Vísbending


Vísbending - 18.03.2013, Blaðsíða 3

Vísbending - 18.03.2013, Blaðsíða 3
V Í S B E N D I N G 1 1 T B L 2 0 1 3 3 Landbúnaðarmál verða erfið í aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið. Ekki vegna þess að mikill munur sé á landbúnaðarstefnu Íslands og ESB - báðir aðilar veita opinberu fé til landbúnaðarmála og halda uppi tollmúrum til verndar innlendri framleiðslu - heldur fyrst og fremst vegna hagsmunagæslu þeirra einstaklinga og fyrirtækja á Íslandi sem græða á styrkjum og höftum í núverandi kerfi og leggjast því gegn breytingum. Tæplega helmingur allra sameiginlegra útgjalda ESB fer til landbúnaðar. Ástæðan er ekki klíkuskapur í meðferð á opinberu fé, heldur að sögn matvælaöryggi bandalagsþjóðanna. Öryggi og eftirlitMatvælaöryggi (e. food security) og matvælaeftirlit (e. food safety) er ekki það sama. Matvælaöryggi snýst um að til sé nægjanlegur matur fyrir alla, undir öllum kringumstæðum og undantekningarlaust. Matvælaeftirlit snýst hins vegar um hollustuhætti, gæði matar sem fólk neytir, næringargildi, áhrif á heilsu, aukaefni í matvælum, hreinlæti, sýkingarhættu og svipuð málefni. Hvorki matvælaöryggi né hollusta eru sjálfgefin. Flestir Evrópubúar líta á mat sem sjálfgefinn hlut. Ef ísskápurinn er tómur er alltaf til nóg úti í búð á nokkurn veginn viðráðanlegu verði. Matvælaskortur er hins vegar enn í manna minnum á sumum stöðum. Heimstyrjöldin 1939-1945 olli matvælaskorti og matarskömmtunum víða í Evrópu. Kommúnisminn sem tók við í Austur-Evrópu eftir stríðið olli því að lítið úrval var af matvælum allt fram til 1990 þegar „járntjaldið“ hvarf. Matarskortur getur orsakast af: (1) Stríði (2) Hryðjuverkaárásum á matvæla framleiðslu og dreifingu (3) Matareitrunum þar sem bakteríu sýkingar eða eitranir koma upp í framleiðslunni (4) Efnahagslegri óstjórn þar sem framleiðslu áætlanir eru rangar eða matvælaverðið er óviðráðanlega hátt fyrir hinn almenna neytanda Fæstir Evrópubúar hafa áhyggjur framhald á bls. 4 Matvælaöryggi Íslands og ESB í hnattrænu samhengi Magnús Bjarnason Doktor í stjórnmálahagfræði af stríði um þessar mundir. Evrópusambandið var stofnað til þess að gera stríð milli ESB-ríkja - stríð sem háð væru til að tryggja þjóðarhagsmuni gagnvart nágrannaríkjunum - óþörf, en hættan á einhvers konar hryðjuverkum er því miður enn óleyst vandamál um víða veröld. Matarskortur hefur verið notaður í hernaði, bæði í hefðbundnum stríðum með víglínu og í hryðjuverkabaráttu. Í hefðbundnum hernaði er iðulega skrúfað fyrir aðföng til umsetinna landsvæða og þekkt er 30 ára dæmi úr sögu hryðjuverkanna þegar Palestínumenn eitruðu Ísraelskar Jaffa-appelsínur með kvikasilfri. Offramleiðsla af illri nauðsyn Oft er því haldið fram að þjóðríki þurfi að eiga varabirgðir af matvælum ef upp koma óvænt matvælaöryggis- eða matvælaeftirlitsvandamál. Matur hefur ekki ótakmarkað geymslugildi og því þýðir þetta í raun að það þarf að vera offramleiðsla á mat. Ýmis matvælaeftirlits- og matareitrunarvandamál hafa komið upp gegnum tíðina, bæði erlendis og hérlendis, t.d. díoxin-eitranir í mjólk, tríkínur, riðuveiki, o.s.frv. Hjá Evrópubúum sem fæddust eftir síðustu