Vísbending


Vísbending - 15.03.2013, Blaðsíða 1

Vísbending - 15.03.2013, Blaðsíða 1
Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V Í S B E N D I N G • 1 0 T B L 2 0 1 3 1 15. mars 2013 10. tölublað 31. árgangur ISSN 1021-8483 Árni Vilhjálmsson var frumkvöðull í viðskiptalífinu og Háskólanum. Hann hafði mikil áhrif á nær alla viðskiptafræðinga frá Háskólanum í 40 ár. Árni tók virkan þátt í atvinnulífinu með setu í stjórnum margra af helstu fyrirtækjum landsins. Hann var arkitekt að kaupum á Granda en líka á undan sinni samtíð í öðrum einkavæðingarhugmyndum. 1 32 4 Árni Vilhjálmsson prófessor framhald á bls. 2 Stofnun Hvals Faðir minn, Vilhjálmur Árnason, og Loftur Bjarnason hófu samstarf í útgerð árið 1936 með stofnun Fiskveiðahlutafélagsins Venusar. Með þeim í félaginu var lengi Þórarinn Olgeirsson, ræðismaður í Grimsby. Faðir minn varð skipstjóri á skipi þeirra, Venusi. Hann var reyndar í fríi sumarið 1946 þegar ég hafði sem mest upp úr mér! Þeir félagar létu svo smíða „nýsköpunartogarann“ Röðul, sem hóf veiðar 1948. Þeir voru aldrei með fleiri en tvö skip í gangi. Þegar komið var fram á árin 1972-73 höfðu mínir menn fengið nóg af útgerð og Röðull var seldur í brotajárn. Þegar gert hafði verið upp á milli ólíkra útgerðarhátta um starfsskilyrði hafði iðulega hallað á togaraútgerð. Á þessum tíma hafði fiskveiðilögsagan enn ekki verið færð út fyrir 12 mílur. Félagið Venus hélt áfram að vera til sem eignarhaldsfyrirtæki, aðallega með hlutabréf. Á árunum 1947-48 höfðu Loftur og faðir minn forystu um stofnun Hvals hf. Venus hf. og félag í eigu Halldórs Þorsteinssonar, sem hafði á sínum tíma valist til skipstjórnar á fyrsta togaranum, sem smíðaður var fyrir Íslendinga og kom til landsins 1907, lögðu til samans rúmlega helming hlutafjárins, með innstæðum sínum í Nýbyggingasjóði, en þær höfðu veitt félögunum hvoru fyrir sig rétt til að kaupa „nýsköpunartogara“. Í hópi annarra stofnhluthafa voru nokkrir virtir kaupsýslumenn, nokkrir togaraskipstjórar og margir skipverjar á togaranum Venusi. Ekki blés byrlega Árni Vilhjálmsson prófessor og stjórnarformaður HB-Granda lést 5. mars síðastliðinn eftir stutta sjúkdómslegu. Árni hafði geysilega mikil áhrif á viðskiptalíf á Íslandi síðastliðin fimmtíu ár, bæði með kennslu við Háskóla Íslands en ekki síður með þátttöku í stjórnum fjölmargra fyrirtækja. Árni var einstakur maður sem hafði á löngum ferli öðlast afburða þekkingu á bæði íslensku atvinnulífi og helstu kenningum í viðskiptafræði, stjórnun og fjármálafræði. Vísbending er að þessu sinni öll helguð minningu Árna. Efnið byggir að miklu leyti á viðtali Eyþórs Ívars Jónssonar við Árna í jólablaði Vísbendingar árið 2003. við upphaf þessarar óvissuferðar. Í lok annars rekstrarárs félagsins, 1949, höfðu tapast 90% af hlutafénu. Afkoman snarbatnaði svo á næsta ári við meiriháttar gengislækkun krónunnar og fyrir áhrif Kóreustríðsins með hækkun á verði afurða. Að jafnaði gekk þessi rekstur dável og ágætlega nokkur síðustu árin, áður en bann við hvalveiðum í atvinnuskyni gekk í gildi áríð 1986. Við tók fjögurra ára tímabil vísindaveiða, en eðli þeirra samkvæmt var félaginu gert að skila til ríkisins þeim óverulega hagnaði, sem af veiðunum hlaust. Allan tímann, sem þessar stórhvalveiðar voru stundaðar, voru notaðir til þess 4 bátar. Bátarnir, sem beitt var undir lokin voru að vísu búnir aflmeiri vélum en þeir, sem byrjað var með. Aldrei kom til tals að auka sóknarmáttinn með því að bæta við skipum. Þá voru heldur ekki hafðir uppi tilburðir til þess að nýta nýjungar í tækni við leit að hvölum, heldur stuðst við sömu einföldu aðferðina, sem beitt hafði verið í aldanna rás. Ég ætla, að í óvissunni um veiðiþol hvalastofnanna, sem þó sá aldrei á, hafi menn verið sáttir við það sem þeir báru úr býtum.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.