Vísbending - 14.01.2014, Blaðsíða 1
Vikurit um viðskipti og efnahagsmál
V Í S B E N D I N G • 2 . T B L . 2 0 1 4 1
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar ættu að bæta
eiginfjár hlutfallið um nálægt 4% til við
bótar. Því má ætla að þegar þær hafa náð
fram til fulls verði eiginfjár hlutfallið milli
55 og 60%,
Unga fólkið tapaði mestu
Á myndum 2 og 3 má sjá hvernig
eiginfjárhlutfallið breyttist hjá mismun
14. janúar 2014
2. tölublað
32. árgangur
ISSN 10218483
Margt bendir til þess
að þjóðin sé á leið úr
skuldafeninu sem varð
til við hrun.
Skuldakreppan kom
mjög misjafnlega við
aldurshópana. Þeir elstu og
yngstu standa best.
Margir hafa talið að
heimurinn væri á helvegi
bæði fyrr og nú, en þær
hrakspár hafa ekki ræst.
Það vefst fyrir mörgum
að erfitt er að lækka skatta
þeirra sem enga skatta
greiða.
1 32 4
Upp úr skuldakreppunni
Skuldir hafa verið mál málanna á Íslandi undanfarin fimm ár og virðast æta að vera það áfram fram
eftir árinu 2014. Þrátt fyrir að ýmis
jákvæð merki hafi sést um bata er það
tilfinning mjög margra, að þjóðin sé ekki
enn komin upp úr kreppunni. Ríkis
stjórnin hefur boðað aðgerðir til skulda
lækkunar sem munu ná til býsna stórs
hóps. Spurningin er hvort sú aðgerð muni
duga til þess að fólki almennt finnist að
loksins sé þjóðin komin út úr kreppunni.
Hvað er eðlilegt
eiginfjárhlutfall?
Á mynd 1 má sjá hvernig eiginfjárhlutfall
íslenskra heimila hefur þróast í 16 ár, frá
árinu 1997 til 2012. Myndin sýnir að
hlut fallið er mjög svipað, hvort sem litið
er til höfuðborgarsvæðisins eða lands
byggðar innar. Fyrir aldamót var það ívið
betra á landsbyggðinni, en varð svo lakara
þar fram á árið 2010, en er nú nokkurn
veginn jafnt.
Myndin ber hrunið glögglega með sér.
Þó er athyglisvert að eiginfjárhlutfallið
byrjaði að lækka árið 2006, þó svo að
hrunið verði ekki fyrr en árið 2008.
Skýringin er auðvitað sú, að heimilin
tóku meiri lán á þessum árum. Allt fram
í árslok var eiginfjárhlutfallið um 60%
og freistandi er að telja það „eðlilegt“
eiginfjár hlutfall hjá meðalheimilinu. Það
er hins vegar mjög breytilegt eftir aldri
eins og vikið er að hér á eftir.
Árið 2008 fellur hlutfallið 57% og
svipað hvort ár 2009 og 2010. Skýringin er
fyrst og fremst sú, hve mikil óvissa var um
stöðu eigna og lána í árslok 2008, en ekki
að sérstök áföll hafi dunið á seinni árin.
Þetta þýðir að heimilin hafa tapað liðlega
fjórðungi hreinna eigna frá árinu 2005
til 2010. Í fljótu bragði virðist þetta vera
hærra hlutfall en t.d. hjá lífeyrissjóðum og
voru þó eignir heimilanna mun dreifðari
en hjá sjóðunum, þó að tölurnar séu ekki
fyllilega samaburðarhæfar. Árin 2011 og
2012 hefur staðan lagast talsvert og ætla
má að svo hafi einnig verið árið 2013.
andi aldurshópum. Myndirnar sýna
að kreppan kom mjög misjafnlega
niður á einstaklingum eftir aldri. Þeir
elstu sluppu best, enda skulduðu þeir
minnst. Athygli vekur, að staða þeirra
sem eru 24 ára og yngri batnaði við
kreppuna og eiginfjárhlutfall þeirra
hefur vaxið, en eignir eru auðvitað ekki
framhald á bls. 3
Mynd 1: Eiginfjárhlutfall hjá
íslenskum heimilum 1997-2013
Mynd 2: Eiginfjárhlutfall fólks yngra
en 45 ára. Árin 1997-2012
Heimild: Hagstofa Íslands
Heimild: Hagstofa Íslands