Vísbending


Vísbending - 21.05.2012, Blaðsíða 1

Vísbending - 21.05.2012, Blaðsíða 1
Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V Í S B E N D I N G • 2 0 T B L 2 0 1 2 1 tvö ár var það komið niður fyrir 2,0. Það var um þetta leyti sem lesin var frétt í út- varpinu um að gengið hefði lækkað um 13% einhvern daginn. Valur Valsson, bankastjóri Íslandsbanka, heyrði þetta og mælti þá hin fleygu orð: „Ég hélt að það væri ekki svo mikið eftir af félaginu.“ Félagið naut mikillar velvildar ráðamanna á Íslandi og ritstjóra Morgunblaðsins. Það var því mikil gleðifrétt þar á bæ í nóvember 2003 þegar hægt var að birta mynd 3, sem sýnir þróun gengis árið 2003. Í fréttinni sagði meðal annars: „Gengi hlutabréfa deCODE genetics, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, hækkaði um 5,13% á Nasdaq-hlutabréfamarkaðinum í Bandaríkjunum í gær og var lokaverð þeirra 9,42 Bandaríkjadalir á hlut. Gengið hefur ekki verið jafn hátt síðan í janúar á síðasta ári. Hækkunin kemur í kjölfar þess að greint var frá því að Íslensk erfðagreining áætli að hefja prófanir í byrjun næsta árs á lyfi sem dregið getur úr líkum á hjartaáföllum. Líftæknivísitalan á Nasdaq lækkaði hins vegar um 0,59% í gær og var 674,71 stig við lokun markaðarins. Frá áramótum hefur gengi deCODE fimmfaldast, en það var 1,85 í byrjun ársins. Á sama tíma hefur líftæknivísitalan á Nasdaq hækkað um 36%, en hún Sagan endurtekur sig – aftur Mynd 1: Gengi Facebook á markaði dagana 18.- 23. maí 2012. framhald á bls. 4 21. maí 2012 20. tölublað 30. árgangur ISSN 1021-8483 Almenningur virðist ginn- keyptur fyrir hlutabréfum í fyrirtækjum sem hann skilur lítið í. Eftirspurn eftir ráðgjafar- þjónustu hefur aukist mikið að undanförnu. Það gæti vitað á gott. Verðtrygging er oft gerð að blóraböggli þegar verðbólgan er hinn raunverulegi sökudólgur. Eftir hrun hafa eftirlits- stofnanir af ýmsu tagi ekki kunnað sér hóf. Þær eiga að sýna gott fordæmi. 1 32 4 Þegar hlutabréf í Facebook fóru á markað voru margir nær viðþolslausir af eftirvæntingu. Ekkert fyrirtæki virðist jafnspennandi og Facebook. Notendur eru svo margir og þeir eyða svo miklum tíma í Snjáldruskrif á hverjum degi, að það er útilokað annað en þetta sé besta fyrirtæki í heimi. Þess vegna var enginn hissa þegar gengið þaut upp úr 38 og langt yfir 40 nánast um leið og hlutabréf í fyrirtækinu fóru á markað. Helstu söluaðilarnar voru aðallinn í verðbréfaútgáfu: Morgan Stanley, JPMorgan Chase og Goldman Sachs. Flestir hafa örugglega ekki einu sinni velt fyrir sér þeim möguleika að bréfin gætu lækkað í verði, burtséð frá því hvaða fyrirtæki sæju um útboðið. Þess vegna fannst engum það sanngjarnt þegar bréfin tóku upp á því að lækka strax í lok fyrsta dags (Mynd 1). Margir hafa eflaust talið að þetta væru mistök og markaðurinn myndi leiðrétta sig strax og opnað væri fyrir viðskipti á ný. Þeir voru ekki sannspáir og fljótlega höfðu bréfin lækkað um nærri 20% frá fyrsta degi. Nú undirbúa margir málsókn á hendur seljendum vegna þess að ekki hafi verið gefnar fullkomnar upplýsingar. Enn er auðvitað ekki ljóst hvernig slík málsókn fer, en ólíklegt virðist að markaðurinn viti miklu meira í þessari viku en þeirri síðustu. Vandinn er sá að eftir því sem tíminn líður rjátlast spenningurinn af og færri eru blindaðir af spennu en í upphafi. Höfum við séð þetta áður? Íslendingar kynntust fyrir rúmum áratug fyrirbæri sem þeir skildu lítið í. Skyndi- lega kom til landsins fyrirtæki sem stundaði rannsóknir á sviði sem allir voru sannfærðir um að myndi skila miklum arði á framtíðinni. Íslensk erfðagreining ætlaði að beita aðferðum erfða fræðinnar og íslenskri ættfræði til þess að finna erfða mengi sem leiddi til arfgengra sjúk- dóma. Hugmyndin var sú að í framtíðinni væri hægt að nýta þessar upplýsingar til þess að finna lyf við ýmsum alvarlegum sjúkdómum. Hugmyndin var bæði göfug og snjöll. Fyrir leikmann hljómaði það sennilega að einmitt Íslendingar með sinn mikla ættfræðigrunn og góða skráningu upplýsinga gætu hentað vel til rannsókna af þessu tagi. Áform um miðlægan gagna- grunn með heilsufarsupplýsingum um alla Íslendinga virtist vera einmitt það sem gæti orðið til þess að lyfjafræðin tæki stökk inn í framtíðina. Eini gallinn var sá að þetta hafði ekki verið gert áður, en einu sinni verður allt fyrst. Hlutabréf í Íslenskri erfðagreiningu voru seld á gráa markaðinum svonefnda, en það var hlutabréfamarkaður þar sem ekki þurfti að gefa miklar upp lýsingar. Fljótlega seldust hlutabréf á genginu 16, hækkuðu svo í 30 og stigu svo upp, upp, upp. Gírugir miðlarar útskýrðu fyrir hugsan legum kaupendum að spurningin væri hvort þeir hefðu efni á því að kaupa bréfin, heldur miklu fremur hvort þeir hefðu efni á því að kaupa þau ekki. Gengið fór upp fyrir 60 og því var spáð að það myndi fljótlega fara yfir 100. Þegar félagið var hins vegar skráð á Nasdaq, fyrst íslenskra félaga, var útboðs- gengið miklu lægra eða 18. Íslendingar voru sannfærðir um að þetta sannaði að um kjarakaup væri að ræða. Fljótlega myndu útlendingar sjá hvílík verðmæti væru í fyrirtækinu. Allt fór á aðra lund (sjá mynd 2). Gengið lækkaði ekki jafn- hratt og gengi Facebook, en eftir rúmlega Heimild: CNBC.com

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.