Vísbending


Vísbending - 15.03.2013, Blaðsíða 2

Vísbending - 15.03.2013, Blaðsíða 2
2 V Í S B E N D I N G • 1 0 T B L 2 0 1 3 meirihluta aðilum, sem vildu standa saman um reksturinn, eða að hrein eign fyrirtækisins yrði seld aðilum, sem vildu stofna félag um kaup og rekstur þess. Ferðaskrifstofa ríkisins: Starf- seminni verði komið úr umsjón ríkisins. Fyrirgreiðslu við ríkisstarfsmenn verði fyrir komið með öðrum hætti. Miðlun gistihúsnæðis verði verkefni sérstakrar bókunarmiðstöðvar, með þátttöku hagsmunaaðila, sem hefðu áhuga á samstarfi á þessum vettvangi. Þeim hluta af starfsemi, sem fólgin er í eigin hópferðum og rekstri Eddu- hótela, ætti að vera hægt að koma í hendur einkaaðila. Ríkið gæti og stofnað til hlutafélags um þennan rekstur, t.d. með starfsfólki fyrirtækisins o.fl. Bifreiðaeftirlitið: Gert var ráð fyrir mun rækilegri skoðun ökutækja en verið hafði. Er þar talað um skoðun, a.m.k. að hluta til hjá verkstæðum, er valda muni eigendum ökutækja minni fyrirhöfn. Slippstöðin: Ríkið seldi hlutabréf sín í Slippstöðinni hf. Akureyri. Minnihluti nefndarinnar vildi óbreytta eignastöðu ríkisins. Flest gekk þetta eftir þótt síðar yrði. Kvótinn - eigendaskipti Enn er klifað á því, að útgerðarmenn hafi fengið kvótann á silfurfati, endurgjaldslaust. Sumir eiga eingöngu við þá útgerðarmenn, sem fengu úthlutað veiðirétti við fyrstu úthlutun, í ársbyrjun 1984, á grundvelli veiðireynslu undanfarandi þriggja ára og svo aftur og aftur þegar lög með takmarkaðan gildistíma voru endurnýjuð. Aðrir eiga við alla útgerðarmenn í dag, án tillits til þess hvort veiðiheimildirnar, sem úr er spilað, hafi að einhverju eða öllu leyti verið keyptar á markaði. Við sem stöndum að Vogun hf. teljum okkur hafa goldið íbúum Reykjavíkur og Hafnarfjarðar fullt verð fyrir þær veiðiheimildir, sem rekja má til viðskiptanna við þá á sínum tíma og að líta verði svo á, að seljendur hafi verið í fullum rétti til að selja umrædd réttindi. Annað mál er vissulega, að bagaleg óvissa hefur ávallt verið um, í hverju þau réttindi hafa verið fólgin, og kannski var það þess vegna sem verð á aflaheimildum á fyrstu árum kvótakerfisins var svo afar lágt í samanburði við það, sem síðar varð. Frá þessum viðskiptum var gengið áður en upp rann árið 1990, þegar fyrst kom ákvæði í lögum um fiskveiðistjórnun, að úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lög unum myndaði „ekki eignarrétt eða óaftur kallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum“. Fyrir nokkrum árum var við sérstaka skoðun komist að því, að frá því að kvótakerfið var upp tekið hefðu orðið eigendaskipti að um 80% aflaheimilda. Við uppgjör í dag væri talan vissulega hærri. Hvað varðar afla heimildir, sem Granda var síðast úthlutað, telst mér svo til, að í hæsta lagi 3,7% hlutafjárins séu í eigu aðila, sem geti hafi setið að útdeilingunni í ársbyrjun 1984. - Það hafa ekki allir, sem hafa yfirgefið kvótakerfið, eftir að hafa notið fyrstu úthlutunarinnar, farið út með „fullar hendur fjár”. Sumir urðu gjaldþrota. Um fjölskyldufyrirtæki Árni Vilhjálmsson þekkti vel til rekstrar fjölskyldufyrirtækja. Hann sat lengi í stjórn Kassa gerðar Reykja víkur sem þá var í eigu fjölskyldu. Að mati Árna kæmi utanaðkomandi stjórnar maður í fjölskyldufyrirtæki fyrst og fremst að sem ráðgjafi. Í viðtali við Frjálsa verslun árið 1989 sagði hann m.a.: „Hugsanlega er eitthvað í eðli Íslend- inga sem gerir það að verkum að okkur gengur fremur illa að vinna saman en samkvæmt