Vísbending


Vísbending - 18.03.2013, Side 4

Vísbending - 18.03.2013, Side 4
4 V Í S B E N D I N G • 1 1 T B L 2 0 1 3 Aðrir sálmar Eigið fé Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Net fang: visbending@heimur.is. Prentun: Heimur. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Carl Bildt, utanríkisráðherra Svía, var nýlega á Íslandi og flutti erindi um Evrópusambandið í nútíð og framtíð. Hann ræddi m.a. um evrusamstarfið og hvaða áhrif það hefði haft á sænskt efnahagslíf að standa utan þess. Bildt sagði Svíum hefði vegnað ágætlega með sína sænsku krónu. Samt væri hann þeirrar skoðunar, að til lengri tíma litið væri það hagkvæmara fyrir Svíþjóð að vera innan evrusamstarfsins en utan. Utanríkisráðherrann sagði að ekki væri hægt að fullyrða að vandinn í ýmsum ríkjum Evrópu sýndi að evran væri illa brúkleg. Bæði innan og utan evrusamstarfsins væru ríki sem vegnar vel og önnur sem farnast nú illa. Vandann mætti fyrst og fremst rekja til þess að ríkin hefðu ekki stýrt sínum fjármálum af aga. Það kæmi öllum í koll að sýna ábyrgðarleysi í ríkisfjármálum og þar skipti myntin ekki máli. Spurt var, hvort Svíar væru ekki ánægðir með að sænsku krónunni vegnaði vel og að fjármagn streymdi nú til Svíþjóðar frá fjárfestum, sem hefðu vantrú á evrunni. Bildt sagði að auðvitað væri það gaman að fjárfestar virtust hafa trú á sænska hagkerfinu. Því mætti samt ekki gleyma að fjármagnið væri kvikt. Enginn gæti fullyrt að það yrði í Svíþjóð til frambúðar. Sænskir útflytjendur væru ekki ánægðir með að hátt gengi sænsku krónunnar ylli því að þeirra vörur væru dýrari í samkeppni við keppinauta á evrusvæðinu. Þeir vildu öðru fremur fyrirsjáanlegt gengi. Þess vegna væri heppilegra að fylgja gjaldmiðli sem væri notaður alls staðar á innri markaðinum. Íslendingar muna sumir þegar fjármagn streymdi til Íslands víða að úr Evrópu. Gengi krónunnar styrktist og hér hrúgaðist upp fé sem íslenskir fjárfestar gátu notað. Sumt kom í svo- nefndum krónubréfum, annað inn á Icesave-reikningana góðkunnu. Erfitt er að sjá fyrir sér slíkt innstreymi fjármagns í íslenska hagkerfið hefðum við ekki haft okkar eigin mynt. Iðnaður og sjávarútvegur áttu í vök að verjast fyrir erlendum samkeppnisaðilum. En erlenda fjármagnið sem kom til Íslands var alls ekki kvikt. Það er hér enn og er kallað snjóhengjan. bj framhald af bls. 3 matarskömmtun er algengt að jafnframt myndist ólöglegur svartur markaður með matvæli. Þegar öllu er á botninn hvolft er ekki nóg að til sé matur, hann þarf líka að vera á viðráðanlegu verði. Nægt framboð með miklum varabirgðum heldur verðinu niðri. Frá hagfræðilegu sjónarmiði er freistandi að kaupa ódýran mat erlendis frá fremur en reyna að framleiða allt heima fyrir. Þeir sem telja fæðuöryggi mikilvæg rök segja: Slíkan sparnað verður að vega og meta út frá áhættunni á að verða háður öðrum. Þótt Evrópubúar eyði 1-2% af þjóðarframleiðslu í beina og óbeina landbúnaðarstyrki, er hugsanlegt að sparnaður í landbúnaðarstyrkjum, sem fengist með því að verða háðari innfluttum mat, hyrfi í auknum útgjöldum til öryggismála og byggingu forðabúra með varabirgðum af matvælum, sbr. kostnað Vesturlanda af öllum þeim stríðstólum sem þarf til að láta gas og olíu renna áfallalaust. Forðabúr Fyrstu árin eftir síðustu heimstyrjöld flutti Evrópa meira inn en út af mat. Í dag er þessu öfugt farið og Evrópa flytur út meira af mat en flutt er inn. En að vera „nettó“- útflytjandi af matvælum þýðir alls ekki að allt sé framleitt heima fyrir