Vísbending


Vísbending - 22.10.2012, Blaðsíða 1

Vísbending - 22.10.2012, Blaðsíða 1
Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V Í S B E N D I N G • 4 2 T B L 2 0 1 2 1 er hinn raunverulegi vandi þeirra sem keyptu á þessum árum. Greiðslubyrðin hefur ekki breyst mikið, en þeir sem þurfa 22. október 2012 42. tölublað 30. árgangur ISSN 1021-8483 Hvort liggur vandi fasteignakaupenda í lánskjaravísitölunni eða verðbólu árin 2005-8? Munurinn á vöxtum verðtryggðra og óverðtryggðra lána sýnir vanmat í verðbólguspám. Skoða þarf viðmiðunar- vexti við núvirðingu á skuldabréfum í úttekt á lífeyrissjóðum. Íslenska krónan sér til þess að tíma æðstu starfsmanna Seðlabankans er vel varið. 1 32 4 Vandi lánþega Eitt af þeim málum sem ber hæst í þjóðmálaumræðunni undanfarin ár er skuldaklyfjar almennings. Flestir stjórnmálaflokkarnir hafa komið með tillögur til þess að leysa þennan vanda. Dómar Hæstaréttar um ólögmæti gjaldmiðilstengingar hafa breytt stöðu margra þeirra sem verst virtust standa. Enn eru þó margir óánægðir með sitt hlutskipti eftir hrun og stjórnmálamenn kenna lánskjaravísitölunni um. Vísbending skoðar þessa fullyrðingu. Skuldafjötrar Á mynd 1 sést hvernig lánskjaravísitalan hefur þróast m.v. laun undanfarin tólf ár. Myndin sýnir að lengst af hafa laun hækkað meira en vísitalan (sem byggir á vísitölu neyslu sem mælir almennar launahækkanir). Þannig hafa laun hækkað um tæplega 15% umfram lánskjaravísitöluna frá upphafi til loka tímabilsins, þrátt fyrir hrunið. Sá sem tók lán í upphafi tímabilsins borgar nú lægra hlutfall af launum en hann gerði í upphafi. Hins vegar er staða þeirra sem tóku lán tengd lánskjaravísitölu á árunum 2006-8 lakari núna en þegar þeir tóku lánin. Verst er hafa þeir orðið úti sem tóku lán frá janúar 2007 fram á mitt ár 2008. Staða þeirra er 6-8% verri nú en á lántökudegi. Þetta er auðvitað slæmt en varla heimsendir. Samt kvarta margir. Hvað skýrir það? Húsnæðisokur Seinni myndin sýnir hvernig verð á húsnæði hefur breyst m.v. laun á sama tímabili. Þar sést að þeir sem keyptu húsnæði um og upp úr aldamótum eru í ágætri stöðu. Húsnæði þeirra er nú verðmætara en þegar þeir keyptu. Fasteignaverð hækkaði hins vegar mikið þegar bankarnir hófu að veita íbúðalán. Markaðurinn jafnaði sig ekki fyrr en í ársbyrjun 2011 og þeir sem keyptu á árunum 2005-8 sitja uppi með það að íbúðir þeirra eru nú 20-25% verðminni m.v. laun en þær voru á kaupdegi. Þetta Mynd 1: Hækkun launa m.v. lánskjaravísitölu 2000-2012 Mynd 2: Þróun á verðmæti húsnæðisverðs m.v. laun 2000-2012 Myndin sýnir að laun hafa hækkað um 14% meira en lánskjaravísitalan frá janúar 2000 en vantar hins vegar 8% upp á að hafa haldið í við lánskjaravísitöluna frá vorinu 2008. Heimild: Hagstofa Íslands, útreikningar Vísbendingar. að selja fá minna upp í lánin sín. Þeir hafa því tapað peningum, rétt eins og þeir sem keyptu sér hlutabréf. Myndin sýnir hve mikið húsnæðisverð hefur breyst frá kaupdegi til september 2012 m.v. laun. Þannig hefur húsnæði sem keypt var í maí 2002 hækkað í verðmæti um 15% m.v. laun meðan húsnæði keypt frá miðju ári 2005 til ársloka 2007 hefur lækkað um 25% í verðmæti m.v. laun. Heimild: Þjóðskrá Íslands, Hagstofa Íslands, útreikningar Vísbendingar.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.