minni reynslu höfum við átt frekar erfitt með samstarf og samvinnu. Ég er sannfærður um að okkur hefði orðið betur ágengt í atvinnulífinu hérlendis hefði okkur almennt gengið betur að vinna með öðrum. Atvinnurekstur í Japan er mikið til í höndum stórfyrirtækja enda eru þeir orðlagðir fyrir að geta unnið vel saman. Smáar einingar og smáfyrirtæki eru ríkur þáttur í íslensku þjóðfélagi. Ein af skýringunum á því er sú að við byggjum alla útkjálka og annes þar sem halda þarf uppi atvinnulífi og þjónustu við íbúa. Það er því allt morandi í litlum smáfyrirtækjum um land allt. Mörg þeirra eru fjölskyldufyrirtæki enda má kannski segja að fjölskylduformið sé ákjósanlegt þegar um smáatvinnurekstur er að ræða.“ „Við viljum að börnin okkar gangi menntaveginn og oft þýðir það að börnin eru menntuð frá þeim viðfangsefnum sem fjölskyldufyrirtækin eru að fást við. Það er því ekki hægt að ætlast til þess að börnin hafi áhuga á fjölskyldurekstrinum þótt foreldrarnir vilji gjarnan að þau taki við og telji þau hæf til þess.“ Árni hafði hins vegar litla trú á þeirri alhæfingu, að þegar þriðja kynslóðin ætli að hasla sér völl og reka fyrirtækið, sem afi stofnaði, fari að halla undan fæti og hún setji fyrirtækin á hausinn. Kaupin á Granda Árið 1985, tæplega einu og hálfu ári eftir að kvótakerfið var sett á laggirnar, keypti Hvalur hf. togara af Bæjarútgerðinni í Hafnarfirði ásamt tilheyrandi veiðiheimildum, sem voru í rýrara lagi. Þetta var ísfisktogari, sem hafði legið bundinn við bryggju mánuðum saman. Mig minnir, að verðið hafi verið um 130 mkr. Honum var svo breytt með talsverðum kostnaði í fullvinnsluskip og gefið nafnið Venus. Þetta skip hafði staðið til boða hverjum þeim sem var reiðubúinn að greiða uppsett verð. Bæjarútgerðin átti þá tvo aðra togara og fannst mér, að viðsemjendur okkar vildu gjarnan selja okkur þá líka. - Haustið 1988 gerðist það, að Vogun hf., fjárfestingarfélag í einkaeigu Hvals hf. hafði frumkvæði að því að mynda hóp fjögurra fyrirtækja, sem buðu í 78% hlut Reykjavíkurborgar í Granda hf. Grandi hafði orðið til þremur árum áður við samruna Bæjarútgerðar Reykjavíkur og Ísbjarnarins hf. Aðrir hluthafar Granda voru þá Olís hf. og fyrrum eigendur Ísbjarnarins. Með okkur við tilboðsgerðina voru Hampiðjan hf., Sjóvátryggingarfélag Íslands hf. og Venus hf. Hlutur Reykjavíkurborgar fékkst keyptur fyrir 500 mkr., og fólst í því verði, að allt eigið fé væri metið á 640 mkr. Yfirteknar skuldir námu um 1.610 mkr. svo kaupverð alls eignasafnsins var 2.250 mkr. Við kaupin eignaðist Vogun rúmlega 45% í Granda. Það var frá upphafi vilji okkar, fulltrúa Vogunar, að reyna að dreifa eignaraðildinni, þ.e. að fá inn fjárfesta, sem hefðu áhuga á að eiga hlut í fjölþættu sjávarútvegsfyrirtæki. Frumkvöðull í einkavæðingu Árni var frumkvöðull í einka-væðingu þegar hann hafði forystu um stofnun hóps sem keypti hlutabréfin í Granda af Reykjavíkurborg. Það voru þó alls ekki fyrstu hugmyndir hans á þessu sviði. Árni var framsýnn þegar hann stýrði nefnd um einkavæðingu eða breytt rekstrarform ríkisfyrirtækja. Þessi nefnd var stofnuð árið 1977. Nokkrar hugmyndir hennar fylgja hér á eftir, en þegar þær komu fram voru þær á undan sinni samtíð. Nefndin lagði m.a. til: Landssmiðja: Rekstri fyrirtækisins, sem ríkisfyrirtækis, skyldi hætt, það selt, og fjármunir nýttir til annars. Siglósíld: Ríkið stofnaði hlutafélag um reksturinn og seldi að því búnu framhald á bls. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.