og bara offramleiðslan sé flutt út. Matur er yfirleitt framleiddur þar sem náttúrulegar aðstæður eru góðar, og heimsverslun með matvæli er mikil, þótt hún gæti engu að síður verið meiri ef dregið væri úr viðskiptahömlum, tollum, kvótum og bönnum. Bæði sanngjarnt matarverð og úrval af mat verða best tryggð með milliríkjaverslun. Opinberar hömlur eða styrkir til sumra, en ekki til annara, eru ávísun á hátt verð eða skort, nema hvort tveggja verði. Má þar minna á smjörskortinn í Noregi fyrir tæpum tveim árum. Innlend matvælaframleiðsla, a.m.k. að einhverju marki, er mikilvæg. En því má ekki gleyma að flest ESB-ríki - og Ísland líka - geta alls ekki brauðfætt sig án innfluttrar olíu. Landbúnaðartæki og vörubílar sem sjá um matvæladreifingu eru gjörsamlega háð innflutningi. Vitaskuld er hægt að búa til bio-dísil heimafyrir, en lífrænt eldsneyti er búið til úr korni og jurtum. Það á stóran þátt í að ýta matvælaverði í heiminum upp því þegar bílar og vélar eru komnar í samkeppni við fólk um mat, þá hækkar verðið í samræmi við framboð og eftirspurn. Slík eldsneytisframleiðsla má því ekki verða á kostnað matvælaframleiðslukerfanna. Fólksfjöldi Fólksfjöldinn setur þrýsting á matvælaframleiðslu heimsins. Jarðarbúar voru 1½ milljarður árið 1900, eru sjö milljarðar núna og verða tíu milljarðar árið 2050. Þegar ofan á bætist að nútímamenn eru ekki ánægðir með brauðsneið eða kartöflur í allar máltíðir heldur vilja gnótt úrval kjötmetis, sjávarafurða, ávaxta og grænmetis er fyrirsjáanlegt að álagið á framleiðslukerfi heimsins eykst hlutfallslega meira en fólksfjölgunin, nema tækni til matvælaframleiðslu batni enn. Á komandi áratugum munu því góð landbúnaðarsvæði í heiminum verða mikilvægari en þau eru nú. Við megum ekki gleyma því að það er sjávarútvegur sem er aðal matvæla- framleiðandi Íslendinga en ekki land búnaður, enda landið rétt við heimskautsbaug og aðstæður erfiðar, a.m.k. meðan hlýnun jarðar hefur ekki haft meiri áhrif en komin eru fram. Meðan Íslendingar hafa sína innfluttu olíu fyrir fiskiskipaflotann mun hér verða gnótt matar. Varðandi matvælaframleiðslu Íslend- inga á „þurru landi“ má deila um hversu mikið vit sé í að flytja inn vélar, olíu, áburð, gróðurhús og fóður, halda uppi tollmúrum og styrkja framleiðslu með fé skattborgaranna, eða hvort sé hagkvæmara að flytja landbúnaðarafurðir inn hömlulaust og láta lögmál markaðarins um framboð og eftirspurn ráða ferðinni. ESB telur miðstýringu og samvinnu aðildarríkjanna bestu leiðina til að tryggja matvælaöryggi, frekar en að hvert aðildarríki bauki sjálfstætt í sínu horni. Greinarhöfundur telur að samvinna sé ráðlegri en sjálfsþurftarbúskapur, en það er ekki bara Ísland sem á komandi árum þarf að endurskoða framleiðslukerfi og opinbera landbúnaðarstyrki með tilliti til aukinnar hagkvæmni og minni sóunar, heldur líka allt ESB - og þótt fyrr hefði verið. Heimildir: Hluti af þessari grein er unnin upp úr grein höfundar sem birtist í NATO Review árið 2012 á ensku og frönsku og fjallaði um matvælaöryggi aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins. Flest ESB-ríkin eru í Atlantshafsbandalaginu og því er margt sameiginlegt á sviði almannaöryggis hjá báðum stofnunum. Óhjákvæmilegu „bruðli” í landbúnaði eru gerð ýtarleg skil í 6. kafla The Political Economy of Joining the European Union, Iceland’s Position at the Beginning of the 21st Century, sem má nálgast á http://dare. uva.nl/en/record/349694

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.