Vísbending


Vísbending - 06.05.2013, Síða 1

Vísbending - 06.05.2013, Síða 1
Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V Í S B E N D I N G • 1 8 T B L 2 0 1 3 1 (ef við gefum okkur að lánið fari í fjárfestingu en ekki neyslu) hækkar líka í verði á hverju ári. Látum verðmæti hlutarins hækka um 5% á hverju ári, þ.e. hann fylgir verðbólgu. Reiknum svo hlutfall hverrar greiðslu af raunverði hlutarins á hverju ári. Gerum þetta fyrir bæði verðtryggða og óverðtryggða lánið og reiknum uppsafnaðar greiðslur. Þá kemur í ljós að alls eru greidd til baka að raunvirði sem nemur 1,27 sinnum höfuðstóllinn af verðtryggða láninu, en 1,22 sinnum höfuðstóllinn af því óverðtryggða. Lengst af er heildarbyrðin hærri af óverðtryggða láninu þyngra í heild, þangað til í blálokin. Í heildina er óverðtryggða lánið því ódýrara sem nemur 5% af verðmæti upprunalega lánsins. (Hefðu vextirnir verið 10,25% er munurinn um 3%, en óverðtryggða lánið samt hagstæðara í heild). Samt er reynslan sú að óverðtryggð lán hafa verið dýrari en verðtryggð. Skýringin liggur í verðbólguálagi á vexti þess óverðtryggða. Tökum það fyrir í næstu grein. 6. maí 2013 18. tölublað 31. árgangur ISSN 1021-8483 Verðtrygging er um deilt og margslungið fyrirbæri. Vísbending fjallar um hana í greinaflokki. Skattalækkanir geta haft örvandi áhrif á hagkerfið. Aðgát skal þó höfð. Þjóðin skuldar svo mikið að jafnvel lækkun á skuldum þrotabúa bankanna hrekkur skammt. Góður stjórnmálamaður verður að vera gæddur ýmsum kostum til þess að njóta virðingar. 1 32 4 Verðtrygging - hvers konar trygging? Undanfarin ár hefur verðtrygging nánast verið holdtekja hins illa á Íslandi. Allt frá upphafi hefur hún verið umdeild og sumir stjórnmálamenn byggja alla sína baráttu á einföldu slagorði: Burt með verðtrygginguna! Fáir mæla henni bót, en þó er hún algengasta – og kannski eina - lánaform á löngum lánum til húsnæðiskaupa. Vísbending mun í sumar fjalla í nokkrum greinum um verð tryggingu frá ýmsum sjónarhornum. Hún kemur víða við sögu og hefur áhrif á líf fjölmargra, eflaust langt umfram það sem hún ætti að gera. Grunnhugtök Verðtryggt lán er líkt flestum öðrum lánum að því leyti að það er með höfuðstól og af því eru greiddir vextir og afborganir. Viðbótin er sú að af verðtryggða láninu eru líka reiknaðar verðbætur. Þær eru það sem rugla marga í ríminu. Tökum einfalt dæmi um hefðbundið lán. Segjum að það sé í upphafi 10 milljónir króna og greidd sé föst afborgun upp á eina milljón á ári, auk vaxta. Gerum ráð fyrir að vextir séu 10% allan tímann. Þá er greiðsluferlið eins og sjá má í töflu 1. Það er einfalt að reikna út bæði vexti og afborganir, lánið er auðskilið, höfuðstóllinn og greiðslubyrðin léttist í krónum talið á hverju ári. Það sama verður ekki sagt um verðtryggð lán. Þar lækkar höfuðstóllinn hægt og greiðslur hækka jafnvel í krónum talið. Tökum annað dæmi þar sem lánsfjárhæðin er líka 10 milljónir króna, en í þetta sinn er fjárhæðin verðtryggð og auk þess með 5% vöxtum. Miðað er við fastar afborganir. Reiknað er með 5% verðbólgu á ári. Þá kemur út greiðsluferli sem sjá má í töflu 2. Greiðslubyrðin stendur í krónum talið í stað af þessu láni, hækkar jafnvel á tímabilinu. Afborganirnar hækka stöðugt í krónum talið. Til einföldunar er aðeins sýndur einn aukastafur. Greiðslan á ári er hærri af óverðtryggða láninu fyrstu fjögur árin, en hún lækkar ár frá ári. Hvort er betra? Áður en lengra er haldið er rétt að taka það fram að raunvextir eru örlítið lægri á óverðtryggða láninu en því verðtryggða. Raunvextirnir eru reiknaðir samkvæmt formúlunni: Raunvextir = (1 + Nafnvextir)/(1 + Verðbólga) – 1 Út úr þessu fæst 1,1/1,05 -1 ≈ 0,0476 eða 4,76% raunvextir. Þeir eru líka kallaðir verðbótaþáttur vaxta. Til þess að raunvextirnir væru sambærilegir af lánunum tveimur þyrftu vextirnir af óverðtryggða láninu að vera 10,25%. Þess vegna myndi maður að óreyndu telja að óverðtryggða lánið væri hagstæðara. En hvernig á að bera þau saman? Flestir eru væntanlega frekar blankir í upphafi afborgunartíma og því gæti komið sér vel að hafa léttari greiðslubyrði þá. Samkvæmt því er verðtryggða lánið heppilegra. Ef greiðslurnar eru lagðar saman fæst samt að greiddar eru 15,5 millj. kr af óverðtryggða láninu en 16,6 millj. kr. af því verðtryggða. Jafnvel þetta segir ekki alla söguna, því að hluturinn sem keyptur er fyrir 10 milljónir kr. Ár Höfuð stóll Afborgun Vextir Greiðsla 1 10,0 1,0 1,0 2,0 2 9,0 1,0 0,9 1,9 3 8,0 1,0 0,8 1,8 4 7,0 1,0 0,7 1,7 5 6,0 1,0 0,6 1,6 6 5,0 1,0 0,5 1,5 7 4,0 1,0 0,4 1,4 8 3,0 1,0 0,3 1,3 9 2,0 1,0 0,2 1,2 10 1,0 1,0 0,1 1,1 Ár Höfuð stóll Af borgun Vextir Verð bætur Greiðsla 1 10,0 1,1 0,5 0,5 1,6 2 9,5 1,1 0,5 0,5 1,6 3 8,8 1,2 0,5 0,4 1,6 4 8,1 1,2 0,4 0,4 1,6 5 7,3 1,3 0,4 0,4 1,7 6 6,4 1,3 0,3 0,3 1,7 7 5,4 1,4 0,3 0,3 1,7 8 4,2 1,5 0,2 0,2 1,7 9 3,0 1,6 0,2 0,1 1,7 10 1,6 1,6 0,1 0,1 1,7 Tafla 1: Afborganir af 10 milljóna óverðtryggðu láni Tafla 2: Afborganir af 10 milljóna verðtryggðu láni Vextir 10%, fastar afborganir einu sinni á ári. Vextir 5%, verðbólga 5% á ári, fastar afborganir einu sinni á ári.

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.