Vísbending


Vísbending - 06.05.2013, Qupperneq 4

Vísbending - 06.05.2013, Qupperneq 4
4 V Í S B E N D I N G • 1 8 T B L 2 0 1 3 greiða meira en sem nemur núverandi viðskiptaafgangi í afborganir í erlendum gjaldeyri árin 2015-2018. Skattalækkanir munu gera það enn erfiðara að afla þess gjaldeyris sem þarf til þess að unnt sé að standa í skilum með afborganir af erlendum lánum. Aukinn innflutningur í kjölfar skattalækkana mun þannig torvelda gjaldeyrissöfnun upp í fyrirséðar afborganir Landsbankans, Orku- veitunnar og sveitarfélaganna. Líklegar afleiðingar yrðu vaxtahækkanir seðla- bankans, gengisfall krónu og verðbólga. Niðurfærsla verðtryggðra lána heimila gæti sömuleiðis haft neikvæð þjóðhagsleg áhrif. Við þær myndi hrein eign heimila batna um nokkur hundruð milljarða sem hefði auðsáhrif á einkaneyslu, heimili gætu tekið ný lán til kaupa á innfluttum vörum og greiðslujafnaðarvandinn ykist enn meira. Lokaorð Mikið hefur verið rætt um skaðsemi fjármagnshafta. En ekki hefur verið minnst á alvarlegustu afleiðingar þeirra: Að veita skjól fyrir óábyrgar umræður og ráðstafanir í efnahagsmálum. Loforð um skattalækkanir án þess að útskýrt sé hvernig eigi að fjármagna þær hefðu valdið áhlaupi á markaði með ríkisskuldabréf, ef hér væru ekki fjármagnshöft. Í miklu stærra landi, Bretlandi, óttast stjórnvöld slíkt áhlaup ef horfið yrði af braut niðurskurðar í ríkisrekstri. Allt tal um að fjármagna niðurgreiðslu á innlendum skuldum með samningum við erlenda krónueigendur hefði valdið áhlaupi á krónuna og gengi hennar hefði fallið. Mikilvægt er því að fjármagnshöftunum verði aflétt sem fyrst áður en enn meiri rentusókn grefur um sig í landinu. Heimildir 1 Marco Bianchi, Björn Rúnar Guðmundsson og Gylfi Zoega (2001), “Iceland´s Natural Experiment in Supply Side Economics,” American Economic Review, 91 (5), 1564-1579. 2 Teygnin var mest yrir karla með eigin atvinnurekstur eða 0.71, sérstaklega ef þeir voru einnig kvæntir (0.75) og einnig fyrir barnlausa karla (0.61). Teygnin var lág fyrir alla hópa kvenna. 3 Mark Killingsworth (1983), Labor supply, New York: Cambridge University Press. 4 Jerry A. Hausman (1981), “Income and Payroll Tax Policy and Labor Supply,” í L. H. Meyer, (ritstjóri) The supply-side effects of economic policy, St. Louis, MO. 5 Don Fullerton (1982), “On the Possibility of an Inverse Relationship between Tax Rates and Government Revenue,” Journal of Public Economics, 19 (1), 3-22. 6 Mathias Trabandt og Harald Uhlig (2009), „ How Far Are We From The Slippery Slope? The Laffer Curve Re- visited,“ NBER Working Paper No. 15343. 7 Austan Goolsbee, Robert E. Hall and Lawrence F. Katz (1999), “Evidence on the High-Income Laffer Curve from Six Decades of Tax Reform,” Brookings Papers on Economic Activity, 1-64. 8 Efnahags- og viðskiptaráðuneytið gerði eina slíka ári 2011, en fátt hefur frést af henni síðan. Aðrir sálmar Virðing Alþingis Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Net fang: visbending@heimur.is. Prentun: Heimur. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Þinghópurinn sem nú hefur kvatt naut lítillar virðingar almennings ef marka má kannanir. Líklega er sterk fylgni milli virðingar sem Alþingi sem stofnun nýtur og þess álits sem alþýða manna hefur á þeim sem minnstan þokkann hefur. Margir telja að endurnýjun þingmanna veki vonir um að betri tímar séu í vændum. Hinar óþekktu stærðir hljóti að vera betri en fyrirrennararnir. Í upphafi þings valda fáir nýkjör inna þingmanna kvíða vegna fyrirsjáanlegra óspekta. Ekki er að efa að þingflokkarnir geta bundist samtökum um að efla starfsandann á þingi. Þingflokks formenn geta haldið upp aga þannig að sá sem yrði sér og flokki sínum til vansa fengi ákúrur. Ókvæðisorð og hæðni minnka bæði þann sem þeim beitir og