Vísbending


Vísbending - 15.03.2013, Blaðsíða 3

Vísbending - 15.03.2013, Blaðsíða 3
V Í S B E N D I N G 1 0 T B L 2 0 1 3 3 Hollvinur Mér finnst ég líka hafa skynjað viðhorfsbreytingu til Háskólans í gegnum tíðina hjá mörgum stjórnmálamönnum. Það hefur alltaf verið á brattann að sækja um fjárveitingar og kennslan verið látin sitja í fyrirrúmi fyrir rannsóknum. Það sem ég á við er að þeir skirrast nú síður við að tala um mikilvægi háskólastarfs – kannski vegna þess að kjósendur eru því nú hliðhollari en áður. Það hjálpar líka að nemendur hugsa nú meira um eigin hag og námið en að reka herinn burt og syngja internasjónalinn 1. desember eins og forðum. Ég varð var við að þetta angraði margan manninn. Það er líka líklegt að tengsl Árna og annarra í Háskólanum við atvinnulífið hafi stuðlað að bættum orðstír Háskólans að þessu leyti. Skömmu eftir að Árni lét af starfi í deildinni var gengist fyrir stofnun Hollvinasamtaka háskólans og hollvina- félögum í deildum. Ég fór þess á leit við Árna að hann tæki að sér formennsku í hollvinafélagi viðskipta- og hagfræðideildar. Mér til mikillar ánægju féllst á hann á það og var með í ráðum um val annarra í samtökin. Deildin hefur notið góðs af starfi hollvinafélagsins með ýmsum hætti. Þess ber líka að geta að á meðan Árni var enn í deildinni safnaði hann fé frá einkafyrirtækjum til þess að kosta áskrift 20 tímarita (að mig minnir) þegar Háskólabókasafnið ákvað að hætta að kaupa þau. framhald á bls. 4 Skarpskyggn og ötull samherji Eftir Guðmund K. Magnússon prof.em Ég kom í viðskiptadeild - eins og hún hét þá - Háskóla Íslands 1. mars 1968. Árni Vilhjálmsson var deildarforseti og hann tók vel á móti mér. Hann hafði sjö árum áður verið skipaður prófessor við deildina tæplega þrítugur og setti strax svip sinn á hana. Árni sótti nám bæði austan hafs í Ósló og vestan hafs við Harvardháskóla og var því fyrstur prófessora við deildina til þess að nema beggja vegna Atlantshafsins. Honum var því vel kunnugt um námsefni og kennslu- hætti úti í heimi. Í fararbroddi við Háskólann Námið í deildinni tók fjögur ár og var með svipuðu sniði og í viðskiptaháskólum á öðrum Norður löndum. Í viðskipta deild var þó meira kennt í þjóðhagfræði en í samanburðar skólunum og hefur svo verið lengstum síðan. Sömuleiðis hafa fyrirtækja- greinar skipað æðri sess en annars staðar í þjóðhag fræðináminu eftir að deildin var klofin viðskipta - og þjóðhags kjarna upp úr 1970. Ég hygg að þessar áherslur endurspegli að Árni gerði sér glögga grein fyrir að það er skammt á milli eindar og heildar í íslensku þjóðfélagi. Stórar tölvur voru að koma fram á sjónarsviðið um þetta leyti og Árni var áhugasamur um notkun þeirra. Þetta stuðlaði að því að hafið var að kenna tölvunotkun og upplýsingatækni í okkar deild fyrr en við aðra viðskiptaháskóla á Norðurlöndum. Árni sat á þessum tíma ásamt Ármanni Snævarr rektor í svonefndri Háskólanefnd sem var undir forystu Jónasar H. Haralz. Nefndin hafði verið skipuð af Gylfa Þ. Gíslasyni, menntamálaráðherra, til þess að gera tillögur um framtíðaráherslur í starfi Háskólans. Hún skilaði áliti árið 1969 og skömmu seinna var hafið nám til lokaprófs í verkfræðigreinum sem varð skólanum mikil lyftistöng. Árni var einnig formaður stjórnar Háskólabíós og Ármann rektor sagði mér frá ómetanlegri aðstoð hans við að koma fjármálum bíósins á réttan kjöl. Árni sagði mér að ákveðið hafi verið að ég skyldi kenna framleiðslu og sölu. Hann hafði sjálfur kennt þessar námsgreinar ásamt reikningshalds- og fjármálagreinum. Það má því segja að ég hafi verið fenginn til þess að létta kennslubyrði hans. Ég var vel að mér í framleiðslufræðum en um sölu vissi ég ekki hót. Það varð mér til happs að finna góða kennslubók í markaðsfræðum eftir Philip Kotler sem var notuð í endurbættum útgáfum næstu 40 ár. Í fílabeinsturni? Í þá tíð voru kennarar og nemendur svo fáir að menn þurftu að kenna margar greinar í senn og gátu ekki leyft sér eins mikla sérhæfingu og nú tíðkast. Við Árni störfuðum svo saman í Háskóla Íslands í um 30 ár. Bæði þjóðfélagið og námið tók miklum breytingum á þessum langa tíma. Viðhorf almennings, stjórnmálamanna og nemenda tóku líka breytingum. Ég heyrði því iðulega haldið fram að við í Háskólanum sætum í fílabeinsturni og vissum lítið um sérkenni íslensks atvinnulífs og hag fólksins í landinu. Þessi gagnrýni hefði getað átt rétt á sér við þá skóla sem ég hafði numið við í útlöndum en því fór víðs fjarri um viðskiptadeildina. Árni Vilhjálmsson stóð alla tíð traustum fótum í atvinnulífinu eins og þeir vita sem þar starfa. Margir hafa notið góðs af því – ekki hvað síst nemendur og fyrirtækin. Nemendur fengu fyrir vikið áhugaverð verkefni og oft stundaði hann vinnumiðlun að beiðni fyrirtækja og stofnana. Ég þykist viss um að enginn hafi kennt fleiri viðskiptafræðingum á Íslandi en Árni. Og hvað er að því að vera háfleygur? Jafnvel að stofna flugfélag eins og Alexender rektor á sínum tíma? Eða sitja í stjórn Flugleiða eins og Árni? Útlend lögmál á Íslandi Ég heyrði nemendur lengi vel telja að sumt að því sem Árni kenndi í fjármálum væri miðað við erlenda fjármálamarkaði og ætti ekki við á Íslandi. Viti menn; allt í einu á níunda áratugnum kemur vaxtafrelsi og einkavæðing á þeim tíunda og nemendurnir flæða út á markaðinn með bros á vör. Því miður ætluðu svo nokkrir ungir menn, sem töldu sig vera fjármálasnillinga, að leggja undir sig allan heiminn á mettíma og spilaborgin hrundi. Þeir hefðu haft gott af því að fylgjast betur með vinnubrögðum Árna innan skólans og utan og læra af hagsýni hans. Ég minnist þess líka að Happdrætti Háskóla Íslands auglýsti á sínum tíma undir kjörorðinu Menntun í þágu atvinnuveganna. Nemendaforsprakkarnir – sennilega allir úr öðrum deildum en okkar – vildu afmá þetta kjörorð því að nám væri ekki til þess að láta aðra græða á því. Sem betur fer er nú öldin önnur og annað hljóð komið í strokkinn. Árni Vilhjálmsson

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.