Vísbending - 14.01.2014, Blaðsíða 4
4 V Í S B E N D I N G • 2 . T B L . 2 0 1 4
Aðrir sálmar
Að lækka skatta sem
engir eru
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson
Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík.
Sími: 512 7575.
Net fang: visbending@heimur.is.
Prentun: Heimur. Upp lag: 700 eintök.
Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita
án leyfis út gef anda.
framhald af bls. 1
Katrín Jakobsdóttir spurði forsætisráðherra á Alþingi hvaða breytingar
ríkisstjórnin ætlaði að gera á skattkerfinu
fyrir þá lægstlaunuðu. Hann svaraði:
„Það verður ... að ítreka samanburð
á þeirri stefnu sem núverandi ríkisstjórn
rekur, m.a. í skattamálum, og síðasta
ríkisstjórn. Eða hafa kjör þeirra
lægstlaunuðu eða millitekjuhópa eða
nokkurra versnað frá því að síðasta
ríkisstjórn kom með stefnu sína og
innleiddi hana? Nei, þvert á móti.
Þannig að þegar hv. þingmaður heldur
því fram að núverandi ríkisstjórn geri
ekki nógu mikið fyrir ákveðna hópa
þá gerði síðasta ríkisstjórn það svo
sannarlega ekki heldur.
Hv. þingmaður spyr: Hvernig er best
hægt að bæta kjör þeirra lægstlaunuðu?
Þar greinir okkur sjálfsagt á vegna þess
að það er ekki best að bæta kjör þeirra
lægstlaunuðu í gegnum skattkerfið.
Áhrifin af slíkum breytingum fyrir þá
lægstlaunuðu eru miklu minni en fyrir
aðra. Þar verður að koma til raunveruleg
kjarabót, raunveruleg launahækkun og
hvernig verður hún til? Hún verður til
með aukinni verðmætasköpun og með
því að innleiða lög sem fela í sér hvata
til þess að greiða hærri laun en ekki
hindranir eins og við sáum allt of mikið
af á síðasta kjörtímabili, hindranir sem
stuðla ekki að hærri launagreiðslum,
aukinni vinnu eða aukinni
verðmætasköpun heldur þvert á móti.
Í þessu felst grundvallarstefnumunur á
núverandi ríkisstjórn og þeirri síðustu.
Við munum sjá það á næstu misserum
og árum hvor leiðin er betur til þess
fallin að bæta kjör þeirra lægstlaunuðu.
Katrín spurði aftur hvort lækka bæri
skatta þeirra skattlægstu og fékk svar:
„Ég hélt því einmitt fram, að ef hv.
þingmaður væri þeirrar skoðunar að
síðasta ríkisstjórn hefði staðið vörð um
þá lægstlaunuðu, m..a. hvað varðaði
skattkerfið — ... þá hafi ekki orðið nein
breyting á skattlagningu þessa hóps hjá
nýrri ríkisstjórn. Hv. þingmaður getur
ekki haldið því fram að sú skattprósenta
sem nú er í gildi sé á einhvern hátt aðför
að ákveðnum hópi, vegna þess að þetta
er sama prósenta og síðasta ríkisstjórn
lagði á sömu hópa.“ bj
Mynd 3: Eiginfjárhlutfall fólks 45 ára og
eldra. Árin 1997-2012
Mynd 4: Eiginfjárhlutfall eftir aldri árin
1997, 2005, 2010 og 2012
Hjá þessum hópum vegur hrun
á hlutafjár markaði þungt og það tap
kemur ekki til baka. Því má telja að þessir
hópar verði miklu lengur að komast
upp í „eðlileg“ hlutföll en hinir yngri.
Skuldavandi hópsins er þó mun minni en
hinna yngri.
Á mynd 4 sést svo hvernig eiginfjár
hlutfall breytist eftir aldri hjá mismunandi
aldurshópum. Þar sést að lítil breyting
varð á milli áranna 1997 og 2005 þrátt
fyrir marg rómað „góðæri“. Góðærið
fólst fyrst og fremst í því að fá meira
að láni en áður á móti svikagróða á
hlutabréfamarkaði. Lægstur er ferillinn
árið 2010, en hefur strax lagast nokkuð
árið 2012, þó að hann liggi um 20
prósentustigum lægra en ferlarnir fyrir
2006.
Af þessu sést að aðgerðir ríkis
stjórnarinnar geta ekki læknað þann skaða
sem hrunið olli einstaklingum, en öruggt
má telja að þær lagi stöðuna í heild. Ekki
er þó hægt að segja til um það enn hvort
þeir hópar sem verst fóru út úr hruninu
muni ná sér á strik aftur.
Til þess að kortleggja vandann að fullu
þyrfti að bera saman fjölda þeirra sem er
í greiðslu vanda hverju sinni. Því má ekki
gleyma að eiginfjárvandi felst oft fyrst og
fremst í „tölum á blaði“ í þeim skilningi
að þeir sem geta borgað af sínum lánum
lenda ekki í sérstökum hremmingum,
öðrum en þeim að sjá að skuldir eru tíma
bundið meiri en eignir. Eiginfjárvandinn
er sálfræðilegur fremur en hagfræðilegur,
en slæmt sálarástand þegnanna getur
vissulega haft lamandi áhrif á hagkerfi
þjóðarinnar.
Heimild: Hagstofa Íslands
Heimild: Hagstofa Íslands