hinn sem fyrir verður. En hvaða kostir prýða góða stjórnmála- menn? Lee Hamilton, sem lengi sat í fulltrúa deild bandaríska þingsins nefndi nokkur atriði: Heiðarleiki. Stjórnmálamenn verða að njóta trausts almennings, en líka trausts kollega sinna. Einbeiting og ákafi. Orkuboltar eru oft góðir stjórnmálamenn. Sá sem ekki áttar sig á því að stjórnmál eru 24 tíma starf allt árið á ekki erindi á þann vettvang. Metnaður. Líklega nær enginn stjórn mála- maður á toppinn nema hann hafi mikinn persónulegan metnað. Fyrst vilja menn metorð, en góður stjórnmálamaður vill líka að sín sé minnst þannig að hann skili betra þjóðfélagi. Samskiptahæfileikar. Feimni hjálpar ekki stjórnmálamanni. Hann þarf að geta talað við alla, hvort sem hann þekkir þá eða ekki. Þekking. Stjórnmálamenn þurfa að kunna á kerfið. Bæði stjórnkerfið en ekki síður hvernig best er að ná sínum málum í gegn á þingi. Vinátta og traust milli manna, óháð flokkum, skiptir þar miklu máli. Menn verða að kunna að semja. Yfirgangur hefnir sín síðar. Enginn á þingsæti. Hroki og dramb eru falli næst. Veröldin er ekki svarthvít. Enginn flokkur hefur rétt fyrir sér í öllu eða rangt fyrir sér í öllu. Ekki líta niður á andstæðingana. Berðu virðingu fyrir kjósendum. Þeir ráða því á endanum hver situr á þingi og hver fellur út. Þingmaður sem gleymir þessu lendir í vanda. bj framhald af bls. 3 Viðskiptaafgangur má samt ekki verða neikvæður, vegna þess að landið hefur takmarkaðan aðgang að erlendu lánsfé og þarf að standa í skilum með erlend lán. Í kjölfar skattalækkana getur tvennt gerst. Í fyrsta lagi getur Seðlabankinn ákveðið að bregðast ekki við. Þá er við því að búast að gengi krónunnar veikist vegna aukinnar eftirspurnar eftir innflutningi sem hækkar verð á innfluttum vörum, minnkar kaupmátt og hækkar höfuðstól verðtryggðra lána. Í öðru lagi getur Seðlabankinn séð þessa þróun fyrir og hækkað vexti til þess að koma í veg fyrir aukna innlenda eftirspurn, minni sparnað einkaaðila og aukinn innflutning sem hefði annars í för með sér verðbólgu. Hærri vextir verða þá til þess að draga enn meira úr fjárfestingu og auka einkasparnað. Þá notar Seðlabankinn peningastefnu sína til þess að draga úr innlendri eftirspurn á sama tíma og ríkisstjórnin eykur innlenda eftirspurn með skattalækkunum. Þetta er sama hagstjórnarblanda og olli miklum viðskiptahalla fyrir 2008. Um þessar mundir getur slíkur halli ekki orðið til vegna þess að hann er ekki unnt að fjármagna. Hins vegar getur gengi krónunnar veikst vegna mikillar afborgunarbyrði af erlendum lánum. Um hagstjórn Lítil samhæfing hagstjórnar ríkis og seðlabanka hefur verið landlæg hér á landi áratugum saman. Heilsteyptar efnahags áætlanir eru sjaldséðar.8 Sú ósamhæfða hagstjórnarblanda sem fólst í aðhaldssamri peningastefnu og þensluvaldandi fjármálastefnu ríkissjóðs á árunum 2004-2008 hafði hörmulegar afleiðingar. Bandaríkin gátu fylgt slíkri stefnu á níunda áratuginum vegna þess að þau gátu fjármagnað mikinn viðskiptahalla með því að selja öðrum þjóðum skuldabréf í dollurum. Fyrir land sem hefur örlítinn gjaldmiðil getur slík stefna hins vegar verið háskaleg. Heilsteypt stefna var tekin upp árin 2008-2011 þegar stjórnvöld fylgdu efnahagsáætlun sem samin var í samráði við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Nú þegar því samstarfi er lokið er mikilvægt að litið sé heildstætt á samhæfingu hagstjórnartækja og efnahagsmarkmið í víðari skilningi. Ekki er nægilegt að huga að skuldsettum heimilum og ímynduðum framboðsáhrifum skattalækkana. Afsláttur af krónueignum erlendra kröfuhafa mun bæta hreina stöðu Íslands gagnvart útlöndum en engan veginn leysa þann vanda sem hér hefur verið lýst. Eftir sem áður munu innlendir aðilar þurfa að

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.