998
hefur fasteignaverð í borgunum tveim-
ur hins vegar haldist mjög vel í hendur ef
mælt er með þessum hætti. Myndin sýnir
að húsnæðisverð tók að hækka á árunum
2004 til 2005 í báðum löndunum og náði
hámarki 2006 til 2007. Húsnæðisverð
hefur fallið síðan og nálgast mjög það verð
sem gilti fyrir hækkunina. Verðið hækkaði
samkvæmt mynd 1 skarpar og meira í
Danmörku en hér á landi. Niðurstöðurnar
sem fram koma á mynd 1 styðja þá
kenningu að náið sam hengi sé milli
launa og fasteignaverðs. Niður stöðurnar
virðist einnig benda til þess að meðan
fasteignaverð hér á landi er farið að nálgast
sögulegt samhengi við laun sé fasteignaverð
í Danmörku enn frekar hátt.
Greiðslubyrði svipuð með
fasta vexti
Mynd 2 sýnir árlega meðalgreiðslubyrði af
jafngreiðsluláni til 25 ára á föstum vöxtum
sem notað er til að fjármagna fasteignakaup
á þeim kjörum sem mynd 1 sýnir. Íslenska
lánið er verðtryggt á föstum vöxtum
en dönsku lánin óverðtryggð, annars
vegar með föstum og hins vegar fljótandi
vöxtum. Til einföldunar er reiknað með að
lánað sé fyrir öllu kaupverðinu í upphafi og
lánin ekki endurfjármögnuð á tímabilinu.
Niðurstöðurnar á mynd 2 sýna að
greiðslubyrði íslenskra verðtryggðra lána
hefur verið svipuð og greiðslubyrði danskra
lána sem bera fasta vexti. Myndin sýnir að
meðalgreiðslubyrði lána sem tekin voru
㈀
㌀
㐀
㔀
㘀
㜀
㠀
㤀
㤀㤀 㤀㤀㈀ 㤀㤀㐀 㤀㤀㘀 㤀㤀㠀 ㈀ ㈀ ㈀ ㈀ 㐀 ㈀ 㘀 ㈀ 㠀 ㈀ ㈀ ㈀
섀
爀氀
攀最
洀
攀
愀氀
最爀
攀椀
猀
氀甀
戀礀
爀
椀Ⰰ
甀渀
渀椀
爀
琀
洀
愀爀
⼀洀
㈀
섀爀 猀攀洀 氀渀 攀爀 琀攀欀椀
䐀愀渀洀爀欀 ⴀ 昀氀樀琀愀渀搀椀 瘀攀砀琀椀爀
䐀愀渀洀爀欀 ⴀ 昀愀猀琀椀爀 瘀攀砀琀椀爀
촀猀氀愀渀搀 ⴀ 瘀攀爀琀爀礀最最琀
Mynd 2: Samanburður á meðalgreiðslubyrði á
íslenskum og dönskum lánum m.v. húsnæðisverð
Samanburður á árlegri meðalgreiðslubyrði af jafngreiðsluláni til 25 ára á m.v. fasteignaverð sam-
kvæmt mynd 1. Íslenska lánið er verðtryggt en þau dönsku óverðtryggð. Heimildir: Sjá grein
㈀
㌀
㐀
㔀
㘀
㜀
㠀
㤀
㤀㤀 㤀㤀㈀ 㤀㤀㐀 㤀㤀㘀 㤀㤀㠀 ㈀ ㈀ ㈀ ㈀ 㐀 ㈀ 㘀 ㈀ 㠀 ㈀ ㈀ ㈀
섀
爀氀
攀最
洀
攀
愀氀
最爀
攀椀
猀
氀甀
戀礀
爀
椀Ⰰ
甀渀
渀椀
爀
琀
洀
愀爀
⼀洀
㈀
섀爀 猀攀洀 氀渀 攀爀 琀攀欀椀
䐀愀渀洀爀欀 ⴀ 昀氀樀琀愀渀搀椀 瘀攀砀琀椀爀
䐀愀渀洀爀欀 ⴀ 昀愀猀琀椀爀 瘀攀砀琀椀爀
촀猀氀愀渀搀 ⴀ 瘀攀爀琀爀礀最最琀
Mynd 3: Meðalgreiðslubyrði á jafndýrum
fasteignum í Danmörku og á Íslandi
Samanburður á árlegri meðalgreiðslubyrði af jafngreiðsluláni til 25 ára m.v. sama fasteignaverð í
báðum löndunum. Íslenska lánið er verðtryggt en dönsku lánin óverðtryggð á föstum og fljótandi
vöxtum. Heimildir: Sjá grein
framhald á bls. 4