heimstyrjöld hefur þetta þó aldrei leitt til matarskorts eða hungursneyðar. Framleiðslukerfin standa öll undir offramleiðslu, hvort sem er á Íslandi eða á meginlandinu. Kostnaðurinn við offramleiðsluna er eins og tryggingar- iðgjald - það eru peningar í ruslið nema þegar eitthvað alvarlegt kemur uppá - þá þakka menn fyrir að hafa haft vaðið fyrir neðan sig. Matur er ein mikilvægasta framleiðsla sem til er, en þessi endalausa gnægð matar á Vesturlöndum - Ísland þar meðtalið - kostar mikið fé og beinir og óbeinir landbúnaðarstyrkir í iðnvæddum þjóðfélögum taka oft til sín 1-2% af landsframleiðslu. Til þess að flækja málin er nauðsynlegt að losna við offramleiðslu matvæla með reglulegu millibili, en það er vitaskuld illa séð, bæði hjá yfirvöldum og einstaklingum, að henda mat, sérstaklega í veröld þar sem margir eru svangir og fátækir. Einstaklingar, sem hafa aukabirgðir af mat heima hjá sér, þurfa oft að henda mat sem liggur undir skemmdum og segja má að það geti gengið þegar um lítinn mat er að ræða. Yfirvöld sem standa oft undir stórtækari matarbirgðum þurfa líka stundum að hreinsa út úr forðabúrum. Oftar en ekki er því offramleiðsla flutt úr landi, stundum með stuðningi og niðurgreiðslum frá skattborgurum, en stundum er maturinn hreinlega gefinn til fátækra landa. Það er slæmt fyrir alla að niðurgreiða mat til útflutnings - nema fyrir þá sem útflutningsstyrkina þiggja. Niðurgreiðslur á mat til útflutnings eru fé skattborgara - fé sem tekið er út úr arðbærri framleiðslu - til óarðbærrar framleiðslu. Það sem meira er, slíkar matargjafir, eða sala á gjafverði, gera lítið annað en að grafa undan matvælaframleiðslu í innflutningslandinu. Flest minna þróuð ríki þurfa ekki matargjafir heldur þurfa þau að koma upp eigin framleiðslu sem skapar bæði mat og atvinnu. Eina ástæðan til að gefa mat til útlanda er ef um áríðandi viðbrögð við hungursneyð er að ræða, sem oftast hefur orsakast af stríði. Til að vega upp á móti niðurgreiddum innflutningi eru gjarnan settir upp tollmúrar og árangurinn verður „viðskiptastríð“, eng- um til góðs. Frjáls matvælamarkaður Margir hafa bent á að ekki sé þörf á offramleiðslu matvæla, því ef eitthvað bjátar á má alltaf kaupa mataraðföng á frjálsum markaði úti í hinum stóra heimi. Þetta er þó ekki alveg svona einfalt. Ekki er hægt að treysta matvælamörkuðum heimsins í blindni. Þegar matvælaverð hækkaði mjög hratt í lok síðasta áratugar settu sumar ríkisstjórnir á útflutningshömlur, einmitt til að halda innlendu matvælaverði niðri. Í augum uppi liggur að almenningur í þriðja heiminum getur ekki keppt við Vesturlandabúa í greiðslugetu - en allir þurfa að borða - og því voru úflutningstakmarkanir eina lausnin. Matarskortur táknar sjaldnast að enginn matur sé til, heldur frekar að lítill matur sé til. Þótt rík lönd geti ekki endilega keypt það sem þau vilja úti í hinum stóra heimi, ef mikið bjátar á, þá munu ríkir einstaklingar oftast hafa ráð á að borða vel, þó að hinir efnaminni þjáist. Til þess að stemma stigu við slíku eru yfirvöld ófeimin við að setja á matarskömmtun ef með þarf, en með

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.