Vísbending - 06.05.2013, Qupperneq 2
2 V Í S B E N D I N G • 1 8 T B L 2 0 1 3
tekjur ársins 1987 yrðu aldrei skattlagðar.
Það var einkum tvennt sem gerði þessa
tilraun áhugaverða. Í fyrsta lagi stóð
tilraunin einungis í eitt ár og voru því
tekjuáhrif skattalækkunarinnar takmörkuð.
Í öðru lagi fór skattprósentan í núll og því
mátti segja að staðkvæmdaráhrifin væru
hámörkuð. Þannig mætti segja að þarna
hafi skapast kjöraðstæður fyrir jákvæð áhrif
skattalækkunar á vinnuframlag þjóðarinnar.
Í grein höfundar með Marco Bianchi og
Birni Rúnari Guðmundssyni1 voru gögn
um unnar vinnuvikur notuð til þess að
reikna framboðsteygni vinnuafls. Í ljós
kom að skattalækkunin olli vissulega auknu
vinnuframlagi. Fjöldi vinnuvika jókst
árið 2007 eins og sést á mynd 1. Reiknað
var atvinnustig sem hlutfall heildarfjölda
vinnuvikna annars vegar og hámarksfjölda
vinnuvikna allra einstaklinga á vinnufærum
aldri, hins vegar. Atvinnustigið stökk upp
um 3 prósentustig árið 1987 og lækkaði svo
aftur.
Einnig kom í ljós að það var misjafnt
hvernig einstaklingar brugðust við skatt-
lausa árinu. Skattabreytingarnar voru bara
eitt af mjög mörgu sem gerðist í lífi þeirra
9.274 einstaklinga sem voru í úrtaki okkar
(4.668 karlar og 4.606 konur). Mynd
2 sýnir fjölda vinnuvikna árið 1987 á
lóðréttum ás og meðaltal fjölda vinnuvikna
árin 1987 og 1989 á lárétta ásinum. Takið
eftir breytileikanum.
Þegar gögn um tekjur þessara aðila (skv.
skattframtölum) eru notaðar kemur í ljós
að teygni vinnuaflseftirspurnar var 0,42
fyrir alla einstaklinga í úrtaki, 0,58 fyrir
karla og 0,06 fyrir konur. Þannig hefði
10% hækkun ráðstöfunartekna í för með
við aukna skattheimtu. Þá getur lækkun
mjög hárra skatta aukið skatttekjur ríkisins
þegar skattstofnar stækka.
Það vill oft gleymast að áhrifum
skattalækkana má skipta í tvennt. Annars
vegar er talað um staðkvæmdaráhrif og
hins vegar tekjuáhrif. Tekjuáhrifin felast
í því að skattalækkun verður til þess að
einstaklingur þarf ekki að vinna eins mikið
og áður til þess að hafa sömu einkaneyslu.
Hann getur því aukið bæði frítíma og
einkaneyslu og fækkað vinnustundum
sínum. Á sambærilegan hátt verður
skattahækkun til þess að skuldsettur
einstakingur þarf að auka vinnuframlag
sitt, hann þarf að vinna fleiri klukkustundir
í hverjum mánuði til þess að eiga upp
í vexti og afborganir. Þess vegna getur
skattahækkun aukið vinnuframlag.
En hækkunin hefur líka önnur áhrif,
staðkvæmdaráhrif. Skattahækkun verður
til þess að einstaklingur heldur eftir lægra
hlutfalli af tekjum sínum og hefur þá
minni hvata til þess að vinna m.v. fastar
tekjur. Hann getur þá brugðist við með því
að vinna færri vinnustundir, notið frekar
frístunda, vegna þess að vinnutíminn er
skattlagður en ekki frístundirnar.
En hvor áhrifin eru sterkari? Á Íslandi
var árið 1987 gerð athyglisverð tilraun um
áhrif skattbreytinga á vinnuframboð. Unnt
er að nota niðurstöður hennar til þess að
meta hvort tekju- eða staðkvæmdaráhrifin
hafi verið sterkari. Eins og margir muna
ákváðu stjórnvöld í lok árs 1986 að taka
upp staðgreiðslu skatta frá og með árinu
1988. Þetta þýddi að árið 1987 yrði
greiddur skattur af tekjum ársins 1986
og svo árið 1988 af tekjum ársins 1988,
Skattalækkanir í gjaldeyrisskorti
Gylfi Zoega
Prófessor, Háskóla Íslands
Mynd 1. Atvinnustig á Íslandi
Í Fjármálastöðugleikaskýrslu Seðlabankans sem út kom í apríl kemur fram að þótt hrein erlend staða þjóðarbúsins –
erlendar skuldir umfram erlendar eignir
– sé viðráðanleg, séu fyrirsjáanlegar miklar
afborganir af erlendum lánum á allra næstu
árum. Fyrir utan gömlu snjóhengjuna
svokölluðu (370 milljarðar kr.) og þrotabú
gömlu bankanna (hrægammana!) þarf nýi
Landsbankinn að greiða þeim gamla um
300 milljarða kr. árin 2015-2018. Ef við
er bætt skuldum sveitarfélaga og fyrirtækja
þeirra kemur út að væntanleg gjaldeyrisþörf
vegna endurgreiðslna af lánum er yfir 120
milljarðar kr. á ári 2015-2018. Upp í þessar
afborganir hefur landið viðskiptaafgang
sinn sem er á bilinu 30 til 40 milljarðar
kr. Þótt takist að semja um að greiða skuld
Landsbankans á lengri tíma nægir þessi
viðskiptaafgangur tæplega til þess að standa
straum af fyrirséðu útflæði gjaldeyris.
Við þessar aðstæður hafa komið fram
hugmyndir um skattalækkanir og lækkun
á höfuðstóli verðtryggðra lána heimila.
Ekki hefur verið útskýrt hvernig eigi að
fjármagna skattalækkanirnar nema að vísað
er á hagfræðinginn Arthur Laffer sem segir
að þær muni fjármagna sig sjálfar gegnum
aukna vinnusemi fólks. Skuldaafsláttinn á
hins vegar að fjármagna með þeim afslætti
sem búist er við að erlendir kröfuhafar í
þrotabúum Kaupþings og Glitnis veiti á
krónueignum þrotabúanna.
Í þessari grein verður reynt að svara því
hvort skatta lækkanir séu skynsamlegar
við núverandi aðstæður og hvort skulda-
niðurfærsla hafi jákvæð þjóðhagsleg áhrif.
Um áhrif skattalækkana á
framboðshlið hagkerfis
Í aðdraganda Alþingiskosninga í apríl var
skattalækkunum lofað. Jafnframt var því
haldið fram að unnt væri að lækka skatta
án þess að draga saman útgjöld ríkisins
samtímis, að skattalækkanir myndu
greiða fyrir sig sjálfar; aukið vinnuframlag
skattgreiðenda og fjárfestingar fyrirtækja
stækkuðu skattstofna. Þessari hugsun er
yfirleitt lýst með svonefndri Laffer-kúrfu
sem sýnir hvernig hækkandi skattprósentur
valda í fyrstu hækkun skatttekna en síðar
lækkun vegna þess að skattstofnar minnka
20
40
60
80
100
60 65 70 75 80 85 90 95
% men
total
women
Heimild: Iceland´s Natural Experiment in Supply Side Economics (Sjá aftast)
Karlar
Konur
Samtals