Vísbending


Vísbending - 07.10.2013, Side 4

Vísbending - 07.10.2013, Side 4
4 V Í S B E N D I N G • 3 8 T B L 2 0 1 3 samninga um hófsamar launahækkanir. Mjög erfitt er hins vegar að festa það nema með erlendri hjálp, annað hvort tryggingu um að lánað verði fyrir inngripum á markað eins og þarf, eða með upptöku annarrar myntar. Saga Dana sýnir að fyrri leiðin er ekki útilokuð. Saga Íslendinga sýnir að einir geta þeir ekki rekið sinn örgjaldmiðil og jafnframt náð stöðugleika. Líklegast er það líka fræðilega ómögulegt. Aðrir sálmar Flokkur atvinnulífsins Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Net fang: visbending@heimur.is. Prentun: Heimur. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Nýlega birtist grein í Business Week sem hét: Repúblikanar eru ekki lengur flokkur atvinnulífsins. Inntak greinarinnar var að flokkurinn sem áður hefði verið skjól og vörn atvinnulífsins væri nú í gíslingu manna í Teboðshreyfingunni svonefndu, sem hikaði ekki við að setja Bandaríkin í þrot ef ekki væri farið eftir kröfu hennar um skattalækkanir. Reyndar hafa Repúblikanar gengið lengra, því að þeir setja það skilyrði fyrir áframhaldandi fjármögnun ríkisins að fallið verði frá sjúkratryggingakerfi sem Obama kom í gegn á fyrstu tveimur árum sínum í Hvíta húsinu. Margir eru á móti kerfinu sem gengið hefur undir nafninu Obamacare. Þáttastjórnandi einn gerði sér leik að því að spyrja fólk á förnum vegi annars vegar um Obamacare og hins vegar Afford- able Health Care. Almennt voru menn mun jákvæðari í garð þess síðarnefnda, þrátt fyrir að um er að ræða sama kerfið. Seinna nafnið er opinbera nafnið samkvæmt lögum. Á Íslandi voru margir flokkar vinir atvinnulífsins fyrir nokkrum árum. Traustust hafa böndin verið milli sjálfstæðis manna og atvinnurekenda. Grunn hugsjón Sjálfstæðisflokksins byggir á frjálsum viðskiptum og flokkurinn hefur lagt sig fram um að ýta viðskiptahindrunum úr vegi sem allra víðast. Framsóknarmenn voru sama sinnis á árunum 1995-2007, en voru þó oft sakaðir um að leggja mesta áherslu á að skara eld að köku sinna vina. Samfylkingin taldi líka rétt að fá hluta af ánægju almennings með velmegunina í sinn hlut og fetaði þannig í fótspor Blairs, hins breska félaga síns. Nýlega óskuðu aðilar vinnu- markaðsins eftir samvinnu við stjórnvöld um úttekt á kostum og göllum aðildar að Evrópusambandinu fyrir Ísland. Forsætis ráðherra fór háðulegum orðum um forystu samtakanna og gaf í skyn að úttektin hlyti að verða jákvæð gagn- vart Evrópuaðild (gagnstætt óháðri út- tekt ríkisstjórnarinnar sem verður auð- vitað mjög gagnrýnin á sambandið). Sjálfstæðis flokkurinn er á svipaðri línu og forsætisráðherrann. Hafna skuli myntbandalagi, opnari mörkuðum og lægri vöxtum án frekari skoðunar. Atvinnulífið geti siglt sinn sjó. bj sem alloft var yfir þessum mörkum. Niðurstaðan var að hagkerfið brotlenti, en auðvitað kom fleira til. Undanfarin fjögur ár virðist obbinn af verðbólgunni vera kominn til vegna óraunhæfra launahækkana. Spurningin er alltaf, hvort kemur á undan verðbólgan eða launahækkanir? Sú ósk eða krafa launþega að gengið verði fest, er því ekki óeðlileg forsenda framhald af bls. 1 framhald af bls. 3 batnað mikið frá hruni en mjög hafi hægt á batanum. Raungengi er mjög lágt, til beggja vona getur brugðið um verðbólgu og atvinnuleysi ,en horfur eru betri en áður í ríkisfjármálum. Skuldir ríkisins eru enn allt of miklar og mikilvægt að grynnka á þeim með sölu eigna. Nettóskuldir þegar dregin hafa verið frá lánin frá AGS ættu þó að vera viðráðanlegar. Sveitarfélög eru einnig mjög skuldsett, svo ekki sé talað um einstaklinga og fyrirtæki. Einn mælikvarði á stöðu landsins er lánshæfismat ríkisins. Það er nú með því lægsta í Evrópu, þó að það sé skör yfir falleinkunn. Lánshæfismatsfyrirtæki hafa sagt að þau muni lækka matið verði gripið til stórfelldra skuldalækkana á kostnað hins opinbera. Skuldatryggingaálag ríkisins er svipað núna og vorið 2008, en heldur hærra en það varð lægst í sumar. Einn stærsti vandi Íslands er að miklar afborganir á skuldum falla á árin 2015-2018. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa haft uppi stór orð um að þeir hyggist ná miklum fjármunum af þrotabúum bankanna. Ásgeir Jónsson hagfræðingur telur að endurskipulagning á skuldum til erlendra kröfuhafa sé skilyrði fyrir því að hægt verði að afnema gjaldeyrishöftin og að hér komi ekki upp óðaverðbólga eða sár fátækt. Fyrir nokkrum árum birtist grein í Vísbendingu undir heitinu: Er hægt að taka Nóbelinn af Krugman? Í greininni var vitnað til fjölmargra ummæla þessa þekkta hagfræðings, en hann hafði um tíma gert það að grundvallaratriði í hagfræði sinni að Íslendingar hefðu farið rétta leið eftir hrunið en flestir aðrir ranga. Meðal annars birti hann mynd með einni greina sinna, máli sínu til sönnunar. Í Vísbendingu var sýnt fram á að prófessorinn hafði beitt einfaldri brellu í skapandi tölfræði og fært upphafspunkt kreppunnar til svo að Ísland kæmi sem best út. Krugman afhjúpaður Á vefnum Geo-Graphics munu hafa birst greinar hliðstæðar við Vísbendingar- greinina, bæði árin 2010 og 2012. Nú bætir vefurinn um betur og notar tölur og upphafspunkt Krugmans. Í ljós kemur að þegar staðan er skoðuð árið 2013 sést að Íslandi hefur síst vegnað betur en hinum löndunum þremur. Væri hins vegar miðað við upphaf kreppunnar í október 2008 stæði Ísland mun lakar en Eistland og Lettland. Reynslan hefur því ekki reynst góður vinur kenninga Nóbelsverðlaunahafans. Mynd: Þróun VLF í fjórum löndum frá 2007 til 2013 Heimild: Eurostat

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.